Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 ótrúlegir mannkostir sem skinu skærast þegar hvað dimmast var yfir. Æðran yfirgaf hann aldrei þótt þrekið þyrri jafnt og þétt. Kankvís var hann þótt hann hlægi ekki hátt; ekki margmáll en skaut að hnyttnum athugasemdum. Gunnar var stefnufastur ung- ur maður. Hann átti sér tak- mark í lífinu og hann kannaði skóla og námsleiðir sem færðu hann nær því. Draumurinn yfirgaf hann aldrei. Vonin bjó með honum til hinstu stundar. Við trúum því að nú hafi góðir englar lyft hon- um í þrautalausan náðarfaðm frelsarans. Gunnar Steinn verð- ur alltaf í huga okkar og hjarta. Blessuð sé minning góðs drengs. Við Halla vottum Gulla, Heiðu, Bjarka Steini og Evu djúpa samúð. Ingi Bogi. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hæglátur, auðmjúkur, spek- ingur og góðlyndur eru orð sem lýsa Gunnari Steini vel. Hann sýndi af sér einstakt æðruleysi og mikinn þroska í veikindum sínum þrátt fyrir lífshættulegan sjúkdóm og afar erfiða lækn- ismeðferð. Ef hann var spurður hvernig hann hafði það sagði hann alltaf: „bara ágætt“. Bar- áttuhugur Gunnars Steins var líka einstakur, hann ætlaði að sigrast á sínum sjúkdómi allt fram að hinstu stundu. Gunnari Steini þótti gaman að ferðast og lét veikindi sín ekki stoppa sig í að njóta lífsins og láta drauma sína rætast. Má þar nefna ferðalag sem hann fór í með foreldrum sínum ásamt velgjörðarfólki á leik með Ars- enal í ensku knattspyrnunni síð- asta vetur. Þar var Gunnar Steinn orðinn töluvert veikari en áður en lét það ekki stöðva sig í að sjá uppáhaldsliðið sitt í enska boltanum. Ferðinni var vitanlega gerð góð skil á sam- félagsmiðlum eins og tíðkast nú til dags. Gaman var að fylgjast með ferðalaginu, hvað þetta var dýrmæt upplifun fyrir hann og upplifa alla þá góðvild sem Gunnar Steinn og fjölskylda hans naut í ferðinni. Við getum öll lært mikið af Gunnari Steini og hans lífsvið- horfum. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast honum og gerir okkur að betri mann- eskjum. Við kveðjum góðan dreng með trega, en einnig með þakklæti fyrir að hafa verið samferða Gunnari Steini á allt of stuttri lífsleið hans. Á þessari stundu er hugur okkar fyrst og fremst hjá Heiðu, Gulla, Evu og Bjarka – missir þeirra er mikill og þau kveðja nú yndislegan son og bróðir. Guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímum og blessuð sé minning Gunnars Steins. Gísli Þorsteinsson og fjölskylda. Gunnar Steinn er fallinn frá eftir erfiða baráttu við vægð- arlausan sjúkdóm. Þrátt fyrir erfið veikindi var Gunnar alltaf jákvæður og stutt í brosið, enda með beittan húmor og skemmti- lega kímnigáfu. Gunnar var ein- staklega ljúfur og fallegur drengur. Það var gott að um- gangast Gunnar og hafði hann góða nærveru, líka á sorgar- stundum. Þegar við komum í heimsókn í Drekakórinn var alltaf gaman að hitta Gunnar. Það kom fyrir að við spiluðum borðtennis eða skák og þrátt fyrir að vera rólegur og yfirveg- aður var keppnisskapið aldrei langt undan. Þetta eru góðar minningar sem gleymast ekki. Við verðum að trúa því að Gunnar sé kominn á betri stað og líði vel. Við minnumst hans ávallt með söknuði í hjarta, en líka þakklæti. