Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
Atvinnuauglýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Stefán Hrafn hdl.
lögg.fasteignasali í síma 535-1000/895-2049
Umsóknarfrestur er til 15. maí.
Lögfræðingar-
Viðskiptafræðingar
-Löggiltir fasteignasalar!
liðsheild. Okkur vantar duglegan og drífandi
starfsmann til að annast og halda utan um
reikningsfrágang, skjalafrágang og undirbúning
kaupsamninga. Mjög góð og vönduð vinnuaðstaða
í boði.
Æskilegteraðviðkomandi sé löggiltur fasteignasali
eða stefni á nám til löggildingar á næstunni.
Laun og önnur kjör eru samkomulag. Við erum
staðsett í Borgartúni 30 í Reykjavík.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingó kl. 13.30
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. kl. 8.30-16. Boccia með
Sigríði kl. 9.30-10.30. Innipútt opið kl. 11-12. Bingó með Lóu í dag kl.
13.10. Myndlist með Elsu kl. 13-17.
Bólstaðarhlíð 43 Fréttaklúbbur kl. 10.30 og Qigong kl. 13.20.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl.10.15.
Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, upplestur úr dagblöðum viku-
nnar kl.10, pílukast kl.11, slökun og hugleiðsla kl. 14.
Furugerði Handavinnustofa án leiðbeinanda opin kl. 8-16, morgun-
matur kl. 8.10-9.10, leikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Föstudagsfjör (boðið upp á ýmsa viðburði, spil, tónlist, kvikmyndir og
upplestur) kl. 14, kaffi kl. 14.30-15.30 og kvöldmatur kl. 18-19. Nánari
upplýsingar í síma 411-2740.
Garðabæ Vatnsleikfimi í Sjálandslaug kl. 8 og 8.50, félagsvist FEBG
kl.13, bíll frá Litlakoti kl.12.20 ef óskað er, frá Hleinum kl.12.30 frá
Garðatorgi 7 kl.12.40 og til baka að loknum spilum.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnuhópur,
sjálfbær kl. 9-12. Prjónakaffi 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20.
Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband m/ leiðbeinanda kl. 13-16.
Kóræfing, Gerðubergskór (Allir velkomnir) kl. 13.30-15.30.
Gjábakki Handavinna kl 9, boccia kl 9.10, gler- og postulínsmálun kl
9.30, eftirmiðdagsdans kl 14, seinasti tími eftirmiðdagsdans fyrir
sumar er 13. maí. Félagsvist kl 20.
Gullsmári Tiffanýgler kl. 9, leikfimi og ganga kl. 10, fluguhnýtingar
kl. 13, gleðigjafarnir kl. 14. Hárgreiðslustofa og Fótaaðgerðastofa á
staðnum. Allir velkomnir!
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9 – 12. Útskurður kl. 9, morgunleikfimi kl.
9.45, Boccia kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Hárgreiðslustofa s.
8218226. Snyrtistofa s. 6984938.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, handavinnuhópur kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45,
matur kl. 11.30. Spilað bridge kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.45. Við hringborðið kl. 8.50,Thai Chi
kl. 9, listasmiðjan kl. 9, boccia kl. 10.20, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir
velkomnir óháð aldri. Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimi kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug, Qigong með
Þóru Halldórsdóttir kl. 11 í Borgum, hannyrðahópur kl. 12.30 í
Borgum, Bridge kl. 12.30 í Borgum og hið rómaða vöfflukaffi í
Borgum frá kl. 14.30 til 15.30.Tréútskurður, leiðbeinandi Davíð
Guðbjartsson kl. 13 á Korpúlfsstöðum.
Lönguhlíð 3 13.00 frásagnarhópur kvenna, fróðleikur og spjall, 14.30
kaffiveitingar, 15.00 bíósýning á 3. hæð. Verið velkomin!
Norðurbrún 1 9.45 stólaleikfimi, 9-12 trésmiðja, 9-12 listasmiðja
m/leiðbeinanda, 10.15 Lesið upp úr dagblöðum, 11 bókmenntahópur,
14.00 Guðsþjónusta
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl.
13.30. Ath.Til þeirra sem skráðir eru í sameiginlega vorferð
félagsstarfsins og kirkjunnar þriðjudaginn 10. maí nk. þá leggur rútan
af stað frá Skólabraut kl. 9.00 með viðkomu við kirkjuna.
Sléttuvegur 11-13 Opið frá kl. 8.30-16, kaffi á könnunni kl. 8.30-
10.30, gönguhópur kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30-12.30, boccia kl. 13,
síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30, dagblöð og púsl til afþreyingar. allir vel-
komnir.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Qigong kl. 10.30 Leiðbeinandi Inga
Björk Sveinsdóttir - Dansað sunnudagskvöld kl. 20.00-23.00
Hljómsveit hússins leikur fjölbreytta dansmussik. Allir velkomnir.
