Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 12
Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna á sextán stöðum á landinu á mæðra- daginn, sunnudaginn 8. maí. Gangan hefst alls staðar á sama tíma kl. 11 í Reykjavík, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Hvammstanga, Siglufirði, Akureyri, Vopnafirði, Egils- stöðum, Neskaupstað, Reyðarfirði, Höfn, Vestmannaeyjum, Selfossi og Reykjanesbæ. Í Reykjavík verður gengið frá Háskólatorgi þar sem vísindamenn, sem þegið hafa styrki félagsins, kynna störf sín. Markmið styrktar- félagsins Göngum saman er að afla fjár til að styrkja grunnrannsóknir á eðli og orsökum brjóstakrabbameins og flýta fyrir bættri meðferð og aukn- um lífslíkum. Mæðradagsgangan er gjaldfrjáls og stærsti einstaki fjáröfl- unarviðburður félagsins þar sem fólki gefst kostur á að styrkja rann- sóknir með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Í ár verða m. a. seldir bolir, höfuð- klútar og margnota innkaupapokar, Mæðradagsganga Styrktarfélagsins Göngum saman Teikningarnar og kennimerkið þóttu of dónaleg fyrir Facebook Gengið saman Góð þátttaka var í árlegri vorgöngu styrktarfélagsins í fyrra. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Vitað er að sumir foreldrarbeita börn sín andlegu oglíkamlegu ofbeldi. Slík málrata annað slagið í fjöl- miðla hér heima og erlendis, sér- staklega ef ofbeldið er óvenjulega hrottalegt og felur í sér stórfelldar líkamsmeiðingar, vanrækslu og/eða sérlega gróft kynferðislegt ofbeldi. Gera má því skóna að félagsmála- yfirvöldum sé kunnugt um fleiri til- vik en þau sem almenningur fær vitneskju um og grípi þá inn í með viðeigandi hætti, greini og skrái. En eru dæmi um að þessu sé öfugt far- ið? Að börn eða unglingar beiti for- eldra sína ofbeldi? Forvitni Guðrúnar Andreu Maríudóttur, nema í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands, á þeim möguleika vaknaði í áfanganum Ofbeldi og van- ræksla í fjölskyldum. „Aðallega vegna þess hversu lítið var þar fjallað um ofbeldi af hálfu barna gegn foreldrum sínum. Mig langaði að læra meira og ákvað að fjalla um málið frá ýmsum sjónarhornum í lokaritgerðinni, sem ég skilaði um áramótin.“ Guðrún Andrea komst fljótt að raun um að á Íslandi höfðu aldrei verið gerðar rannsóknir um ofbeldi barna og unglinga gegn foreldrum og sáralítið var til af erlendum rann- sóknum. Hún hélt engu að síður ótrauð áfram og beindi sjónum sín- um að þeim erlendu rannsóknum sem þó voru til og skoðaði frétta- flutning íslenskra fjölmiðla af slíkum málum. Aukinheldur kannaði hún meðferðarúrræði fyri börnin og for- eldra þeirra og rýndi í ársskýrslur Barnaverndarstofu þar sem greint er frá fjölda tilkynninga um ofbeld- isbrot og þau flokkuð í stórum drátt- um eftir eðli þeirra. Áhættuhegðun „Þegar barn beitir ofbeldi fellur það undir áhættuhegðun í flokk- unarkerfi Barnaverndarstofu, án þess þó að greint sé frá að hverjum ofbeldið beinist. Árið 2012 bárust stofunni 308 tilkynningar um ofbeld- isbrot barna og unglinga og voru drengir í miklum meirihluta, eða 242 á móti 66 stúlkum. Ári síðar voru til- kynningarnar 346 og hlutfall drengja ívið hærra en 2012. Í sam- anburði við niðurstöður erlendra rannsókna er ekki ólíklegt að ofbeld- ið hafi í einhverjum mæli beinst að foreldrunum.“ Hér á landi flytja fjölmiðlar afar sjaldan fréttir af þessum brotum, sem Guðrún Andrea segir að séu þó vel þekkt meðal fagfólks sem vinnur með fjölskyldum. „Þau eru kannski af skiljanlegum ástæðum hálfgert tabú víðast hvar,“ segir hún. „Mikil þöggun ríkir bæði vegna barna- verndarsjónarmiða og þess að oft upplifa foreldrarnir skömm og finnst þeir ekki hafa staðið sig í uppeldis- Ofbeldi unglinga gegn foreldrum Fyrirsögnin er yfirskrift BA-ritgerðar Guðrúnar Andreu Maríudóttur í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands. Hún segir að þótt fagfólki í félagsþjón- ustunni sé kunnugt um nokkur tilvik þar sem unglingar beita foreldra sína ofbeldi hafi engar rannsóknir verið gerðar hérlendis, erlendar rannsóknir séu af skornum skammti og málið sé víða hálfgert tabú. