Víkurfréttir - 07.01.1999, Síða 3
I <
I
\A
o
FArADf/LL
SAMKAUP
IMíu tilboð bárust í
fjölnota íþróttahús
Níu tilboð frá tveimur
dótturfyrirtækjum
íslenskra aðalverkta-
ka, Verkafli hf. og
Ármannsfelli hf., bárust í
fjármögnun, bvggingu og
rekstur fjölnota íþróttahúss
í Reykjanesbæ en tilboðin
voru opnuð sl. mánudag.
Ekkert tilboð barst frá
Keflavíkurverktökum en
þeim var einnig boðið að
taka þátt í útboðinu.
Tilboðin níu eru margvísleg
og býður Verkafl fram fjögur
þeirra. í aðaltilboðinu býður
það húsið til leigu næstu sjö
árin á tæpar 52 milljónir
króna á ári en jafnframt greiði
bærinn 37 milljónir vegna
kaupa á því árlega. I einu
frávikstilboðinu býðst leiga
upp á 7.7 milljónir á mánuði í
7 ár og greiðslur fyrir kaupin
á ári 100 þús. krónur. í hinum
tveimur bjóðast þeir til að
byggja húsið annars vegar
fyrir 328 milljónir og hinsve-
gar fyrir 367 milijónir, allt
eftir útfærslum. Húsið sem
Verkafl býðst til að byggja er
eftir danskri fyrirmynd.
I aðaltilboði Ármannsfells
býðst bænum að leigja húsið
næstu sjö árin á 39 milljónir á
ári og greiðslur fyrir kaup
verði tæpar 44 milljónir
árlega. í einu frávikstilboði
þeirra býðst leiga á 29
milljónir í sjö ár og kaupin
greiðist á 15 árum og verði 29
milljónir árlega. Hin þrjú
frávikstilboðin hljóða upp á
byggingu hússins í mismu-
nandi útfærslum og eru frá
298 milljónum upp í 374
milljónir króna en öll þessi
tilboð byggjast á húsi frá
finnsku fyrirtæki.
Dómnefnd hefur því úr vöndu
að ráða þessa dagana en í
lienni sitja Skúli Skúlason,
Þorsteinn Erlingsson og
Kristmundur Ásmundsson.
Vildu þeir ekkert tjá sig um
tilboðin að svo stöddu enda
mikil vinna í því að fara yfir
þau og munu niðurstöður
þeirra liggja fyrir á næstunni.
Jón Jóhannsson forstödumadur íþróttamannvirkja
í Reykjanesbæ virdir fyrir sér eina af hugmyndunum
sem bæjaryfirvöldum hefur nú borist tilbod í að
byggja á Nikkelsvædinu. VF-tölvumynd: pket
771 ÍGÍgu
400 fermetra idnaðarhúsnæði
laust strax. Upplýsingar
í síma 893 2690.
Atvinna
Vanan háseta vantar
á 200 tonna netabát.
Upplýsingar í síma
852 0328 eöa 421 1920
Víkurfréttir
3