Víkurfréttir - 10.06.1999, Síða 15
Landslióió í knattspyrnu U-21
Knattspyrna
Okkar menn skora fyrir 21 árs liðið
Landsliðsmenn okkar Suðumesjamanna í 21 árs liði Islendinga í
knattspymu, Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson
sáu um að skora mörkin gegn Armenum í 2-0 sigri Islendinga.
Haukur Ingi var ekki í byrjunarliðinu en þurfti ekki nema 11 mínút-
ur til að setja knöttinn í netið eftir að hafa komið inn á á 75 mínútu í
þessum fyrsta sigri 21 árs liðsins í keppninni.
Til Moskvu fyrir tíu mínútur
Víkurfréttir höfðu tal af Liverpool-Keflvíkingnum Hauki Inga
Guðnasyni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar skömmu fyrir brottför 21
árs landsliðsins áleiðis til Moskvu. VF var að vonum ekki ánægt
með að Haukur skyldi ekki vera í byrjunarliðinu gegn Armenum og
spurði því kappann hvort ekki yrðu gerðar útbætur á í Moskvu.
Haukur sagði keppnina um stöður í liðinu harða og að auki væri
hann nreiddur á ökkla. Gerði hann því ráð fyrir að fá ekki mikið
meira en 10-15 mínútur í leiknum í Moskvu.
Neðri deildir og bikarkeppnin
Njarövíkingar
á sigurbraut
Njarðvfldngar lögðu Víking frá
Olafsvík sl. fímmtudag og tryg-
gðu Finnur Þórðarson (2) og
Sævar Eyjólfsson heimamönn-
um 3-1 sigur. Njarðvíkingar
voru mun sterkara liðið allan
leikinn og aldrei spuming um
hvort liðið bætti við sig 3 stig-
um.
Þórarinn skoraði
3 gegn Þrótturum
Maðurinn sem tryggði úrvals-
deildarliði Grindvíkinga áfram-
haldandi veru í efstu deild í síð-
asta leik síðustu leiktíðar, Þórai-
inn Olafsson, lék með GG gegn
Þrótti, Vogum, og skoraði 3 af 6
mörkum heimamanna í 6-2
sigri. Þróttarar sitja nú á botni
riðilsins, stigalausir.
Leikiö í 3. deildinni
I kvöld kl. 20 leika Reynir og
GG í Sandgerði og á morgun á
sama tíma mæta Þróttarar
Njarðvíkingum í Vogunum.
Netfang íþrótta!
jak(s ivf.is
Víðir og Njarðvík
í 32 liða úrslit
bikarsins
Garðbúar lögðu Fylki 23 með
sjö mörkum gegn einu og
Njarðvíkingar Víkinga frá
Olafsvík 2-0 með mörkum
Bjama Sæmundssonar og Gísla
Þórs Þórarinssonar. Þróttur frá
Vogum, Keflavík 23 og Grinda-
vík 23 ára og yngri lágu öll.
Skagamenn mæta á
Njarðvíkurvöllinn og
Framarar í Garöinn
Dregið var í 32 liða úrslitum
Coca-Cola bikarkeppni KSI sl.
þriðjudag en 4 Suðurnesjalið
voru í pottinum. Svo skemmti-
lega vill til að þessi 4 lið keppa
aðeins gegn 2 liðum, ÍA og
Fram. Víðismenn frá Framara í
heimsókn og Njarðvíkingar
Skagamenn á meðan Grindvík-
ingar leika gegn Fram 23 og
Keflvíkingar gegn ÍA 23 á úti-
velli. Leikimir fara fram dagana
15-16. júní nk. og hefjast allir
kl. 20.
Fylkismenn
í heimsókn
Víðismenn mæta Ólaft Þórðar-
syni og Arbæingum á morgun
kl. 20 í Garðinum. Víðismenn
em efstir í 1. deildinni en Fylkir
er í 4. sæti.
