Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
✝ Gunnar SteinnGuðlaugsson
fæddist í Reykja-
vík 4. október
2000. Hann lést á
Barnaspítala
Hringsins 26. apríl
2016.
Foreldrar hans
eru Aðalheiður
Þorsteinsdóttir, f.
15.júní 1974, og
Guðlaugur Jón
Gunnarsson, f. 5. nóvember
1972 í Reykjavík. Systkini Að-
alheiðar eru Gísli, f. 27.1. 1971,
Gunnar, f. 22.5. 1975, og Guð-
björg, f. 24.6. 1977. Foreldrar
Þorsteinn Gíslason, f. 11.1.
1943, og Sigríður Gunn-
arsdóttir, f. 24.3. 1946. Systkini
Gunnar í Hörðuvallaskóla þar
til hann veiktist 11 ára gamall.
Gunnar var mikill áhuga-
maður um flug og átti þann
draum að verða flugmaður.
Hann hafði mikinn áhuga á
ferðalögum, fara á fjarlæga
staði og sjá ný lönd, nýjar
borgir. Hann hafði komið víða,
t.d. New York, Flórída, sigl-
ingu til Bahama, Danmerkur,
Finnlands, Spánar og Hollands.
Síðasta utanlandsferð hans var
til London sem hann fékk að
gjöf frá mörgum velviljuðum
og vel hugsandi þar sem hann
fékk að fylgja uppáhalds-
knattspyrnuliði sínu, sem var
Arsenal. Gunnar stundaði
knattspyrnu, körfubolta, skíði
og golf og var mjög áhuga-
samur um golfið en varð að
hætta þegar veikindi hans
komu í ljós.
Útför Gunnars Steins fer
fram frá Lindakirkju í Kópa-
vogi í dag, 6. maí 2016, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Guðlaugs eru
Bryndís Mjöll, f.
24.11. 1969, og
Bjarni Bogi, f. 4.8.
1979. Foreldrar
Gunnar Örn Jóns-
son, f. 29.10. 1944,
og Jenna Kristín
Bogadóttir, f. 5.3.
1947. Systkini
Gunnars Steins eru
Eva Björg, f. 6.2.
1994, og Bjarki
Steinn, f. 4.1. 2008. Maki Evu
Bjargar er Aðalsteinn Emil
Aðalsteinsson, f. 3.2. 1994.
Fyrstu skólaár Gunnars voru
í Lágafellskóla í Mosfellsbæ og
bjó fjölskyldan þá í Spóahöfða
2, síðar fluttu þau í Drekakór
6, Kópavogi. Eftir það gekk
Nú er komið að kveðjustund,
elsku yndislegi drengurinn okk-
ar. Við erum óendanlega þakk-
lát fyrir tímann sem við fengum
með þér. Þú varst einstaklega
ljúfur, fallegur og greindur
drengur. Þú kenndir okkur svo
margt, þú tókst á veikindum
þínum af yfirvegun og æðru-
leysi. Aldrei barmaðir þú þér og
ef þú varst spurður hvernig þér
liði var svar þitt ávallt „ég er
fínn“ eða „það er ekkert að
mér“ og svo kom bros.
Allar þær góðu minningar
sem við eigum um þig geymum
við í brostnum hjörtum okkar
þar til að við hittum þig aftur á
betri stað.
Við erum þakklát og stolt að
hafa verið foreldrar þínir, elsku
Gunnar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Kveðja, mamma og pabbi.
Elsku fallegi litli bróðir með
þín fallegu bláu augu. Augun
þín sem sýndu einlægnina og
sakleysið þitt. Þú varst undra-
barn og svo góður við alla.
Mamma sagði við mig að tím-
inn þarna uppi væri afstæður og
trúi ég því vel. Fimmtíu ár hér
geta verið vika eða jafnvel sól-
arhringur hjá þér. Einn daginn
mun ég koma til þín og við get-
um leikið okkur saman eins og
við gerðum best.
Á hverjum degi vorum við
samferða heim eftir skóla og
áttum þá allan daginn í að leika
úti með vatnsblöðrur og fót-
bolta, tína skeljar og stundum
kríta stéttina til að taka vel á
móti mömmu og pabba þegar
þau komu heim. Pabbi smíðaði
einn flottasta kassabíl sem
nokkur krakki hefur átt og vor-
um við svo montin af honum og
keyrðum hann út um allar triss-
ur og niður alla hóla í Mosfells-
bænum.
