Morgunblaðið - 02.05.2016, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
TWIN LIGHT gardínum
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
40 ára
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt auðvelt með að hafa áhrif á
annað fólk og telja það á þitt band. Endilega
kauptu miða, verslaðu og gerðu plön núna.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að laga ýmislegt í starfs-
háttum þínum og umfram allt þarftu að
muna að æfingin skapar meistarann. Seinna
geturðu dæmt um hvort kynni dagsins séu
æði eða alveg hryllingur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að gæta háttvísi í sam-
skiptum við maka. Ef þú veist að þú getur
staðið við þitt, áttu ekki í vandræðum með
að sannfæra aðra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mundu að deila velgengni þinni með
þeim sem standa þér næst. Sýndu þeim
hjálpsemi og greiðvikni og þú munt hljóta
þakklæti þeirra og viðurkenningu að laun-
um.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Tengsl þín við peninga byggjast á
innsæi. En nú ertu í miðjunni og veist hvað
það tekur til að komast í mark.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Óvænt atburðarás hrífur þig með sér
svo þú kemur engum vörnum við. Samtal
við einhvern getur leitt til þess að þú öðlist
dýpri skilning á hlutum sem þú hefur verið
að velta fyrir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Kipptu þér ekki upp við það, þótt þú fá-
ir óvenulegar fréttir í dag. Taktu tíma til að
einbeita þér og safna orku. Ekki er allt gull
sem glóir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert tilbúinn til að finnast þú
æðislegur. Boð mun vekja góðan hljóm-
grunn hjá þeim sem er boðið. Góður ásetn-
ingur verður að prýðilegri heppni seinna í
dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert tilbúin/n til að hjálpa vini
þínum í dag. Kannski læknast efinn ef þú
gerir einhverjum greiða. Vertu sanngjarn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Leiðin upp á tindinn getur stund-
um verið löng og snúin. Allt sem þú hefur
valið til þessa, leiddi þig að þessum tíma-
punkti.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er komið að því að fjárfesta
arðinn af erfiði þínu. Breytingar myndu hins
vegar valda fleira fólki ónæði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er nauðsynlegt að brydda upp á
einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit.
Gakktu glaður til verksins sem þér var falið.
Þú færð skemmtilegt símtal fljótlega.
Ólafur Stefánsson skaust til sólar-landa og segir svo frá á netinu:
„Þegar farið er í pakkaferð í sólina
er aðalreglan sú að menn eru ein-
kvenna. Þannig, að með svolítilli
heppni, er hægt að planta konunni í
gluggasætið, setjast sjálfur í miðjuna
og bíða svo hvort í þriðja sætið kem-
ur tveggja metra maður, sem þarf
helst eitt og hálft, eða verður það
nett kona og þægileg.
Í þetta sinn stefndu á okkur hjón
og maðurinn settist hinum megin við
ganginn en konan við hliðina á mér.
Þægilegustu manneskjur en ákaflega
syfjuð og höfðu líklega ekið náttfari
utan af landi til að ná fluginu. Enda
ekki meira en svo búin að seðja sig á
langloku og vínglasi en þau voru búin
að vefja sig teppum og voru stein-
sofnuð.
Eitthvað hefur radarinn á konunni
verið ruglaður því hún endaði á öxl-
inni á mér og svaf þar uns ókyrrð í
lofti vakti hana.
Flogið var yfir hauður og haf,
– við hittumst það eina sinni –
ábreiðu vafin á öxl minni’ ún svaf,
með aðra höndina’ á minni.
Það er auðvitað krökkt af Íslend-
ingum á þessum vinsælustu hótelum,
en það er líka gaman að kynnast fólki
annars staðar frá. Í bekkjaröðinni
okkar í garðinum var þetta svona.
Ekki reyndist leyfið lítils virði,
ljúft að hitta allra handa fólk.
Frá Sri Lanka það var og Siglufirði,
og sannir Skotar, hvítir eins og mjólk.
Fjögura stjörnu matsalur, en
sumum þótti ekki nógu gott og
kölluðu „mötuneyti“. Borðuðu
stundum annars staðar.
Hótelið þó hlaðborð skreyti,
og hafi stundum söng og dans,
þá mæta lítt í mötuneyti
Magnús Jón og spúsa hans.
