Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.5. 2016
LESBÓK
Árin segja sitt1979-2016
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
Forfeður Sverris Jakobssonareru meðal annars úr Breiða-firðinum og hann er mjög
áhugasamur um svæðið. „Það hefur
orðið í uppáhaldi með tíð og tíma en
var það alls ekki upphaflega. Ég fór
þangað meira að segja frekar seint,
var búinn að ferðast mjög víða um
Ísland þegar ég kom fyrst í Breiða-
fjörðinn,“ segir Sverrir í samtali við
Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Hann hefur sem sagt persónulega
tengingu við svæðið en kveikjan að
bókinni var hins vegar mjög fræði-
leg, þannig séð.
„Ég var mjög hrifinn af hug-
myndum Braudels, sagnfræðingsins
sem skrifaði um Miðjarðarhafið,
sérstaklega það að fara út fyrir
ramma þjóðríkisins. Sagnfræði á Ís-
landi skiptist í annars vegar Ís-
landssögu og hins vegar allt annað;
héraðssaga hefur til dæmis ekki
þótt mjög virðulegt viðfangsefni og
stundum talið annars flokks, en
Braudel sprengdi þennan ramma
þegar hann skrifaði um Miðjarð-
arhafið, Arabalöndin og Spán og
þegar ég las það á sínum tíma, fyrir
15 til 20 árum, velti ég því fyrir mér
hvernig væri hægt að gera þetta í
íslensku samhengi. Hugsaði strax
um einhvers konar héraðssögu sem
væri þó allt öðruvísi en þær hefð-
bundnu; að hún yrði skrifuð eins og
Íslandssaga, þó ekki væri fjallað um
allt landið. Mig langað að skipta um
sjónarhorn frá því sem hefðbundið
er.“
Sverrir segir ýmsar ögranir eða
áskoranir vera varðandi þessa sögu.
Heimildir um tímabilið frá 1100 til
1400, sem hann fjallar um í fyrsta
bindinu, séu til dæmis mjög ólíkar.
„Heimildaforðinn er mjög fjöl-
breyttur og þegar svo er, er spurn-
ing hvernig best er að halda þræði.
Mjög oft vantar heimildir um það
sem maður vill vita, sérstaklega um
hópa sem eru valdalitlir, til dæmis
konur og verkafólk, en ég var stað-
ráðinn í að þetta fólk yrði að vera
með. Þá þarf að grafa dýpra og
stundum álykta út frá þeim tak-
mörkuðu upplýsingum sem við höf-
um. Það er vandi og áskorun en ég
setti mér það markmið að láta heim-
ildir ekki alveg stjórna mér; að ég
yrði að halda þræði þrátt fyrir þær
en jafnframt að hugsa um að sagan
yrði ekki óspennandi.
Sagan sem Sturla Þórðarson og
fleiri skildu eftir handa okkur er
mjög karlmiðuð og sagnfræðingar í
nútímanum gera hana bara karlmið-
aðri með því að horfa á þá fáu ein-
staklinga sem eru á toppnum; það
eru karlarnir.
Ég reyni að glíma við það að
segja söguna án þess að stjórnast af
þessu. Reyni að nota heimildir til
hins ýtrasta til að geta sagt aðra
sögu en heimildarmennirnir ætl-
uðust endilega til.“
Hann segist nálgun sína þó frekar
klassíska varðandi heimildarýni.
„Ég seilist ekki mjög langt í að setja
fram djarfar tilgátur. Ég vildi skrifa
grunnrit og vil að því sé treystandi
sem ég er að segja því ekki er búið
að skrifa á þennan hátt áður.“
Sturlungaöldin er mjög pólitískur
Að sprengja
rammann
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands gaf nýverið
út 22. bindi Sagnfræðirannsókna – Studia
historica. Sverrir Jakobsson prófessor er þar
á ferð og kallar ritið Sögu Breiðfirðinga I,
Fólk og rými frá landnámi til plágunnar miklu.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
s-
ór
g
r
ur
m.
t í
ég
ar,
-
nn;
a á
r í
m
m
fur
u
ig
um.
Íslenska lopapeysan á sér ríka sögu og nú er kom-
in út bókin Lopapeysuprjón sem er leiðarvísir fyr-
ir byrjendur og lengra komna í lopapeysuprjóni.
Bókin hvetur til skapandi hugsunar við prjóna-
skapinn, leiðbeinir hvernig megi prjóna eftir eig-
in hugmyndum og breyta uppskriftum að vild,
segir í tilkynningu frá IÐNÚ sem gefur bókina út.
