Morgunblaðið - 02.05.2016, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki
sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum
og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum
Íslands
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Þrátt fyrir að vera fyrir löngu orð-
inn landsþekktur er Jóhann Alfreð
Kristinsson, uppistandari og lög-
fræðingur, alltaf jafn hissa þegar
haft er við hann samband og óskað
eftir viðtali. Frægðin hefur greini-
lega ekki stigið honum til höfuðs –
í það minnsta ekki enn – og full-
yrða þeir sem þekkja til hans að
hann sé bæði jarðbundinn og harð-
duglegur en slíkir menn láta ekki
smotterí eins og frægð hagga sér.
Á leiðinni á toppinn sótti Jóhann
Alfreð sér menntun í Mennta-
skólann í Reykjavík og lauk síðar
embættisprófi í lögfræði frá Há-
skóla Íslands. Síðan tók alvaran
við og uppistandið varð hans aðal
atvinna. Ég spurði því Jóhann
hvort lögfræðin væri svona
skemmtileg að menn kæmu úr
henni skellihlæjandi og beint í
uppistandið?
„Ég held akkúrat að leiðin liggi
þráðbeint úr þessum bakgrunni í
uppistandið. Lögfræðin hefur það
orð á sér að vera þurr og fræðileg
og þá leitar fólk oft eftir útrás í
aðra hluti. Einhverjir stunda úti-
vist eða fá jeppadellu,“ segir Jó-
hann Alfreð nokkuð sposkur á
svip, glottir svo og segir: „Svo eru
til hæstaréttarlögmenn sem eng-
inn hefur tekið alvarlega nema
rétt svo inni í dómssal í mörg ár.“
Skikkjan heillaði
og heillar enn
Við höldum okkur við lögfræðina
enda forvitnilegt að vita hvers
vegna ungur uppistandari velur þá
námsleið þegar svo mörg önnur
fræðisvið virðast – í það minnsta í
fyrstu – hljóma hentugri og
áhugaverðari fyrir framtíðar uppi-
standara. Var það draumurinn að
standa í réttarsalnum að verja þá
varnarlausu og sækja að þeim
seku eða var það bara skikkjan
himinbláa og svarta sem heillaði?
„Ég útiloka það ekki. Í það
minnsta sæi ég vel fyrir mér að
klæðast skikkju þótt það væri ekki
endilega í réttarsal. Þú varst ekki
maður með mönnum í iðnbylting-
unni nema að vera klæddur svartri
skikkju, með kúlustaf og einglyrni.
Þar sem tískan fer í hringi á ég
von á að skikkjan verði orðin stað-
albúnaður aftur eftir 10–15 ár,“
segir hann og hlær og ljóst að
grínistinn ætlar sér ekki í neitt
uppgjörsviðtal við fortíðina með
tárum.
Réttarsalurinn er kannski ekki
ósvipaður sviði uppistandarans þar
sem á báðum stöðum leggja fag-
menn mál sín í dóm. Þungur dóm-
ur áhorfandans hlýtur þó að vera
versta martröð uppistandarans,
jafnvel verri en nokkrar vikur í
tugthúsinu?
„Uppistandarar hafa ýmislegt að
óttast og það kannski mest að fá
raflost úr míkrafóninum. Svoleiðis
áföll draga 20–30 grínista til dauða
árlega bara í Bandaríkjunum og
fátt annað kemst að áður en mað-
ur stígur á svið en hugsanir um
slíkt. Maður hefur ekki roð við
þeim ótta að áhorfendum líki ekki
við grínið manns og að maður
bombi.“
Veist aldrei hvað virkar
Þegar við hættum okkur örlítið
inn í alvarleikann úr háðinu og
Veist fyrst á sviðinu hvað virkar
Jóhann Alfreð Kristinsson uppistandari gerir grín að sjálfum sér og öðrum Uppistandið er bæði
skemmtilegt og krefjandi og dómur áhorfenda getur verið harður Fór úr lögfræðinni í grínið
Morgunblaðið/RAX
Erfitt en skemmtilegt
Jóhann Alfreð Krist-
insson segir að uppi-
stand geti verið mikil
vinna og að mörgu leyti
sérstök.