Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Page 24
Skaftið er einlitt en burstinn sjálfur er tvílitur. Á hönnunarvikunni í Mílanó fyrr á þessu ári var samstarf norska hönn- uðarins Andreas Engesvik og danska hönnunarhússins Hay, sem er þekkt fyrir fallega og mínímalíska, skandinavíska innanhúshönnun, kynnt. Hönnuðurinn, í samstarfi við norska tannhirðu-fyrirtækið Jordan, hef- ur hannað mínímalíska tannbursta. Tannburstalínan Jordan fyrir Hay inniheldur fallega tannbursta með bleiku, dökkbláu, grænu og hvítu skafti en burstinn sjálfur er tvílitur. Tannburstarnir eru fáanlegir í nokkrum litum. Fallegir litir og mínímalísk form. Hannar tannbusta fyrir Hay 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.5. 2016 HÖNNUN Crisscross er nýtt hönnunarhús sem framleiðir húsgögn sem auðvelt er að byggja og taka í sundur aftur. Plötur og festingar eru fánlegar í flatri pakkningu og gera fólki kleift að setja saman húgögn eftir eigin höfði og sem henta rýminu. Plöturnar eru allar úr við sem kemur úr sjálfbærum skógum og eru þær fáanlegar í rauðum, gráum, svörtum og náttúrulegum lit. Einfalt er að skrúfa húsgögnin saman og óþarft að nota til þess verkfæri. Húsgögnin eru hönnuð svo að hægt sé að byggja eftir eigin höfði. Húsgögnin koma í nokkrum litum. Auðvelt er að byggja húsgögnin og óþarfi að nota verkfæri. Húsgögn sem auð- velt er að setja sam- an og taka í sundur Belgíski fatahönnuðurinn Walter Van Beirendonck, sem meðal ann- ars er meðlimur Antwerp Six hópsins, hefur hannað línu fyrir IKEA sem er væntanleg í verslanir í júní 2016. Van Beirendonck hannaði fimm textílverk fyrir verslunarkeðjuna sem munu verða notuð í innanstokksmuni svo sem bollastell, púðaver og poka. Verkin byggir hönnuðurinn á orðinu „Wondermooi“ sem þýðir fallegt. Línan kallast GLÖDANDE og mun einungis vera fáanleg í tak- mörkuðu upplagi. Walter Van Beirendonck er þekktur fyrir áhugaverða hönnun og er hann hluti af Antwerp Six hópnum. Púðaver í áhugaverðum textíl. Postulínsstell úr línu GLÖDANDE. Walter Van Beirendonck fyrir IKEA Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Ísafjörður Skeiði 1 HÁTÍÐARTILBOÐ Í TILEFNI AFSLÁTTUR 50% SMÁVARA FRÁ SALT&PEPPER PINTO Hornsófi. 2H3 eða 3H2. Slitsterkt áklæði, grátt eða svart. Hátt bak og þægilegur.Stærð: 260 x 210 x 88 cm.159.992 kr. 199.990 kr. AFSLÁTTUR 20%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.