Víkurfréttir - 11.02.1999, Qupperneq 11
NJARÐVIKINGAR BIKARMEISTARAR 1999
Brenton Birmingham
Það var
krítískt þrigg-
ja stiga skot
hjá þér undir
lok framleng-
ingar sem
trvggði titilinn,
var þetta mik-
ilvægasta skot leiksins?
„Alls ekki, leikmenn voru
búnir að taka hvert skotið á
fætur öðru sem skiptu sköp-
um fyrir framhaldið og mitt
alls ekki það erfiðasta.”
Varstu ekki farinn að missa
móðinn undir lok venjulegs
leiktíma?
„Eg viðurkenni að þegarég
gerði mér ljóst að við yrðum
að brjóta og treysta á vítalín-
una þá fór um mig því Kefl-
víkingar em að mínu mati
með besta „undir pressu lið-
ið” en þetta lið þekkir ekki að
gefast upp. Ég ber mikla
virðingu fyrir Keflvíkingum,
sérstaklega Damon sem sýndi
hvað hann er góður þegar það
skiptir máli, en þessi sigur var
ætlaður okkur.”
Friðrik Bagnarsson
„Það var ekkert
annað í stöð-
unni en að taka
áhættu og
reyna langa
þriggja stiga
þama í lokin.
Það var algjört
óviljaverk að
Birgir skyldi fá blóðnasir.
Hann sneri andlitinu að mér á
sama tíma og ég reyndi að ná
boltanum. Við vildum í raun
alls ekki fá hann útaf því hann
er slakasta vítaskytta þeirra en
svona fór þetta. Okkurvar
augsýnilega ætlað að vinna
jrennan leik og sýndum hvaða
karakter býr í Njarðvíkurlið-
inu með því að gefast aldrei
upp.”
Tölvumynd af þriggja stiga skoti Hermanns Haukssonar á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma sem
tryggði Hjarðvíkingum framlengingu þar sem þeir höfðu síðan sigur. Þegar myndband af leiknum er
skoðað sést að Hermann tekur of mörg skref, án þess að dómarar dæmi á það.
Ógleymanlegar
lokasekúndur
Körfuknattleiksmenn úr Njarðvík og
Keflavík sönnuðu þaö enn og aftur að
engin boltagrein getur boðið upp á
eins mikla spennu, sviptingar og æsing
og körfuknattleikurinn. Odrepandi sigur-
vilji Njarðvíkinga í bland við sigurvissu
Keflvíkinga varð þess valdandi að Njarðvík-
ingum tókst að vinna upp 7 (80-87)stiga for-
skot á aðeins 27 sekúndum og trvggja fram-
lengingu 88-88. í framlengingunni var
aldrei spurning hvort liðiö heföi sigur því
Keflvíkingar náðu sér aldrei af áfalli loka-
sekúndna venjulegs leiktíma og Njarðvík-
ingar fögnuðu 5. bikartitli félagsins á 12
árum 96-102. Leikurinn bauð upp á allt
sem íþróttaviðburður getur boðið upp á,
frábær tilþrif, gríðarlega spennu, ótrúlega
dramatík, sársaukafull vonbrigði og
fölskvalaus fagnaðarlæti.
Friðrik Húnarsson:
„Þetlu er sá
allra sætasti.
Leikmenn
mínir komu
einbeittir og
sumstilltir lil
leiks og fyl-
gdu uppsettu
leikskipulagi í einu og öllu
og gáfu ekkert eftir |tótt sig-
urlíkumar hafi verið orðnar
litlar á tímabili. I stöðunni
77-85 með aðeins 40 sek-
úndur eftir sá ég séns vegna
|iess hve Kellvíkingar voru
orðnir væmkærir þó vissu-
lega hall það verið með
ólíkindum hvernig okkur
tókst að vinna úr slöðunni.
Það var aldrei vall í mtnutn
huga hvort liðið færi með
siguraf hólmi í framleng-
ingunni, maður hreinlega sá
að allt loft var úr Kellvík-
ingum bæði á vellinum og í
stúkunni. “
Teitur Örlygsson
„Þetta verður
sá minnis-
tæðasti held
ég að hljóti
að vera. 45
mínútur án
hvfldar voru
erfiðar og var
ég kominn
með sinadrátl í iljarnar í
lokin. Staðan er aldrei von-
laus þegar Njarðvík er ann-
ars vegar. Ég fylgdi Bigga
útaf og spurði Krissa hvort
hann væri virkilega að
koma inna á og taka vftin
l'yrir mann leiksins og jöfn-
unarkarfa Hemma í kjölfar-
ið var ólýsanlega ánægju-
leg.”
Njardvík mín. stig % víta% frák. stoðs. stoln. tapaðir
IT^II Teitur ÖrivQSSon
45 24 50 75 7 3 1 2
Brenton Birmingham 45 26 56 87,5 10 6 1 4
Fridrik Ragnarsson 38 18 43 100 5 4 2 0
Hermann Hauksson 42 14 45 50 4 4 1 4
Fridrik Stefánsson 16 14 83 100 7 0 0 3
Páll Kristinsson 30 6 20 100 3 3 1 2
,^55^ Keflavik mín. stig % víta% frák. stoðs. stoln. tapaðir
()(jj Damon Johnson 45 37 43 82 14 2 2 6
W-, Falur Harðarson 35 25 44 100 1 4 2 4
Birgir O. Birgisson 39 15 54,5 75 11 0 4 2
Guðjón Skúlason 27 9 60 100 3 1 0 1
Hjörtur Harðarson 39 4 40 - 3 3 0 4
Gunnar Einarsson 25 4 16 100 4 2 0 1
Oskum Njarðvíkingum til hamingju með bikarmeistaratitilinn
og gott samstarf vegna leiksins.
Þökkum stuðningsmönnum okkar frábæra hvatningu.
Körfuknattleiksdeildin í Keflavík.
Minnum á leikina gegn Grindavík og Haukum
Víkurfréttir
11