Þú varst einstakur bróðir og
minn besti vinur. Hvert sem ég
fór, þar varst þú, og hvar sem
þú varst, þar var ég. Við vorum
svo samrýnd og ólíkt öðrum
systkinum rifumst við aldrei,
ætli við höfum ekki verið að
njóta tímans sem við höfðum
saman.
Þú kenndir mér svo margt
sem ég mun alla tíð eiga. Ég er
svo óendanlega þakklát að hafa
átt þig að. Minning þín mun lifa.
Þín systir,
Eva Björg.
„Drottinn þú varst hjá okkur
þegar líf okkar kviknaði í móð-
urlífi, vertu hjá okkur við ævi-
lok.“ Amen.
Á fyrsta degi lífs þíns hitti ég
þig, elsku hjartað mitt, það var
erfitt fyrir þig að koma inn í
þennan heim, það þurfti að nota
þau tæki sem læknar ráða yfir
til að toga þig til okkar sem bið-
um full væntingar um þig. Fal-
legur og fullkominn varstu.
Við afi fengum að kynnast
þér svo vel og eyða með þér
mörgum stundum, fengum að
taka þátt í stóru dögunum þín-
um, skírnin, afmælin eitt af
öðru, jólin, fermingin þín, skíða-
ferðir, utanlandsferðir, við feng-
um að deila með þér gleði og
sorgarstundum. Á síðasta degi
lífs þíns fengum við einnig að
fylgja þér. Allt frá þinni fyrstu
stundu til þinnar hinstu varstu
okkur uppspretta gleði og djúps
þakklætis.
Gunnar Steinn var 11 ára
þegar hann mætti grimmdarleg-
um örlögum sínum. Veikindi
hans heimtuðu allt af honum,
síðast líf hans. Við áttum von og
trú um bata lengi en áföllin end-
urtóku sig, að lokum sofnaði
þreyttur, ljúfur drengur í örm-
um fjölskyldu sinnar inn í annan
heim.
„Því þín vegna býður hann út
englum sínum til að gæta þín á
öllum vegum þínum.“ Sálm.
91,11.
Hann sýndi með lífi sínu ást
og umhyggju fyrir fólkinu sínu.
Kvartaði aldrei, þótt þjáningin
væri hlutskipti hans. Hjarta-
hreinn var hann, æðrulaus, þol-
góður, ávallt prúður, hæglátur,
þó mikill húmoristi. Skaut oft að
okkur hnyttni þannig hlegið var
dátt. Hann var í alla staði sonur
sem hvert foreldri hefði verið
stolt af.
Lítill drengur, vel gefinn,
skemmtilegur og fallegur er
skyndilega sviptur framtíðinni.
Hvar var Guð þegar við þörfn-
uðumst hans?
Guð svaraði bænum okkar
með nærveru sinni, hann gaf
styrk þegar á þurfti að halda.
Þakklætið fyrir hann stendur
upp úr. Sorgin og söknuðurinn
nístir hjörtum en þakklætið
sprettur fyrir líf hans, fyrir það
hver hann var, svo heilsteyptur
og æðrulaus.
Við erum mörg sem elskum
Gunnar Stein, frændgarðurinn
er stór, við syrgjum hann öll.
Elskulega Eva stóra systir,
hún og Gunni áttu sérstakt kær-
leikssamband, Alli var honum
sem bróðir og Bjarki, litli bróð-
ir, sýndi Gunna umhyggju og
tillitssemi.
Foreldrarnir lögðu allt í söl-
urnar fyrir soninn sinn, en allt
kom fyrir ekki. Við erum stolt
af þeim hve vel þau tóku á
þessu erfiða hlutskipti sínu og
hversu dásamlegir foreldrar þau
voru barni sínu. Pabbi hans
mætti honum með uppörvun og
húmor. Mamma hans helgaði sig
umönnun hans, það varð hennar
hlutverk í þessi ár og var fallegt
að horfa á þeirra nána samband
sem varð æ sterkara eftir því
sem tíminn leið.
„Á grænum grundum lætur
hann mig hvílast,“ þessi orð úr
23. Davíðssálmi veita huggun
nú.
Já, nú hvílist þú, elskulegi
góði drengurinn okkar.
„Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi-
daga mína, og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.“
Við trúum að Gunnar hvílist
nú í húsi Drottins. Í hjörtum
okkar og huga lifir hann áfram
með okkur dag hvern um ókom-
in ár. Blessuð veri minning
hans.