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista með Gunnari og þiggja allt það góða sem hann hafði að gefa. Hann var einstakur. Gunnar og Kristín. Ég kynntist Gunnari Steini vini mínum í 2. bekk Hörðu- vallaskóla. Við vorum báðir ný- fluttir í Kórahverfið og þekktum fáa krakka í skólanum. Ég er einstaklega heppinn að hafa fengið að kynnast Gunnari því hann var mjög góður og traustur vinur. Hann var róleg- ur en gat alveg tekið þátt í fífla- ganginum með okkur strákun- um. Við áttum margt sameigin- legt. Við æfðum báðir golf, feng- um okkur páfagauka og síðar vespu. Tölvur voru eitt af áhugamálunum okkar og spil- uðum við oft tölvuleiki eða horfðum á bíómyndir eftir skóla. Þá fórum við líka í eldhúsið og brölluðum eitthvað í tilrauna- skyni. Gunnar var stundum slappur í sjötta bekk og ekki eins og hann var vanur að vera. Seinna kom í ljós að hann var orðinn veikur og gat ekki mætt í skól- ann nema að takmörkuðu leiti eftir það. Ég hef alltaf hitt Gunnar reglulega í gegnum veikindin og þegar ég hitti hann fyrir stuttu var hann hressari en oft áður og sagði mér brandara áður en ég fór heim. Ég er þakklátur fyrir að eiga þessa síðustu minningu um frábæran vin sem ég mun aldrei gleyma. Þinn vinur, Lárus Arnar. Miðvikudagurinn 27. apríl verður okkur skólafélögunum í tíunda bekk alltaf ofarlega í huga. Það sem hefði átt að vera hefðbundinn skóladagur breytt- ist fljótt í mikinn sorgardag. Snemma morguns var okkur til- kynnt að bekkjarfélagi okkar hefði tapað langri baráttu sinni við óvæginn sjúkdóm sinn. Þetta var okkur öllum afar erfið stund, ekkert okkar átti von á því að Gunnar Steinn, þessi mikla hetja, myndi tapa þessari baráttu. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Gunnari í gegn- um veikindin, hann var alltaf svo jákvæður og með mikið jafnaðargeð og þegar hann hitti okkur bar hann sig vel og ætlaði að sigrast á drekanum. Á árshá- tíðinni okkar í vor vonuðumst við til að Gunnar Steinn kæmi og væri með okkur. Við gerðum borða fyrir alla tíundubekkinga með einu lýsingarorði sem okk- ur fannst eiga við hvern ein- stakling fyrir sig. Gunnar Steinn var „Hetja 10. bekkjar“. Við gerðum einhvern veginn ráð fyrir því að Gunnar Steinn mundi á endanum ná bata og að við fengjum að útskrifast sam- an, fara saman í vorferð og svo í framhaldsskóla. Við kveðjum góðan strák og við sendum fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Elsku Gunnar Steinn, þú verður alltaf hetjan okkar. Hún Hrönn okkar samdi þetta ljóð til Gunnar Steins fyrir hönd 10. bekkjar Hörðuvallaskóla. Þú hetja berst við innri dreka, stolt við erum af þér. Styrkur þinn er kennimerki svo hver maður sér. Vor kæri vinur gangi þér vel. Fyrir hönd vina þinna úr 10. bekk Hörðuvallaskóla, Björg og Eva, umsjónar- kennarar 10. bekkjar. ✝ Ólafur Steph-ensen, jazz- píanisti og auglýsingamaður, fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1936. Hann lést 28. apríl 2016. Foreldrar hans voru Stephan Stephensen, kaup- maður í Verðanda og Ingibjörg Steph- ensen húsfreyja. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Klara Magnúsdóttir Steph- ensen og eignuðust þau fjögur börn: Díu Stephensen, f. 1968, Stephan Stephensen, f. 1971, Magnús Stephensen, f. 1972, og Óla Björn Stephensen, f. 1974. Barnabörnin eru sex talsins. Ólafur útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands 16. júní NATO í Reykjavik 1968 og stjórnandi sjónvarpsþáttar í Ríkissjónvarpinu. Hann var fyrsti Norðurlandakjörinn fé- lagi í Advertising Club of N.Y, fyrsti forseti JC Reykjavik og fyrsti alþjóðavaraforseti JC hreyfingarinnar, umsjón- armaður jazzþátta í ríkishljóð- varpinu, dómari í verðlauna- samkeppni bandarískra auglýsingamanna og virkur frí- múrari á Íslandi og í Portúgal. Hann var sæmdur heiðursmerki finnska Rauða krossins 1967. Ólafur stofnaði auglýsingastof- una ÓSA og síðar Gott fólk og var fyrsti kjörni formaður SÍA. Ólafur skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit um auglýsinga og markaðsmál og gaf út verkið Nýtt og betra árið 1987. Ólafur Stephensen gaf út þrjár jazz- plötur undir nafni Tríó Óla Steph, spilaði músík með fjöl- mörgum íslenskum og erlendum jazzböndum og var mikill áhugamaður um skylmingar. Útför Ólafs fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 6. maí 2016, klukkan 15. 