Vesturgat 7 Fótaaðgerð kl. 9.00. Spænska –( framhald ) kl. 10.– 12.
Elba Altuna. Verslunarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.10 -14.00.
Þórðarsveigur 1-5 Föstudaginn 6. maí verður Bingó kl. 13.15 og
flottar veitingar á eftir. Þetta er síðasta bingóið fyrir sumarfrí svo
endilega komið og verið með.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Iðnaðarmenn
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
NÝKOMIÐ! Ótrúlega mjúkir og
þægilegir sumarskór úr leðri, fyrir
dömur og herra!
Gæði í gegn !
Teg: 734307 Stærðir: 36 - 42 Litur:
rautt. Verð: 13.750
Teg: 734307 Stærðir: 36 - 42 Litur:
svart. Verð: 13.750.-
Teg: 422201 Stærðir: 40 -45 Litur:
grátt. Verð: 16.950.-
Teg: 417305 Stærðir: 40 - 46 Litur:
svart. Verð: 15.500.-
Laugavegi 178
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Sendum um allt land
Erum á Facebook.
TILBOÐ TILBOÐ Dömuskór úr leðri,
stakar stærðir. Tilboðsverð: 2.900.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Bílar
Volvo XC90 7/2003.
Ekinn aðeins 154 þús. km. Diesel.
Leður. Lúga ofl lúxus. Flott eintak.
Þetta eru geysivinsælir bílar og sjást
lítið á sölum.
Verð: 2.650.000,-
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Gísli Maackfæddist í
Reykjavík 11.
mars 1953. Hann
lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við
Hringbraut 23.
apríl 2016.
Foreldrar hans
voru Aðalsteinn P.
Maack, f. 17. nóv-
ember 1919, d. 24.
janúar 2009, og Jarþrúður
Þórhallsdóttir Maack, f. 8. maí
1920, d. 11. ágúst 1993. Systk-
ini Gísla eru Aðalheiður Ma-
ack, f. 5. september 1944, Pét-
ur Andreas Maack, f. 21.
febrúar 1949, Þórhallur Ma-
ack, f. 27. september 1950, og
Sigríður Maack, f. 8. nóv-
ember 1963.
Gísli kvæntist 16. júní 1973
Kristbjörgu Áslaugsdóttur, f.
18. september 1951. Börn
þeirra eru: 1) Sigríður Ása
Maack læknir, f. 15. ágúst
1972, gift Róberti Marvin
Gíslasyni tölvunarfræðingi.
Börn þeirra eru Ísabella Ró-
bertsdóttir, f. 29. maí 2010, og
Ólíver Leó Róbertsson, f. 15.
júlí 2012. Börn Róberts úr
fyrra sambandi eru Perla Sól-
ey, f. 5. maí 2000, og Róbert
Dagur, f. 26. maí 2005. 2) Árni
Pétur Maack forritari, f. 19.
júlí 1978, kvæntur Jasmínu
Chow Maack verkfræðingi og
sonur þeirra er Emil Kyan
Maack, f. 21. júlí 2010. Gísli
og Kristbjörg skildu 1996 eftir
23 ára hjónaband. Gísli var
kvæntur Margréti Svaf-
arsdóttur frá 2003 til 2009.
Dætur hennar eru Halla Sig-
rún og Hildur Arna Hjart-
ardætur.
Gísli hóf skólagöngu í
Breiðagerðisskóla og svo Rétt-
arholtsskóla. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1973 og nam
við viðskiptadeild Háskóla Ís-
lands 1973–75. Síðar sat hann
námskeið til löggildingar í
fasteigna- og
skipasölu 1991–
1993, námskeið
löggildingar verð-
bréfamiðlunar
1993–1994 og svo
verðbréfa- og
tryggingamiðl-
unarnámskeið hjá
Chartered Ins-
urance Institution
London árið 1995.
Hann lauk IPMA-
námskeiði í verkefnastjórn við
Háskóla Íslands árið 2010.
Gísli var skrifstofustjóri
Ferðamiðstöðvarinnar 1975–
1979 og starfaði á Endurskoð-
unarskrifstofu Hjartar Péturs-
sonar 1979–1982. 1982–1986
starfaði hann hjá Arnarflugi
hf. sem stöðvarstjóri á Kefla-
víkurflugvelli, og síðar í Líbíu,
og verkefnastjóri fyrir leigu-
flug í Sádí-Arabíu. Hann var
fjármálastjóri Kreditkorta sf.
1984–1985, framkvæmdastjóri
hjá Gunnari Ásgeirssyni hf.
1986–1988 og síðar hjá Velti
hf., Von Veritas Vesterborg í
Danmörku og Ólafi Laufdal
frá 1990–1991. Eftir það rak
hann ráðgjafarþjónustu þar
sem hann annaðist verkefni
fyrir fjölda fyrirtækja um víð-
an heim, m.a. Sameind hf.,
Aero North Inc. Seattle,
Bandaríkjunum, Aviaservices
Ltd., Bretlandi, og ANI Group
Holdings Ltd., Indónesíu. Auk
þess vann hann á Óðali fast-
eignasölu 1994–1996 og rak
FÍB Tryggingar 1994–1998.
