Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Blaðsíða 25
15.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Nýjungar í hönnun
Sjálfbærni hefur verið áberandi undanfarið í hönnun og svo virðist
sem hönnunarhús og einyrkjar leggi frekar áherslu á og séu með-
vitaðri en áður um endurnýtingu og sjálfbærni í hönnun.
Hér má sjá nokkrar áhugaverðar nýjungar í hönnun, nýjar línur
þekktra hönnunarhúsa og ung, spennandi fyrirtæki.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
HVÍTASUNNUNNAR Opið laugardagLokað á Hvítasunnudagog annan í Hvítasunnu
DC 5000
Þriggja sæta sófi.
Grátt slitsterkt
áklæði. Einnig
fáanlegur tveggja
sæta. Stærð:
3ja 203 x 79 H: 81 cm.
153.993 kr.
219.990 kr.
AFSLÁTTUR
30%
PINNACLE
Klæddur svörtu leðri
á slitflötum.
Stærð: 84 × 90 × 100 cm
125.993 kr. 179.990 kr.
AFSLÁTTUR
30%
Nýjasta smáforrit
Google er sýndarveru-
leikateikniforritið Tilt
Brush sem gerir hönn-
uðum og arkitektum
kleift að nálgast hönnun
sína á annan hátt með því
að geta gengið í gegnum
og í kringum verkin sem
þeir skapa jafnóðum.
Smáforritið, sem býð-
ur upp á endalausa
möguleika, nýtist sam-
hliða HTC Vive sýnd-
arveruleikagleraugunum
og með nokkrum einföld-
um stillingum er hægt að
skapa áhugaverð þrí-
víddarverk þar sem striginn er í raun allt rýmið sem þú stendur í. Hönn-
uður forritsins Drew Skillman sagði í samtali við tímaritið Fast Comp-
any að flestir ættu að geta notað forritið, börn, listamenn eða bara hver
sem er.
Palletturnar í forritinu auðvelda fólki að móta verk sem svipar til elds,
snjós eða til að mynda reyk.
Tilt Brush er skapandi smáforrit þar sem rýmið er strigi listaverksins.
Verk unnið í Tilt Brush-forritinu. Snjór, reykur og eldur eru meðal þess sem
hægt er að mynda með forritinu.
Sýndarveruleika-
teikniforrit
Möguleikarnir eru óendanlegir þegar unnin eru
þrívíddarverk með sýndarveruleikagleraugum.
Bandaríska hönnunarhúsið Ladies & Gentlemen hefur hannað línu af
hangandi ljósakrónum sem unnar eru úr glerkúlum og breyta um lit
þegar ljósið er kveikt.
Upphaflega voru ljósakrónurnar gráar að lit en
nú hefur listamaðurinn John Hogan handblásið litaðar útgáfur af ljós-
krónunni með sérstökum gljáa.
Allt glerið í ljósakrónunum er sandblásið og olíuborið til þess að gefa
fallega áferð og dreifa LED-birtu perunnar.
Málmur er notaður til þess að hengja kúplana á sem eru fáanlegir í
þremur áferðum; bláum, kampavínslituðum brons og dökkum brons.
Glerið er sandblásið og síðan olíuborið til þess að dreifa birtunni.
Formin eru einföld en spennandi.
Ljósakrónurnar eru handblásnar.
Sandblásnar ljósakrónur
sem skipta litum