1956 og stundaði síðar nám í almenn- ingstengslum við Columbia Univers- ity í New York auk náms í áróð- urstækni og mark- aðsfræðum. Hann úrskrifaðist árið 1962. Ólafur kom víða við á sínum ferli. Á námsárunum starf- aði hann fyrir NBC News og META kennslusjónvarpið. Hann flutti fréttapistla í útvarpi Sam- einuðu þjóðanna og hjá Voice of America auk þess sem hann starfaði fyrir AFRTS undir höf- undarnafninu Sonny Greco. Ólafur var framkvæmdastjóri Rauða Kross Íslands, jazzpían- isti í Harlem, í forsvari frétta- miðstöðvar ráðherrafundar Stystu leiðina til New York fór ég á aðeins tíu mínútum. Allt og sumt sem til þurfti var að fara í göngutúr upp á Þingholtsstræti 27 og hitta Óla Steph. Þetta var allur galdurinn. Ólafur vinur minn var sannur New Yorkari og svo líka heims- borgari. Hann þreyttist aldrei á að ræða um borgina og djassinn. Lýsingarnar voru svo lifandi að maður var einfaldlega kominn út fyrir landsteinana. Fyrstu kynni okkar Ólafs áttu sér stað á Mokka fyrir 25 árum. Ég áttaði mig strax á að hér hafði ég fundið sannt góðmenni og viskubrunn. Alla tíð síðan höf- um við hist reglulega og spjallað um allt og ekkert. Það sem var svo einstakt við Ólaf var að nærvera hans breytti gráum hversdagsleika Reykja- víkur í dynjandi stemningu heimsborgar. Skilningur hans á listum var einstakur, hvort sem var djass, klassík eða nútíma- músík. Ólafur var mikill smekk- maður á gjörsamlega allt, mat, drykk, fatnað og hvað eina sem maður kallar eftirsóknarverð gæði. Sannur séntilmaður. Við Hans Kristján Árnason nutum nærveru hans í þriggja manna félagsskap sem við nefndum M- klúbbinn. Læt lesendum um geta hvað M-ið stendur fyrir. Saman ferðuðumst við um Washington borg í fylgd Ólafs og virtum fyrir okkur helstu uppsprettur þess- arar miklu borgar. Ógleymanleg er minningin um heimsókn til þeirra sæmdarhjóna Jóns Bald- vins og Bryndísar. Þar var rætt um öll heimsins mál fram á nótt. Heimsókn á heimili þeirra Ólafs og Klöru var viðburður, hvort sem um var að ræða teboð eða kvöldverð. Gestrisnari, örlát- ari og glæsilegri hjón hef ég ekki fundið. Ólafur sem höfðinglegur húsbóndi og Klara sem sannur gestgjafi og gourmet-kokkur. Börn þeirra eru einnig sönn eftirmynd foreldra sinna. Við hjónin erum þeim óendanlega þakklát fyrir allar þær fjölmörgu og góðu stundir sem við nutum saman. Að lokum langar mig að þakka forsjóninni fyrir það mikla lán af hafa kynnst Ólafi Stephensen. Klöru og börnunum votta ég mína dýpstu samúð. Friðrik R. Jónsson. Ég minnist frænda míns, Óla Stef, fyrir margar góðar sam- verustundir, sem ná svo langt aftur í tímann að þar er að finna einhverjar mínar fyrstu bernskuminningar. Foreldrar okkar voru góðir vinir og ég man eftir mér mjög ungum með pabba í heimsókn í Verðandi, verslun Stephans, sem mér fannst mikið til koma. Enn minn- isverðari eru heimsóknir á Bjarkargötuna, þar sem Óli átti rafmagnsjárnbraut, sem var eitt af undrum veraldarinnar. Ekki er þó hægt að segja að við Óli höfum kynnst fyrr en löngu seinna á fullorðinsárunum. Sem barn og unglingur stóð ég eðli- lega í skugganum af Jóni, bróður mínum, sem var réttu ári yngri en Óli, en ég hins vegar fimm ár- um yngri en Jón. Á seinni árum kynntumst við Óli hins vegar vel og urðum vinir. Óli var einstaklega ljúfur mað- ur og skemmtilegur með kímni- gáfu sem ég kunni vel að meta. Við vorum aldrei í vandræðum með umræðuefni þegar við hitt- umst og öll samskipti okkar svo ánægjuleg að þau geymast með- al góðu minninganna. Í hugann koma myndir af Óla Stef með nikkuna sína við sundlaugina í Garðabæ. Þar hefur í mörg ár verið haldin fjölmenn