Höfundur bókarinnar er Auður Björt Skúladóttir
sem lengi hefur hannað uppskriftir og prjónað
eftir sínu höfði. Prjónauppskriftir hennar hafa meðal annars birst í
Húsfreyjunni og á handavinnuvefnum ravelry.com. Bókin er afrakst-
ur útskriftarverkefnis Auðar til B.ed.-gráðu við Háskóla Íslands.
Forvitnir krakkar geta glaðst því
nú hafa tvær alfræðibækur komið
út hjá Máli og menningu með spenn-
andi umfjöllunarefnum. Risaeðlur
og Dýraríkið eru nýjar stórbækur
fyrir börn með aðgengilegum texta
og fjölda ljósmynda. Hægt er að fræð-
ast um þá tíma þegar risaeðlur ríktu á
jörðinni eða lesa um dýrin stór og smá.
Stórbækur fyrir börnin
Safn Jóns Árnasonar af íslenskum þjóðsögum
og ævintýrum geymir kynngimagnaðar sög-
ur af fólki, hulduverum og furðuskepnum
sem Íslendingar hafa sagt hver öðrum kyn-
slóð fram af kynslóð. Í nýútkominni bók sem
ber heitið Tröllin í fjöllunum hefur Silja Að-
alsteinsdóttir valið 35 sögur úr þessu mikla
safni og Fífa Finnsdóttir hefur myndskreytt
bókina. Bókin kemur út á íslensku, ensku og
þýsku og er gefin út af Forlaginu.
Hulduverur og furðuskepnur
Út er komin bókin Leikskólaföt frá Prjóna-
fjelaginu sem geymir uppskriftir að fallegum
flíkum handa börnum á leikskólaaldri, bæði
fyrir byrjendur og lengra komna prjónara.
Bókin hefur að geyma einfaldar og hefð-
bundnar flíkur í bland við frumlegar og flókn-
ari prjónaflíkur.
Í Prjónafjelaginu eru vanar prjónakonur
sem hafa allar stundað prjónaskap um árabil.
Vaka Helgafell gefur bókina út.
Prjónað á leikskólapjakka
Hin eina sanna lopapeysa
er að ræða mikinn doðrant, sumir
gagnrýnendur hafa velt fyrir sér
hvort virkilega sé þörf á enn einni
ævisögunni og t.d. bent á að fyrir
tveimur áratugum hafi Barry Miles
ritað slíka bók. Norman
bendir þó á í viðtali að
henni ljúki um það bil
sem Bítlarnir eru að
hætta starfsemi og Paul
hafi haft ýmislegt fyrir
stafni eftir það. Sem er
sannarlega rétt, en aðr-
ir benda á að þótt hann
hafi brallað margt síðan
þessi frægasta hljóm-
sveit sögunnar lagði upp
laupana falli það allt í
skuggann.
Eina svarið við því
hvort þörf er á bókinni verður vænt-
anlega hvort hún selst vel eða ekki.
Í einum bókadómnum er bent á að
í þessari nýju skruddu séu ítarlegar
upplýsingar um mannaskipti í
hljómsveitinni Wings, sem McCart-
ney stofnaði eftir að Bítlarnir hættu,
um alla þá góðgerðarstarfsemi sem
Hermt er er bókin Shout!: The Beat-
les in Their Generation sem Philip
Norman sendi frá sér 1981 hafi fallið
í mjög góðan jarðveg meðal aðdá-
enda John Lennons, „stuðnings-
menn“ Paul McCart-
neys hafi ekki verið
jafnhrifnir og hann
sjálfur beinlínis haft
ímugust á bókinni.
Mörgum fannst
Norman taka mál-
stað uppreisnar-
gjarna Bítilsins á
kostnað þess rólynda
og blíða.
Bókin þykir þó,
hvað sem öðru líður,
stórmerkileg heim-
ild.
Árið 2008 sendi þessi sami Nor-
man frá sér bókina John Lennon:
The Life og nú er nýkomin frá hon-
um mjög ítarleg ævisaga Pauls, í
sátt við og með þegjandi samþykki
viðfangsefnisins. Bókin er nokkurs
konar systurrit þeirrar frá 2008 og
heitir Paul McCartney: The life. Um
Ítarleg ævisaga
Paul McCartneys
BÍTLAFRÆÐI