Amma Jenna Kristín
og afi Gunnar Örn.
Það tekur okkur afar sárt að
horfa á eftir barnabarni okkar,
Gunnari Steini, eftir nokkurra
ára hetjulega baráttu við illvígt
mein. Gunnar Steinn gekk í
gegnum langa og stranga lækn-
ismeðferð og tókst á við þrautir
sínar af miklu æðruleysi, sem
var einstakt í ljósi ungs aldurs.
Aldrei kvartaði hann þrátt fyrir
þær þungu byrðar sem á hann
voru lagðar, heldur var upplits-
djarfur og veitti um leið fjöl-
skyldu sinni aukinn styrk á
þessum erfiðum tímum. Allt
kom þó fyrir ekki og á endanum
var heilsan á þrotum og fjöl-
skylda og ættingjar Gunnar
Steins misstu frá sér góðan
dreng.
Eftir sitja minningar, falleg-
ar minningar sem ekki er hægt
að taka frá okkur. Af þeim er af
nægu að taka, enda var Gunnar
Steinn tíður gestur í Vestur-
bergi, einkum á sínum yngri ár-
um. Eins og oft háttar með
ömmur og afa voru við fengin
til þess að sækja hann í leik-
skóla og skóla á meðan foreldr-
arnir voru í vinnu. Hann þótti
heldur fámáll þegar inn var
kominn, en þótti gott að setjast
inn í stofu og horfa á nokkrar
teiknimyndir, sem afa hans
þótti alls ekki slæmur kostur,
þangað til mamma hans kom og
sótti hann.
En Gunnar Steinn var langt
frá því að vilja sitja tímunum
saman aðgerðalaus og stara á
sjónvarpið, þrátt fyrir að deila
smekk afa síns hvað teikni-
myndir varðar. Hann var iðinn
og atorkusamur með afbrigðum
þegar heilsan leyfði á yngri
árum. Einkum var hann áhuga-
samur um silungsveiði, mótor-
kross, fótbolta og golf, sem
hann stundaði hjá GKG um
tíma. Eflaust hefði hann skarað
fram úr í öllum þessum grein-
um ef hann hefði fengið tæki-
færi til þess.
Hvíl í friði, elsku vinur, og
takk fyrir samfylgdina.
Þín amma og afi,
Þorsteinn og Sigríður.
Það var með trega og sökn-
uði sem við fjölskyldan sett-
umst niður til að rifja upp
minningar um Gunnar Stein,
frænda okkar og vin. Fljótlega
náðu þó frábærar endurminn-
ingar, virðing og þakklæti fyrir
að hafa kynnst Gunnari yfir-
höndinni. Við töluðum um minn-
ingar sem tengjast uppeldi og
ótal stundir í Deildarásnum í
pottinum, í Skorradal, í
Orlando, Finnlandi, Sviss, New
York og Danmörku.
Persónuleiki Gunnars Steins
var einstakur. Hann var sann-
gjarn, skemmtilegur, þolinmóð-
ur og ekki frekur, að ekki sé nú
minnst á hvað hann var sætur
og góður með fallegu bláu aug-
un sín. Með áhuga sínum á mót-
orhjólum og flugi dró hann með
sér félaga og vini í spjall og til-
raunir. Þegar kom að hlutum
sem hann átti var hann
óhræddur að leyfa öðrum að
prófa og var vinur í raun. Hann
öðlaðist virðingu og ábyrgðar-
kennd gagnvart dýrum, hvort
sem var með fugla og fuglsunga
eða hunda.
Síðustu árin þegar Gunnar
Steinn barðist við veikindi voru
persónueinkenni hans sérstak-
lega áberandi. Þvílíkur húmor-
isti sem nýtti tækifærin á
slunginn hátt til að stríða á sinn
hátt og beindist það þá jafnan
að Gulla, afa Gunna eða öðrum
úr fjölskyldunni sem áttu þá
jafnan fá svör. Æðruleysi hans
og hæverska var með ólíkindum
og hann kvartaði aldrei. Það var
alltaf gaman að hitta Gunnar
Stein.
Þegar barn eða unglingur
veikist er það óraunverulegt og
ósanngjarnt. Baráttan stóð í
langan tíma og alltaf virtist vera
von. Gunnar Steinn var algjör
hetja sem horfði alltaf fram á
veginn og vildi endilega mæta í
útskriftir, skírnir og fleira sem
var að gerast hjá fjölskyldunni.