sundlaug- armessa síðasta sunnudag í að- ventu með þátttöku presta Garðabæjar í predikun, bæna- haldi og söng. Og alltaf var Óli mættur til að spila undir ef hann gat mögulega komið því við. Í 25 ár hefur hópur tindil- fættra kvenna, sem kalla sig TBK, og makar þeirra stundað göngu- og skemmtiferðir vítt og breitt um landið sem og erlendis. Við Óli höfum verið svo heppnir að tilheyra þessum frábæra hópi og samverustundir okkar í þess- um ferðum eru svo sannarlega á meðal góðu minninganna. Á seinni árum dvaldi Óli lang- tímum saman í Portúgal. Ég gerði mér einu sinni ferð til að hitta hann þar, borða með hon- um hádegismat og rabba saman góðan part úr eftirmiðdegi. Það var góður dagur, skemmtilegur og eftirminnilegur. Margs fleira er að minnast á þessari kveðju- stundu. Góðar stundir á heimili þeirra Klöru í Garðabæ og í Þingholtunum, eða þá í unaðsreit þeirra í Lónsöræfum. Við Systa munum varðveita þessar góðu minningar og vott- um Klöru, börnunum og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúð. Þórður Ásgeirsson. Við Ólafur Stephensen kynnt- umst á Jazzhátíð Egilsstaða sumarið 1989. Það var djamm- sessjón, talið í blús í F-dúr og við píanóið sat þessi maður sem ég vissi að hafði verið auglýs- ingamógúll. Hann var með allt aðra nálgun á hljóðfærið en þeir píanistar sem ég hafði mest spil- að með og þegar kom að bas- sasólóinu þagði hann og spilaði ekki hljóma undir. Ég hafði varla lent í þessu áður, en þetta var frábært, oft höfðu mínar bassa- línur kafnað undir hljómaundir- leik píanós eða gítars. Við spjöll- uðum og ekki leið á löngu þar til hann var búinn að sjanghæja mig í samspil. Óli var besti hljómsveitarstjóri sem ég hef haft. Á áratugnum 1990 til 2000 rak hann tríó sitt með okkur Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara og reddaði sirka 7-800 djobbum, ekki bara á Ís- landi heldur kom hann okkur líka til framandi landa: Argent- ínu, Síle, Taílands, Malasíu og Grænlands auk hefðbundnari áfangastaða. Og gerði þrjár plöt- ur með okkur Mumma, sem var elstur okkar, frumherji í íslensk- um djasstrommuleik og með eitt feitasta og þykkasta burstasánd á sneril í Norðurálfu. Og sving- aði af urrandi krafti. Og Óli kunni að nota hrynsveitina, mig og Mumma, hann leyfði okkur að anda og hlóð ekki endalausum hljómum og nótum ofan á þann grunn sem við lögðum, heldur þagði stundum, enda ekki blað- urhneigður að eðlisfari. Þótt hann hefði stúderað áróðurs- tækni í námi sínu í New York var hann ekki lýðskrumari í tali eða tónum. Þar með er ekki sagt að hann hafi ekki nýtt sér eitt og eitt trikk þegar hann auglýsti tríóið. „Djass fyrir fólk sem hef- ur ekki gaman af djassi“ og fleiri ögrandi setningar sem gerðu mig hreintrúarmanninn misham- ingjusaman. En Óli rak sjoppuna og gerði það með bravúr. Það var gaman að spila með Óla og það var gaman að ferðast með honum og kjafta, hann var fynd- inn og skemmtilegur á afslapp- aðan máta. Þegar píanótríósára- tugurinn var á enda tók hann í ríkari mæli til við að skrifa, ekki síst eftir að hann flutti til Portú- gals þar sem hann bjó síðasta áratuginn. Oft einhvers konar smásögur byggðar á raunveru- legum atburðum. Nokkrar þess- ara sagna seldi hann nafntoguð- um blöðum og tímaritum í hinum enskumælandi heimi. Hann flutti heim frá Portúgal síðastliðið haust af heilsufarsástæðum og stefndi að því að búa í skjóli son- ar síns í New York í framhald- inu. Ég sagðist öfunda hann af því að geta farið á djassklúbbinn Village Vanguard á hverju kvöldi. En þótt hann væri bratt- ur á Landakoti fyrir nokkrum vikum og kominn með skrifborð var heilsan brothætt eins og kom á daginn. Ég næ ekki að heim- sækja hann í New York og fara með honum að hlusta á