Á sumardaginn fyrsta héldu
menn í tveimur liðum í skrúð-
göngu og hafa innfæddir kannski
haldið að þar færu krossfarar sem
villst hefðu í tíma og rúmi, en það
fór allt vel. Ég hafði það svona.
Húsakynnin heldur góð,
hér á Bella Vista.
Sat ég þar og samdi ljóð
á sumardaginn fyrsta.
Á Spáni eru frískleg fljóð,
þar ferðalangar gista.
Sit ég við og sem mín ljóð,
á sumardaginn fyrsta.“
Björn Ingólfsson gat ekki setið
á sér og sendi Ólafi kveðju:
Ólafur bóndi er íðilsnar
ýmisleg ráð að brugga,
kemur sér jafnvel á kvennafar
með konuna sína úti í glugga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stutt ferðasaga til sólarlanda
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÓKEI, BARA EINU SINNI ENN OG
SÍÐAN ER ÞAÐ HÁTTATÍMI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera heillaður af
töfrum þínum.
HEIMUR,
SAKNAÐIR
ÞÚ MÍN?
ÉG SAKNAÐI ÞÍN
EKKERT HELDUR
ÞESSI ER STÓR!
HVERS KONAR FISKAR ERU
Í ÞESSUM HEIMSHLUTA?
PÍRANAFISKAR!
Víðlesinn maður sagði eitt sinn viðVíkverja að þegar hann læsi
ævibækur brygðist sjaldan að sér
þætti fyrsti kaflinn – æskuárin – sá
besti. Það er margt til í þessu við-
horfi eða að minnsta kosti er pæl-
ingin skemmtileg. Barnsárin ein-
kennast af leik, gleði og áhyggjuleysi
og þá er lífið skemmtilegt. Fullorð-
insárin eru hins vegar meiri kráku-
stígur að þræða og fólk þarf að díla
við alls konar kringumstæður og
verja hagsmuni sína út og suður. Eitt
af því er að þurfa að þegja yfir öllu
mögulegu þegar farið er að skrifa
söguna. Í bókinni Og svo tjölluðum
við okkur í rallið, sem kom út fyrir
síðustu jól, tekst Guðmundi Andra
Thorssyni þó að finna fínan milliveg
þessa. Bæði bregður hann upp raun-
sannri mynd af því ólíkindatóli sem
faðir hans, Thor Vilhjálmsson, var en
segir líka skemmtilega frá æskuár-
um sínum í Vogahverfinu í Reykja-
vík á árunum um og eftir 1960.
x x x
Í hinni snotru Thorsbók, sem komút fyrir síðustu jól, segir frá mönn-
um eins og Kjarval, Ólafi Thors,
Halldóri Laxness, Einari Braga og
mörgum öðrum sem alls konar frá-
sagnir – sannar sem ýktar – gera að
algjörum risum. Í þessari skemmti-
legu bók er þó mestur fengur í þeim
myndum úr Karfavogi bernsku sinn-
ar sem Guðmundur Andri dregur
upp. Þetta var barnahverfi og íbú-
arnir voru af ýmsu sauðhúsi og víða
frá. „Vogabúar voru allskonar fólk í
allskonar húsum sem átti það sam-
merkt að vera aðvífandi; aðkomu-
menn og brottfluttir, förufólk,“ segir
á einum stað.
x x x
Það er vissa Víkverja að í út-hverfum borgarinnar sé yfirleitt
skemmtilegt mannlíf. Þar ægir öllu
saman, þar er alls konar fólk og í
slíku umhverfi gerast ævintýri sem
góðum höfundum ber að færa til bók-
ar. Bestar verða þá allar æskusög-
urnar og barnahverfin í borginni eru
mörg. Því er Thorsbókin, sem í
grunninn er saga af litríkum lista-
manni og umhverfi hans, í alla staði
góð uppskrift að að fleiri bókum um
lífið í borginni. Hvunndaginn og
brauðstritið í öllum sínum yndislega
fjölbreytileika. víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég er ljós í heiminn komið svo að eng-
inn, sem á mig trúir, sé áfram í
myrkri. (Jóh 12:46)