Grindvíkingar stóðu í útvarpsrekstri um síðustu helgi í tengslum
við sjómannahátíðina Sjóarann síkáta. Útvarpsstöpin FM 89,5
sendi út fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Meðfylgjandi
mynd var tekin af ljósmyndara okkar í Grindavík í útsending-
arveri stöðvarinnar. VF-mynd: Tobbi
Nú verðup að sækja öll stlgin
Landssímadeildin rúllar aftur af
stað á laugardag er Keflvíking-
ar fá fyrrverandi þjálfara sinn
Inga Bjöm Albertsson og Vals-
menn hans í heimsókn á kl. 14
og Grindvíkingar sækja Vík-
inga heim kl. 20 sama kvöld.
Bæði liðin þurfa nauðsynlega á
stigum að halda og mikilvægt
að tapa sem fæstum stigum
gegn þeim liðum sem eru á
svipuðum stað í deildinni. Vals-
menn mæta til leiks með „nýj-
an“ þjálfara við stjómvölinn og
leggur þingmaðurinn fyrrver-
andi örugglega ofuráherslu á að
ná stigum í Keflavík, hvort
heldur vegna stuttaralegs þjálf-
araferils þar eða almenns stiga-
leysis Valsmanna. Grindvíking-
ar ætla sér eflaust að gera betur
gegn Víkingum en nágrönnum
þeirra tókst í 1. umferð og ná
sér í leiðirtni í betra sæti á stiga-
töflunni. Grindvíkingurinn
Hjálmar Hallgrímsson verður í
leikbanni gegn Víkingum.
Hann sagði leikinn mikilvægan
og sárt að missa af honum.
„Þetta er einn af þeim leikjum
sem má ekki tapast og mjög
gott væri að fá öll þrjú stigin."
Þú fékkst tveggja leikja bann
yegna brottrekstrarins gegn
IBV. Hvað voruð þið að eigast
við þú og Steingrímur marka-
hrókur?
„Mér finnst þetta atvik alls ekki
útheimta tveggja leikja bann.
Eg var að hlaupa út á vinstri
vænginn þegar Steingrfmur
hljóp í veg fyrir mig. Það var
svo sem ekkert til að kvarta yfir
og ég breytti einfaldlega um
stefnu en þá hljóp hann aftur
fyrir mig og hindraði mig í ann-
að sinn. Eg hreitti í hann hvað
hann væri eiginlega að reyna að
gera og slæmdi svo opnum lófa
aftan í hársvörðinn á honum.
Dómarinn sá þetta og þegar
hann nálgaðist hraut Steingrím-
ur skyndilega í jörðina og engd-
ist eins og hann hefði verið
sleginn með hafnarboltakylfu.
Brottrekstrinum mótmæli ég
ekki því það er aldrei réttlætan-
legt að slá til andstæðings í leik
en tveggja leikja bann átti ég
ekki skilið."
KR-stúlkur væntan-
legar í heimsókn
Stúlknalið Grindavíkur er án
stiga í Meistaradeild kvenna að
loknum 4. umferðum en liðið J
hefur bætt leik sinn í hverri um- ;
ferð og fyrstu stigin koma brátt í |
hús. Næstkomandi þriðjudag
gefst aðdáendum kvennaknatt-
spymu á Suðumesjum færi á að
sjá meistara KR-inga á Grinda- J
víkurvelli en þeirra á meðal er
Keflvfkingurinn Olga Færseth.
Leikurinn hefst kl. 20 og má
gera ráð fyrir að á brattann verði
að sækja fyrir Grindvíkinga.
„Liðið er hægt og rólega að fá
sjálfstraust og öðlast trú á sjálf- |
um sér. Leikurinn gegn KR
verður erfiður enda úrvalsleik-
menn í öllum stöðum" sagði
Pálmi Ingólfsson þjálfari
Grindavíkurstúlkna.
Sport á netinu
www.keflavik.is
/knattspyrna
Knattspyrnudeild Kefla-
víkur hefur opnað
heimasíðu að nýju eftir
talsverða tatknilega örð-
ugleika. A síðunni verða birt
úrslit í leikjuni Keflvíkinga
auk þess sem liægt verður að
fylgjast með nýjustu fréttum.
Steinb jörn Logason og Snorri
Birgisson eru umsjónarmenn
síðunnar og taka við upplýs-
ingum og athugasemdum í
síma 421-5388 og á tölvupóst-
fangið kef-fc@ok.is.
Víkurfréttir
15