djass. En sennilega er hann bara farinn vestur, búinn að kíkja upp í Har- lem og á leið niður í Greenwich Village, upphugsandi eitthvert gott plott í næstu smásögu. Tómas R. Einarsson. Tríó Óla Steph spilar á Sólon Islandus í kvöld. Mætið tíman- lega því síðast komust fleiri að en vildu. Þessi tilkynning barst á öldum ljósvakans fyrir nokkrum árum og vakti verðskuldaða at- hygli. Tilkynninguna samdi Óli sjálfur og lýsir hún vel hvað hann hafði gott og ljúft skopskyn þessi góði drengur. Hann Óli var sannur vinur vina sinna, hann fór sér hægt en heilinn vann hratt. Við kynnt- umst þegar hann var einn af frumkvöðlum og stofnendum fyrstu auglýsingastofunnar í landinu og ég vann hjá Mogg- anum. Hann var viðskiptavinur í orðsins fyllstu merkingu. Vinátt- an var ávallt metin að verðleik- um og höfð að leiðarljósi á þess- um árum enda voru tryggð og traust forsenda viðskipta. Óli tók að sér verkefnisstjórn fyrir metnaðarfullar framtíðar- nefndir sem skipaðar voru af rík- isstjórn Íslands 1989 og 1991. Þar unnu ástríðufullir einstak- lingar saman að hugmyndum sem gætu komið sér vel fyrir land og þjóð. Þegar maður les þessar tillögur yfir í dag þegar vinur er kvaddur kemur í ljós að flest það sem lagt var til hefur orðið að veruleika og í raun hægt að nýta tillögurnar að mestu óbreyttar því enn á landið okkar gríðarleg tækifæri eins og glöggt má sjá allt í kringum okkur. Þetta sá Óli vel enda elskaði hann landið sitt. Það eru forréttindi að eignast vini á lífsleiðinni, þeir eru það sem lífið og tilveran snýst um. Óli var einn af þeim mönnum sem var gott að eiga stundir með. Hann hafði góða nærveru, blíður og léttur í lund undir öll- um kringumstæðum. Ávallt svo gott að eiga hann að sem vin þegar á móti blés en það gerist hjá okkur öllum þegar á bratt- ann er sótt. Þegar við Óli sóttum fundi kollega í New York hjá samtök- um markaðsfólks var gaman. Þar var hann á heimavelli og hafði miklar mætur á borginni og kynnti fyrir mér marga af leyndardómum hennar, enda þekkti hann þessa merku borg betur en flestir sem ég hef kynnst. Minningar þaðan munu lifa. Minningar um þennan merka snilling munu líka lifa. Hann var einstakur píanisti sem fór fingrum um nótnaborðið af mikilli tilfinningu og mýkt rétt eins og hann umgekkst lífið sjálft. Votta fjölskyldu Óla Steph mína dýpstu samúð um leið og ég kveð sannan vin. Takk fyrir allt það góða sem við deildum saman hérna megin. Baldvin. Nú er hálfrar aldar samferð okkar Óla Steph í djassinum lok- ið, ekki af minni hálfu heldur hans, því ég á vonandi lengi eftir að hlusta á skífurnar sem hann gaf út með tríóinu sínu maka- lausa, þar sem Tómas R. Ein- arsson sló bassann og Guð- mundur R. Einarsson trommurnar. Ég er ekki viss um að þessar skífur séu metnar að verðleikum og sú fyrsta, „Píanó, bassi og tromma“, sem kom út 1994, er íslensk djassklassík. Þar speglast allir verðleikar Óla, bæði sem manns og píanista, áreynslulaus sveifla, ljóðræn gáfa, þægilegheit og húmor. Hann sagði eitt sinn um frænda sinn Gunnar Ormslev: „Tónn Gunnars var einsog maðurinn, blíður og hæverskur.“ Sama má segja um Óla Steph og tónlist hans. Ég man fyrst eftir Óla á gull- öld Jazzklúbbs Reykjavíkur. Hann var með djassþætti í út- varpinu og fékk gesti klúbbsins gjarnan í heimsókn til að leika í þætti sínum. Þannig varðveittist spil Booker Ervins, Paul Bley og annarra snillinga með íslenskum djassleikurum. Óli var píanisti með hléum, um spilamennsku hans á árum áður heyrði maður góðar sögur, en sjálfur heyrði ég hann fyrst og fremst þessa nær tvo áratugi er hann lék með Tomma og Mumma R. Ég full- yrti hér að ofan að fyrstu skífu Ólafur Stephensen SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.