Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 08.07.1999, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.07.1999, Blaðsíða 8
Ný bílasala í Njarðvík Erlinj>ur Hunncsson opnaði síðasta laugar- dag bílasöluna Bílavík að Holtsgötu 54 í Njarðvík, húsnæði sem áður hýsti R.H-innréttingar. „Eg er mjög ánægður ineð opn- unarhclgina og vill þakka Suðurnesjamönnum góðar móttökur. Salurinn er um það hil 400 fermetrar og iljótlega verður pláss fvrir 30-40 notaðar bifreiðar ut- anhúss. Það hefur verið rnikill uppgangur í hílasölu- málum sl. 2 ár og 9000-1000 bílar selst á svæðinu en í eðlilegu árferði ættu svona 600-700 bílar að seljast. Að fvrirtækinu standa auk mín, Andrés Hjaltason, Ragnar Halldórsson, Benjamín Guðmundsson og Valdimar Þorgeirsson en eiginlegir starfsmenn verða tveir. Byrjunin lofar góðu og á ég ekki von á öðru en að fram- hald verði á enda ég ekki óreyndur í bílasölubransan- um“ sagði Elli Hannesar, eins og liann er alla jafna kallaður. Fyrstu kaupendurnir leystir út med blómum Eigendur fyrstu bíl- anna.Sesselja Woods Kristinsdóttir, Jens Krist- björnsson, Kristbjörn Al- bertsson annars vegar og hins vegar Erla Andrésdótt- ir Hjalti Gudmundsson 76% vilja í Fjölbraut Alls hafa 735 umsókn- ir bárist um nám við FS á næstu haustönn, þar af 225 frá nýnemum. Hæst hlut- fall nýnema er úr Gerða- skóla en þaðan sækja 88% útskriftarnema um skóla- vist í FS. Minnstan áhuga á FS hafa Vogabúar en „að- eins“ 63,6% útskriftar- nema tíunda bekkjar sækj- ast eftir skólavist i FS næstu haustönn. Hjólastólafarþegar í hvalaskoöun Sjávarlífsskoöunarfvr- irtækið Hvalstöðin Keflavík undir stjórn Guðmundar Gestsson- ar bætti heldur betur á sig blómum fyrir yfirstandandi ferðamannatímabil og geta þeir sem bundnir eru hjóla- stóluni nú hreinlega ekið sjálfum sér um borð. Við þurftum í fyrra að bera hjólastólafarþegana yfir lunn- inguna og ákváðum að reyna að bæta aðgengið. Nú er hægt að aka alla leið um borð. Þá höfum við sett upp neðansjáv- armyndavél með Ijósnæminu 0,003 LUX sem er afar gott og dugir niður á allt að 80 metra. Við höfum nú aðeins látið reyna á 30 metrana og er útsýnið nánast eins og á sjón- varpsskjá. Þar að auki höfum við meðferðis hljóðnema sem nemur höfrungasönginn, þ.e.a.s nemur tíðni höfrunga og getum við oftast hlustað á hljóðin í þeim þegar við slökkvum á öllum vélum um borð. Það skemmtilega við ferðirnar þetta sumarið er þó að æ fleiri Islendingar koma með. Við höfum veitt því eft- irtekt að oft hringja íslending- ar og skrá sig á ferðir með er- lendum vinum og kunningj- um sem eru í heimsókn. Þess- ir sömu aðilar koma síðan aft- ur og nú með eigin tjölskyld- ur. Staðreyndin er nú sú að marg- ir bomir og bamfæddir Kefl- víkingar hafa aldrei séð nán- asta nágrenni bæjarins frá sjó" sagði Guðmundur Gestsson. 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.