Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. „Það er ekkert að óttast“
2. Íslenskur karlmaður eignast barn
3. „Forseti standi utan fylkinga“
4. Dorrit sendir frá sér yfirlýsingu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Laser Life, raftónlistarhliðarsjálf
tónlistarmannsins Breka Steins
Mánasonar, gefur út sína fyrstu
plötu, sem heitir Polyhedron. Mun
Laser Life fagna útgáfunni með því
að leika plötuna í heild sinni á tón-
leikum í Mengi í kvöld kl. 21. Á þeim
verður flutt vídeóverk og tónlistar-
maðurinn Birkir Snær Mánason mun
sjá um bassaleik.
Platan var gerð með hljóðgervlum
og hljóðsmölum eins og finna má í
gamaldags tölvuleikjatónlist og „lo-
fi“ raftónlist níunda áratugarins en
stefna plötunnar spannar víðan völl
og heyra má þar áhrif frá pönki, síð-
rokki og „drum n’ bass“ tónlist, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Laser Life fagnar út-
gáfu fyrstu plötu
Hinn árlegi sumarfagnaður
Kringlukrárinnar verður um helgina
og eins og undanfarin ár mun hljóm-
sveitin Gullkistan leika fyrir gesti, í
kvöld og annað kvöld. Gullkistan flyt-
ur þekkt lög frá blómatímabilinu, lög
eftir Bítlana, Rolling Stones, Kinks
o.fl. og verða Hljómalögin í hávegum
höfð enda eru í hljómsveitinni þeir
Gunnar Þórðarson úr Hljómum, Ás-
geir Óskarsson úr
Stuðmönnum, Jón
Ólafsson úr Pelí-
kan og Óttar Fel-
ix Hauksson úr
Pops. Dansinn
mun duna
fram eftir
nóttu.
Gullkistan fagnar
sumri á Kringlukrá
Á laugardag Norðlæg átt 3-10 m/s og dálítil él eða slydduél norð-
anlands einkum fyrri hluta dags en að mestu bjart syðra með lík-
um á stöku síðdegisskúrum. Hiti 2 til 11 stig, mildast suðvestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-13 m/s og víða rigning eða
slydda en yfirleitt þurrt syðst. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast
suðastantil en sums staðar næturfrost.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Breiðabliks
eru „meistarar meistar-
anna“ eftir sigur á bikar-
meisturum Stjörnunnar í ár-
legum leik milli Íslands- og
bikarmeistara síðustu leik-
tíðar í kvennaflokki. Marka-
laust var að loknum venju-
legum leiktíma en Breiðablik
hafði betur í vítaspyrnu-
keppni, 4:3. Leikurinn fór
fram á Samsung-vellinum í
Garðabæ við fremur erfiðar
aðstæður. » 1
Vítakeppni í
Garðabænum
„Við erum að vonast til að geta barist
um gullverðlaunin í liðakeppninni, á
góðum degi,“ segir Sandra Dögg
Árnadóttir, annar þjálfara kvenna- og
stúlknalandsliðsins í áhaldafim-
leikum en
Norðurlanda-
mótið í grein-
inni fer fram í
Laugardalnum í
Reykjavík um
helgina. Ísland gæti
þar eignast Norður-
landameistara ein-
staklinga í þriðja skipt-
ið í sögunni. »3
Vonast til að berjast
um gull í liðakeppninni
Verða það Keflavík, Leiknir úr
Reykjavík og KA sem berjast um
tvö sæti í úrvalsdeild karla í
knattspyrnu í ár? Eða geta Fram,
Grindavík og Þór blandað sér í
þann slag? Þrjú Austfjarðalið eru
í deildinni í ár en verða þau öll í
fallbaráttunni? Fjallað er ítarlega
um 1. deildina í blaðinu í dag en
keppni þar hefst í kvöld. »4
Þriggja liða barátta
í fyrstu deild karla?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skákin verður allsráðandi í Ráðhús-
inu í Reykjavík í dag og á morgun og
þar verður Hrafn Jökulsson sér-
staklega í sviðsljósinu. Hann ætlar að
tefla skákmaraþon frá klukkan níu að
morgni til miðnættis báða dagana og
safna framlögum og áheitum sem
renna óskert til Fatimusjóðs og
UNICEF á Íslandi til styrktar sýr-
lenskum flóttabörnum í neyð.
„Ég fæ til mín áskorendur af öllum
stærðum og gerðum, allt frá skák-
meisturum og undrabörnum til fólks
sem hefur jafnvel ekki gripið í tafl
áratugum saman,“ segir Hrafn og
leggur áherslu á að skákkunnátta og
styrkleiki sé aukaatriði í þessum
hraðskákum. „Ég ætla að tefla í 30
klukkustundir, ef guð lofar, og vona
að sem flestir, sem vilja leggja mál-
staðnum lið, láti sjá sig við taflborð-
ið.“
Stefnir á 200 skákir
Hrafn segir að markmiðið sé að ná
200 skákum. Leitað hefur verið eftir
áheitum til fyrirtækja og hafa nokk-
ur þegar tekið áskoruninni. „Ástæða
er til að ætla að þetta verði árangurs-
ríkt og skemmtilegt og veki einnig
athygli fólks á þessu hörmulega
stríði og ástandi, sem margir eru
orðnir frekar ónæmir fyrir eftir fimm
ára stríð og stöðugar fréttir sem ekki
virðist sjá fyrir endann á.“
Meðan á maraþoninu stendur
verður myndasýning úr sýrlenskum
flóttamannabúðum og af starfi UNI-
CEF á vettvangi. Auk þess troða
ýmsir listamenn upp, þar á meðal
Ragnheiður Gröndal söngkona,
Jóhannes Kristjánsson eftirherma,
barnakór úr Langholtskirkju og
fleiri. „Við ætlum að gera þetta að
skemmtilegum og gleðilegum
viðburði, þó tilefnið sé alvarlegt,“
segir Hrafn en Skákfélagið Hrók-
urinn og Skákakademía Reykjavíkur
standa að uppákomunni í samvinnu
við Fatimusjóð og UNICEF.
Ástríða Hrafns fyrir skákíþrótt-
inni hefur vart farið framhjá nokkr-
um manni hérlendis og víðar. „Við í
Hróknum höfum lært það í gegnum
árin í starfi okkar á Íslandi, Græn-
landi og víðar, að skákin er stórkost-
legt verkfæri sem er hægt að nota til
góðs á svo margan hátt,“ segir hann.
Bendir Hrafn í því sambandi á að all-
ir geti teflt, skákin sé alþjóðlegt
tungumál og söfnunin sé í anda kjör-
orða Alþjóðaskáksambandsins,
FIDE: Við erum ein fjölskylda.
Reikningsnúmer Fatimusjóðsins
er 0512-04-250461 og kennitala
680808-0580. Eins má senda beint á
UNICEF með því að senda sms-ið
STOPP í númerið 1900 (1.900 kr.).
Ætlar að tefla í 30 stundir
Söfnun til
styrktar sýr-
lenskum flótta-
börnum í neyð
Áhugi Hrafn Jökulsson efndi til skákmaraþons í Hörpu í fyrra og þá voru mótherjarnir á öllum aldri.
Skák Kristín Anna Eggertsdóttir Claessen, fædd 1926, tefldi við Hrafn í
Hörpu í fyrra og hefur boðað komu sína í Ráðhúsið um helgina.