Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Blaðsíða 18
W rangler gallabuxur, kakíföt, hermannaföt, munstraðar peysur, víðar skyrtur teknar saman í mittinu með belti, kúrekastígvél, köflóttar skyrtur og nýjustu græjurnar frá Pioneer eru nokkur dæmi sem koma í hugann þegar hann reikar aftur til unglingsáranna. Að gera sér bæjarferð með vinkonum eða vin- um niður í miðbæ Reykjavíkur að kaupa ný föt í Karnabæ er minning sem eflaust margir deila. Fyrsta sending seldist upp á viku Guðlaugur Bergmann, betur þekktur sem Gulli í Karnabæ, stofnaði árið 1960 heildversl- un G. Bergmann hf. og það var svo 16. maí ár- ið 1966 sem hann stofnaði í félagi við þá Björn Pétursson og Jón Baldursson tískuvöruversl- unina Karnabæ. Búðin dregur nafn sitt frá Carnaby Street í Soho í London þar sem helstu tískuverslanir voru á 7. áratugnum. Karnabær var stofnaður sem nauðvörn, því Gulli heitinn og félagar hans voru heildsalar sem ætluðu að selja smásölum vöruna. Smá- salarnir hættu hins vegar allir við og þá varð að setja upp búð til að selja vöruna. Ákveðið var því að stofna Karnabæ. Það sýndi sig að fötin voru kærkomin nýjung því fyrsta send- ing seldist upp á viku. Unga fólkið fékk sína eigin tísku Margt breyttist á þessum árum og átti Karna- bær sinn þátt í því. Nýjustu straumar frá London voru nú komnir til Íslands en með tískunni urðu allt í einu til „táningar“, ekki unglingar. Ungt fólk sem áður hafði klætt sig eins og „litlar konur“ og „litlir karlar“ varð að flottum og stællegum táningum með sína eig- in tísku. Stelpur sem alltaf höfðu þurft að ganga í pilsum gátu nú gengið í buxum. Markaðurinn taldi að þessi nýja tíska væri bóla sem myndi hjaðna og enginn fór í sam- keppni við Karnabæ í tvö ár. Annað kom á Hálf öld frá opnun Karnabæjar Karnabær átti þátt í samfélags- legri byltingu og markaði tímamót í tísku ungmenna. Hinn 16. maí eru fimmtíu ár frá opnun verslunarinnar. Flestir sem komnir eru á miðj- an aldur muna vel eftir tísku- búðinni Karnabæ en á þeim tíma var enginn maður með mönnum nema hann gengi í nýjustu tískunni þaðan. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Á myndinni má sjá Sævar Baldursson verslunarstjóra og þá Björn Pétursson og Guðlaug Bergmann sem stofnuðu Karnabæ. Guðlaugur Bergmann sést hér í nýjustu hermannatískunni. Karnabær opnaði upphaflega á Týsgötu en síðar á Laugavegi og í Austurstræti en þar var opnað árið 1973. KARNABÆR 50 ÁRA 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.5. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.