Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 14.01.1999, Page 12

Víkurfréttir - 14.01.1999, Page 12
Það voru nokkrar kaffibúdir þarna sem við bjuggum og ég hafði aldrei smakkað „gott" kaffi áður eins og ég vil kalla það, bara þetta venju- lega Gevalia kaffi sem keypt var á leikskólanum og víðar. Og það sem meira er, mér fannst kaffi ekkert sérlega gott en ég drakk það bara af gömlum vana. í upphafi ætlaði ég að setja upp litla sæta kaffibúð því það var eitthvað svo kvenlegt og hugsunin um iðnrekstur var alls ekkert uppi á pallborðinu. Ég heflíka verið mjög heppin með starfsfólk og þessar konur sem ég er með núna eru afskaplega góðar, bæði eru þær áhugasamar og lifandi í þessu með mér. Aðalheiður Háðinsdóttir, iðnrekandi og eigandi Kaffitárs, maður árins 1998 á Suðurnesjum að mati dómnefndar Víkurfrétta: Það eru fáir ef ein- hverjir á íslandi sem komast nieð tærnar þar sem hún hefur hælana þegar umræðan berst að kaffi. Daglega drekkur fólk almennt fleiri bolla af þessum eðaldrvkk en nokkrum öðrum vökva. Alls staðar er boðið upp á kaffi þegar við komum í heimsókn og sennilega nýt- urenginn drvkkur jafn mikilla vinsælda um heim allan eins og sá sem Aðal- heiður hefur gert að lífsvið- urværi sínu. En þröskuld- arnir hafa verið margir í vinnuferlinu en elja hennar og viðleitni hafa sennilega komið henni langleiðina þangað sem hún ætlar sér að vera. Hún berst ekki með kjafti og klóm að settu markmiði, heldur einbeitir sér að því að kenna fólki að drekka gott kaffi og þar er hún svo sannarlega á heimavelli. Það sýna allar sölutölur undanfarinna ára að stefna og fyrirhvggja í markaðsmálum fyrirtækis- ins eru að skila henni hærri prósentuaukningu en þekk- ist víðast livar í sambærileg- um iðnaði. Viðbrögðin hennar við frétt- unum voru einföld en skýr; „Eg hélt að Palli væri að gera at í mér“ segir hún og hlær að samtalinu sem hún átti við rit- stjórann deginum áður. „Mér finnst ég bara vera að vinna vinnuna mfna og þessi vinna er ekkert merkilegri en ein- hver önnur“ bætir hún hæversk við og spyr bónda sinn hvað honum finnist um tilnefninguna. Hann er rétt skriðinn inn úr dyrununr og segist hafa verið að efna ára- mótaheitið með því að sprikla í líkamsrækt með bróður sín- um og vinum. „Þetta gefur okkur náttúrulega tilefni til margvíslegra hátíðarhalda á árinu, þú getur rétt ímyndað þér það“ segir hann hreikinn en nefnir það einnig að til- nefning eiginkonunnar geri hann miklu óöruggari með sjálfan sig. Það er mikið hleg- ið að þessu öllu saman og yngsta dótturin. Bergþóra. sem er 10 ára, er afskaplega ánægð með mötnmu sína. Hún var spennt yfir öllu til- standinu og kenndi ljósmynd- aranurn ýmislegt varðandi uppstillingar í myndatökun- um. Hin bömin, Andrea 18 ára og Héðinn 12 ára voru öllu rólegri yfir þessu og tóku þessu með stillingu eins og mamman. Öryggi eigin- mannsins, Eiríks Hilmarsson- ar. var allt að koma til enda þarí' hann á því að halda í starfi sínu sem staðgengill hagstofustjóra. Móðir Aðal- heiðar var hins vegar svo hrærð yfir þessu að hún átti erfitt með svefn nóttina eftir að henni bárust tíðindin. „Eg var nú að velta þessu öllu fyrir mér í morgurí* segir Að- alheiður „og þá rifjaðist það upp fyrir mér, að þegar ég var einhverju sinni á ráðstefnu í Boston þá var þar einn maður sem var alltaf að skamma mig fyrir að líta svo mikið upp til kollega minna á ráðstefnunni og ég væri að gera lítið úr mér með því. Þessi maður á og rekur um hundrað kaffiversl- anir í Ameríku og veltir ein- hverjum milljörðum. tg spurði Itann þá livað væri at- hugavert við það, enda vtef^ ég bara með pínulítið fyrir- tæki á íslandi, fátt fólk í vinnu, allt svo miklu einfald- ara og gerði eins lítið úr mér og ég gat. Þá sagði liann við mig; „Nei, það varst þú sem/ byrjaðir og þú ert frumkvö? ullinn. Eg fór bara í skóla lærði mína viðskiptafræðk 12 Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.