Það gladdi okkur ósegjanlega
þegar hann mætti ásamt fjöl-
skyldunni í útskriftina hennar
Jennu síðasta vor, nýbúinn að fá
mjög vondar fréttir, svo slæmar
að við vorum að hugsa um að
fresta veislu. Hann mætti með
bros á vör með sínu fólki, það
sem hann gladdi okkur. Þvílíkur
styrkur. Hann vildi fagna með
frænku sinni og svo var hann
svo frændrækinn eins og pabbi
sinn, langaði að koma og hitta
stórfjölskylduna sína. Við þökk-
um fyrir þetta. Að horfa á vin
sinn og frænda í baráttu er ekki
hluti af daglegu lífi og reynir á
ýmsar tilfinningar og hegðun.
Nú þegar við stöndum
frammi fyrir því að kveðja
Gunnar Stein standa eftir ein-
stakar og góðar minningar,
slæmar minningar um sjúkdóm
en einnig fullvissa fyrir því að
nú er Gunnar kominn til Guðs.
Við finnum til með Gulla, Heiðu,
Evu, Bjarka Steini og ömmu og
afa. Við munum sakna Gunnars
Steins en góðar minningar
standa eftir og þakklæti fyrir
samveruna. Við munum aldrei
gleyma honum.
Fjölskyldan Asparhvarfi 20,
Bryndís Mjöll, Guðmundur,
Jenna Björk, Skorri Hrafn,
Sunna Magný, Karítas Elín
og Gunnar Óli.
Elsku Gunnar minn, nú er
tími þinn hjá okkur á enda. Þú
barðist til síðustu stundar og
ávallt tókst þú á við sjúkdóminn
af miklu æðruleysi. Sterkari
dreng þekki ég ekki og mun ef-
laust aldrei kynnast. Þú skilur
eftir stórt tómarúm í hjarta
mínu, nú þegar þú ert farinn.
Ég kynntist Gunnari Steini
daginn sem hann fæddist. Það
var mikil gleði að eignast lítinn
frænda, svo fallegan með sín
stóru bláu augu. Það var gaman
að fylgjast með þér fyrstu árin
þín í Spóahöfðanum. Ég man vel
eftir einni helgi sem við áttum
saman. Foreldrar þínir og systir
fóru til útlanda og það kom í
hlut stóru frænku að passa þig.
Ég man að ég var pínu stressuð
að þurfa að sjá um 6 ára gutta.
Þú varst mikill aðdáandi Lata-
bæjar á þeim tíma og við náðum
að tengjast vel því það var ný-
komin út Latabæjarbók og þar
átti að leysa ýmis verkefni og
safna orkustigum. Við eyddum
því helginni að telja ofan í þig
vatnsglösin og grænmetið og
merkja við.
Árið 2008 fluttir þú svo í
Kópavoginn og eignaðist lítinn
bróður. Þú varst svo efnilegur
drengur, ákaflega vel gefinn.
Lífið gekk sinn vanagang þar til
dag einn í byrjun júní árið 2012.
Þú veiktist og varst í framhald-
inu greindur með krabbamein.
Viku síðar varstu kominn í að-
gerð þar sem reynt var að fjar-
lægja meinið. Ekki orðinn 12
ára gamall og farin í átta
klukkutíma aðgerð. Þetta voru
mjög erfiðir tímar. Þú stóðst þig
eins og hetja eins og alltaf. Í
framhaldi af aðgerðinni tóku við
sex erfiðar vikur þar sem þú
þurftir að fara í geislameðferð.
Eftir geislameðferðina tók svo
ein lyfjameðferðin við af ann-
arri. Inn á milli þurftir þú svo
að fara í myndatökur þar sem
þú þurftir að liggja kyrr í tæpan
klukkutíma í senn. Aldrei heyrð-
ust neinar kvartanir frá þér. Líf
þitt þessi fjögur síðustu ár voru
ekki auðveld en þú stóðst þig
eins og hetja og sýndir þvílíkan
kraft.
Þú áttir marga góða að og
allir voru tilbúnir að aðstoða eða
reyna að gera eitthvað fyrir þig.
