Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 18.03.1999, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 18.03.1999, Blaðsíða 29
Mikil aukning umsvifa einkenndi rekstur Landsbankans á Suðumesjum á síðasta ári Sterk uppbygging Lanús- bankans é Suðurnesjum Rekstur útibúanna á Suðurnesjum var farsæll síðasta ár Rekstur útibúanna á Suð- urnesjum gekk mjög vel á sfðasta ári og eru megin- skýringamar á því gott efna- hagsástand og aukni.ig í umsvifum bankans. Um síðustu áramót voru starfs- menn hjá Landsbankanum á Suðurnesjum 50 talsins og þjónuðu þeir 42 stöðugildum, launagreiðslur þessara starfs- manna námu urn 122 millj- ónum króna. Nvjungar í fjármálaþjónustu „Vörðuklúbburinn er okkar flaggskip stolt okkar í í ein- staklingsþjónustunni, en sú lánaþjónusta sem þar er veitt, byggir á nýju hugarfari bankans og til viðskiptavinar- ins, þar sem fyrst og fremst er horft litið til viðskiptareynslu, greiðslugetu og fjárhagsstöðu lántakans í stað þess að ein- blína á ábyrgðarmenn". segir Viðar. „Mikil aukning hefur orðið á notkun Einkabanka Lands- bankans á intemetinu síðustu misseri og skipta notendur lians hundruðum á Suður- nesjum. Þá hefur möguleikinn á viðbótarlífeyrissparnaði vakið verðskuldaða athygli hér á svæðinu. Fulltrúar Viðar Þorkelsson er svæðisstjóri Landsbanka Islands á Suðurnesjum. bankans hafa farið á vinnus- taði og kynnt þá möguleika sem f boði eru og fólk tekið | þeirri fræðslu vel. Utibú Landsbankans á Suðumesjum hafa staðið sig sérstaklega vel í samanburði við önnur útibú bankans í sölu á lífeyrisspam- aði. Þá hefur jafnframt Landsbankinn, fyrstur banka, tengt saman fjármögnun, tryggingar og ávöxtun fjár í eina heild með tilkomu Heimilislánanna. Þrátt fyrir allar nýjungamar leggjum við enn sem fyrr megináherslu á góða persónulega þjónustu við okkar viðskiptavini." Markvisst hefur verið unnið að því að st.vrkja Lands- bankann á Suðurnesjum „Landsbankinn hefur unnið markvisst að því síðustu mis- seri að styrkja starfssemi sína á einstökum viðskiptaskipta- svæðum og eru Suðurnesin engin undantekning. Með ráðningu viðskiptafræðing- anna Garðars Newnran og Lindu Óskar Þórmundsdóttur hefur sérfræðiþekking Lands- bankans á Suðumesjum verið stórefld, en þau eru bæði heimafólk og þekkja vel til aðstæðna á svæðinu", sagði Viðar Þorkelsson að lokum. Ár breytinga hjá Landsbankanum Miklar breytingar hafa orðið hjá Landsbankanum á skömmum tíma. Bankinn fór á almennan hlutatjármarkað á árinu, og voru Suðurnesja- menn þar virkir þátttakendur og eignuðust um 500 einstakl- ingar og fyrirtæki hlut í bank- anum. Síðan Halldór J. Krist- jánsson tók við stöðu banka- stjóra, hefur bankinn verið í stöðugri sókn, og styrkt stöðu sína og fmynd til muna. Mikill vöxtur útlána og innlána Að sögn Viðars Þorkelssonar svæðisstjóra jukust á síðasta ári útlán Landsbankans á Suðumesjum um 40% eða um 2.100 milljónir króna og vom í árslok 6.300 milljónir. Skýringuna á þessari miklu Landsbankinn fjarmagnar byggingu fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ. Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri og Halldór Kristjánsson, bankastjóri sjást hér á spjalli við bæjarfulltrúana Þorstein Eriingsson og Skúla Skúlason að undirskrift lokinni. aukningu er að finna í út- lánum til sjávarútvegs- fyrirtækja, en Landsbankinn hefur um árabil tekið virkan þátt í uppbyggingu sjávar- útvegs á Suðurnesjum og gengt forystuhlutverki í fjár- mögnun. Undanfarið hefur bankinn verið umsvifamikill í lán- veitingum til bæjar- og sveit- arfélaga og stofnanna þeirra og lánað og má þar nefna í verkefni á sviði skólamála og hafnargerða. Einnig hefur bankinn veitt aðstoð við fjárhagslega endurskipu- lagningu. Markaðshlutdeild bankans í útlánum jókst á síðasta ári úr 35% í 39%. Á sama hátt varð aukning í innlánum mikil á síðasta ári, og nam hún um 34%. Voru innlánoru í árslok 1998, 5.100 milljónir króna. Markaðs- hlutdeild bankans jókst um 4% á árinu og var nú í árslok 34%. ... Megin skýringuna á þessari miklu aukningu er að finna í útlánum til sjávar- útvegsfyrirtækja, en Landsbankinn hefur um árabil tekið virk- an þátt í uppbygg- ingu sjávarútvegs á Suðurnesjum og gengt forystuhlut- verki í fjármögnun... WlQSKmZl catvmnulíf Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.