Árin 2011–2012 vann hann á
Grand Hótel þar sem hann
meðal annars vann að Svans-
vottun hótelsins og uppsetn-
ingu græns bókhalds. Frá
árinu 2012 vann hann sem
skrifstofustjóri Lögmanna
Laugardal hjá Birni Þorra
Viktorssyni, hæstaréttarlög-
manni.
Útför Gísla fer fram frá
Guðríðarkirkju í Grafarholti í
dag, 6. maí 2016, klukkan 15.
Í dag kveðjum við heiðurs-
manninn Gísla Maack. Það var
á árinu 2012 sem leiðir okkar
lágu saman, er hann réð sig
sem skrifstofustjóra til okkar.
Fljótlega kom í ljós að Gísli
batt bagga sína ekki sömu
hnútum og aðrir, hann var afar
hreinskiptinn, staðfastur og ná-
kvæmur og bjó yfir mikilli
reynslu og þekkingu á hinum
ýmsu sviðum. Með okkur tókst
góður vinskapur, sem náði
langt út fyrir hin daglegu störf.
Gísli hafði sótt nám og öðlast
réttindi sem verðbréfamiðlari
og fasteignasali og verið með
mikil mannaforráð hjá stórum
fyrirtækjum bæði hér heima og
erlendis. Hann hafði auk þess
menntað sig sérstaklega m.a. í
bókhaldi og verk- og verkefna-
stjórnun. Þessi mikla þekking
hans og reynsla átti eftir að
nýtast okkur vel. Gísli hafði
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og gaf ekki auðveld-
lega eftir. Hann hafði gaman af
rökræðum og gagnrýnni hugs-
un og skoðaði hlutina úr fleiri
en einni átt. Gísli sótti AA
fundi, en hann háði á sínum
tíma baráttu við Bakkus og átti
marga góða vini úr þeim hópi.
Hann hafði í gegnum þá vinnu
öðlast afar þroskaða lífssýn og
áttað sig á því um hvað lífsgæði
raunverulega snúast.
Gísli var í seinni tíð sérstak-
ur áhugamaður um velferð
barna sinna og afkomenda og
var afar stoltur af fjölskyld-
unni. Hann hafði gefið ætt-
menni sínu annað nýrað fyrir
nokkrum árum og það var við
reglubundið eftirlit vegna þess
fyrir rúmu ári sem ákveðið var
að senda hann einnig í rist-
ilskoðun. Þrátt fyrir að hafa
verið einkennalaus var hann
kominn með krabbamein sem
ekki fékkst við ráðið. Fréttun-
um tók hann af miklu æðru-
leysi, staðfastur og yfirvegaður
allt til enda. Það var lærdóms-
ríkt fyrir mig að fylgjast með
Gísla þann tíma sem í hönd fór.
Þrátt fyrir að hann væri á köfl-
um mikið veikur vegna með-
ferða og lyfjagjafa var hugur-
inn alltaf í skipulagningu og
áætlanagerð. Gísli lét ekki reka
á reiðanum þrátt fyrir að ljóst
væri í hvað stefndi, heldur tók
hann til hendinni á ýmsum
sviðum og kom hlutum í það
horf sem hann vildi. Hann
mætti á skrifstofuna svo lengi
sem stætt var og lagði mikið
upp úr því að koma nýjum
manni inn í störf sín og starfs-
aðferðir. Þá hvatti hann okkur
alla yngri mennina á hæðinni til
að fara í skoðun og láta fylgjast
með okkur. Þegar við hittumst
í Álfkonuhvarfinu fyrir nokkru
yfir kaffibolla og súkkulaði
sagði hann alvörugefinn með
blik í augunum að sér liði vel.
Hann væri búinn að ræða við
alla þá sem hann hefði þurft að
biðja afsökunar á framkomu
sinni á lífsgöngunni og hann
væri sáttur. Hann var jákvæð-
ur, fannst margt benda til að
bjartir tímar væru fram undan
á Íslandi og svei mér ef hann
hældi ekki einstaka stjórnmála-
mönnum, sem áttu því ekki að
venjast að fá slík ummæli frá
Gísla. Gísli Maack er einn af
þeim mönnum sem hafa gert
mann ríkari fyrir það eitt að
hafa kynnst þeim. Fyrir það er
ég þakklátur og hrærður. Um
leið og ég þakka fyrir sam-
starfið og samfylgdina sendi ég
fjölskyldunni samúðarkveðjur.
F.h. Lögmanna Laugardal
og Fasteignasölunnar Miðborg-
ar,
Björn Þorri Viktorsson.
Gísli Maack