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhugi Guðrún Andrea Maríudóttir fékk áhuga á að kanna ofbeldi barna gegn foreldrum sínum í áfanganum Ofbeldi og vanræksla í fjölskyldum. Það er einfalt að eiga snjall-síma en það getur veriðflókið að nota hann rétt.Með heiminn í höndunum og engar reglur er viðbúið að sumir fara af sporinu og einfaldlega kunna ekki að vera skemmtilegir og snið- ugir. Um það snýst snjallsíminn. Að gera líf annarra skemmtilegra. Ekki að monta sig. Enginn kann að meta monthana sem sýnir hvað það sé gaman hjá sér. Því allir vita að gleði- pillur á Snapchat virka öfugt. Þá ertu í raun að segja að líf þitt sé brotið og frekar ömurlegt á milli þess sem þú staupar þig í partýi. Snapchat er samfélagsmiðill þar sem engar reglur eru til um hvernig eigi að nota forritið. Alltof margir kunna ekki að nota Snapchat og sem snjallsímadómari hef ég, í annað sinn, ákveðið að setja saman nokkrar regl- ur sem notendur forritsins ættu að lesa. Ég greinilega náði ekki til allra í fyrri pistlinum. Þar fór ég yfir nátt- úrusnöpp, Söguna mína eða „my story“, að 10 sekúndur séu ekki 12 sekúndur, tónleikasnöpp og almenn dólgslæti á fylleríi. Svo var að sjálfsögðu kafli um nýju filter- ana. Jæja. Höldum áfram. Nú er íþróttahátíð í bæ. Úrslitaleikir með tilheyrandi spennu og stuði á pöllunum. Snap- chat dregur úr mynd- gæðum og hljóðgæðum á öllum símum. Líka ef þú ert með nýjan iPhone eða LG. Það er því lítið skemmtilegt að heyra skruðninga um hvað það sé gaman í stúk- unni. Stuðið í stúkunni skil- ar sér illa á Snapchat. Nærmyndir af íþrótta- hetjum eru líka ekki í boði. Mikill að- dráttur skilar sér illa. Það er einnig alveg bannað að setja sögu í My story en einnig að senda fólki persónulega. Það er eins og að líka við sinn eigin status eða setja Twitter-færsluna sína á Facebook. Suð og tuð er líka alveg bannað. Þá minnirðu bara á aðdáanda Britney Spears á Jútjúb. Hann var nú eitt- hvað klikk og ekki viltu vera klikk. Þá er betra að kommenta bara á fréttir. Svona dagur er líka ekki vel séður. Að þú sért að þvo bílinn eða fara í ræktina eða borða hollt er ekkert sem þú þarft að tilkynna heiminum. Börnin þín eru yndisleg og allir vita það. Að barnið þitt sé ekki að gera neitt merkilegt er ekki merki- legt. Það er meira að segja frekar ómerkilegt. Og ef það er að gera eitthvað merkilegt þá áttu sem foreldri að setja minningarnar í heilann á þér, ekki í snjall- símann. Barnasnöpp eru erfið og eiga bara að fara á ömmuna og afann. Guðforeldrar sleppa en láttu vinina vera. Því miður þá er þeim alveg sama. Þetta eru ekki margar reglur og ég held að allir viti þær. En samt eru þær þverbrotnar sí og æ. Ekki vera fáviti og gerðu lífið skemmtilegra. Ekki leiðinlegra. »Suð og tuð er líka al-veg bannað. Þá minn- irðu bara á aðdáanda Brit- ney Spears á Jútjúb. Heimur Benedikts Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Nú þegar vorið er loksins komið sam- kvæmt almanakinu en við finnum lítt fyrir hlýindum eins og við þráum á þessum árstíma, er engin ástæða til að láta það fara í taugarnar á sér. Ef okkur langar að vera úti þá bara klæðum við okkur samkvæmt veðri og sjúgum ofan í okkur súrefni sem bætir geð. Ef við nennum ekki út og erum geðvond yfir kuldanum, þá er um að gera að taka til við dans, stepp, söng eða annað sprell til að koma sér í betra skap. Og glenna upp hvoftinn í brosi, það klikkar aldrei. Endilega … …látið kuldann ekki á ykkur fá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.