En núna er komið að leiðarenda
og ég er svo glöð að hafa getað
átt stutta stund með þér og
mömmu þinni í vikunni áður en
þú lést. Þú varst alltaf með
húmorinn tilbúinn. Ég sagði þér
að ég þyrfti að fara á fund en ég
hefði sagt viðkomandi að ég ætti
stefnumót sem var mikilvægara
og þyrfti að færa fundinn. „Ha,
stefnumót með frænda þínum,
er það ekki eitthvað skrítið,“ og
svo brostir þú svo fallega til
mín. Núna sit ég og spyr mig af
hverju ég eyddi ekki meiri tíma
með þér á meðan það var hægt.
En maður var fastur í hvers-
dagsleika lífsins. Alltaf einhverj-
ar leikskólapestir heima og því
vildi ég ekki bera smit til ykkar.
En Gunnar, ég get sagt þér það
að ég hugsaði til þín allan tím-
ann, það leið aldrei sá dagur
sem ég var ekki að hugsa til þín.
Ég mun aldrei gleyma hug-
rakka litla frænda mínum sem
nú er farinn frá okkur.
Elsku Heiða, Gulli, Eva og
Bjarki, guð veiti ykkur styrk og
æðruleysi á þessum sorgartím-
um. Ég kveð þig í bili, elsku
frændi minn. Einlægar samúð-
arkveðjur frá fjölskyldunni, þín
frænka,
Guðbjörg.
Elsku Gunnar Steinn, nú
flýgur þú af stað á braut nýrra
ævintýra. Við stöndum eftir í
sárum söknuði með sorg í hjarta
en einnig þakklæti fyrir þann
tíma sem við áttum saman.
Þú varst alla tíð mikill gleði-
gjafi og elskaður af mörgum. Þú
skilur eftir djúp spor í hjörtum
okkar allra og mikil ást og ham-
ingja mun lifa áfram í minningu
þinni.
Gunnar minn, þegar ég hugsa
til þeirra stunda sem við áttum
saman get ég ekki annað en
brosað og minnst þinnar ynd-
islegu nærveru, óbilandi já-
kvæðni og húmors. Þrátt fyrir
erfiðleika og ósanngirni stóðst
þú alltaf sterkur sem klettur á
móti straumnum og hélst alltaf
áfram að vera jákvæði, duglegi
og yndislegi litli frændi minn.
Þú ert fyrirmynd mín og sterk-
asta manneskja sem ég hef
kynnst.
Ég var að fletta í gegnum
gamlar myndir og tók eftir því
að þú og Eva voruð á annarri
hvorri mynd, við Eva auðvitað í
eins fötum á langflestum þeirra,
en við áttum svo margar góðar
stundir saman. Þegar við lékum
okkur á trampólíninu eða með
Tuma í Mosó, kúrðum okkur
saman í Skorradalnum hjá
ömmu og afa eða ferðuðumst er-
lendis. Til dæmis þegar við fór-
um í skíðaferðina til Sviss með
allri stórfjölskyldunni og það
var tekið svo mikið á því í
brekkunum að þegar þú tókst af
þér hjálminn var eins og þú
værir nýkominn úr sturtu.
Einnig minnist ég frábærra
ferða til Flórída, Spánar og
fleiri staða þangað sem lífsgleði
þín og hamingja elti þig og þá
sem þér fylgdu.
Takk fyrir samveruna, elsku
frændi. Ég veit að þú ert í góð-
um höndum núna og minning
þín mun halda áfram að veita
okkur gleði og kærleik.
Jenna Björk.
Mannsævi er misjöfn. Frændi
minn Gunnar Steinn lifði ekki
mörg ár en hann bjó yfir meiri
reynslu, þekkingu og þroska en
margur sem hefur lifað töluvert
lengur.
Á meðan hversdagsvandræði
öngruðu okkur hversdagsmann-
eskjur barðist Gunnar Steinn
hetjulegri baráttu við raunveru-
legan háska.
Þegar sorgin steðjar að geta
hlutverkin raðast með einkenni-
legum hætti. Sá sem mesta þörf
hefur fyrir huggun verður hugg-
ari. Gunnari Steini voru gefnir
Gunnar Steinn
Guðlaugsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HELGA ÓLAFSDÓTTIR,
Brekastíg 12,
Vestmannaeyjum,
lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum 2. maí
síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá
Landakirkju laugardaginn 14. maí kl. 14.
.
Hlynur Sigmundsson,
Ólafur Sigmundsson, Kateryna Sigmundsson,
Anita Lind Hlynsdóttir, Roman Alexander Hlynsson
og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar