Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 08.07.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 08.07.1999, Blaðsíða 10
Grinda víkurbær Húsnæði óskast til leigu Grindavíkurbær þarf að útvega nokkrum starfsmönnum húsnæði, sem hyggjast flytja til bæjarins. Viðkomandi starfsmaður gerir sjálfur leigusamning. Húsnæði af öllum stærðum kemur til greina. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að leigja húsnæði eru beðnir að hafa samband við: Jón Hólmgeirsson, bæjarskrifstofunni að Víkurbraut 62, sími 426 7111. Þak í lausu lofti fylgdust með þegar efri hæð Vallargötu 5 var hífð af gras- blettinum og húsið stækkað um næstum því helming enda ekki á hverjum degi sem þessi aðferð er notuð við húsbyggin- gar hérlendis VF-mynd Franz Sandgerðisbær Húsnæði til leigu Til leigu er 4ra herbergja, 100m2 íbúð íparhúsi. Umsóknir berist hús- næðisnefnd fyrir 17. júlí 1999. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 423 7555. Húsnæðisnefnd Sandgerðisbæjar Grinda vfkurbær Skólaritari Skólaritara vantar til starfa við Grunnskólann í Grindavík frá 1. ágúst n.k. Um er að ræða fullt starf sem felst f daglegri umsjón með skrifstofu skólans m.a. símavörslu. Við leitum að einstaklingi með lipurð í sam- skiptum og kunnáttu á tölvur. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 426 8504 og aðstoðar- skólastjóri í síma 426 8363. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Grindavíkurbæjar fyrir 15. júlí 1999. Bæjarstjóri Smiðurinn Ómar Svavarsson og eiginkona hans, Gyða Björk Guðjónsdóttir, eru búin að standa í ströngu síðastliðin þrjú ár og hafa aldeilis tekið húseign sína, Vallargötu 5 í Sandgerði, í gegn. „Við keyptum húsið 1996 og urðum fyrir því ári seinna að bílskúrinn brann. Segja má að síðan það gerðist hafi ég verið í hlutverki „framkvæmdaná- grannans", þess sem aldrei er friður fyrir og bæði vekur og svæfír nágrannana með ham- arshöggum og látum. Húsið sem er úr timbri hafði verið forskalað og reyndist við nán- ari könnurn allt fúið. Þá upp- götvuðum við að samkvæmt upphaflegri teikningu frá 1953 var húsið á tveimur hæðum en hafði verið tekið niður eftir bmna 1962. Fyrst lagaði ég skúrinn og hófst síð- an handa við að byggja efri hæðina. Var hún smíðuð í garðinum hjá mér og síðan hífð upp með krana og fest á þá neðri með BMF þakakker- um og 20 cm löngum frönsk- um skrúfum. Með því að vinna þetta svona þá flýtti ég heilmikið framkvæmdunum og þó margir hafi lyft brúnum og furðað sig í upphafi. Nú styttist í að þetta 68 fermetra húsnæði okkar breytist í svona 110-115 fermetra." Nýburar Briet Jóhannesdóttir og Róbert Sigurþórsson eign- uðust stúlku 13. júní s.l. Hún var 15 merkur og 53 sm. Fanney Pétursdóttir og Sigurður Jónsson eignuðust dreng 21. júní s.l. Hann var 18 merkurog 55 sm. Helga Laufey Jóhannesdóttir og Tryggvi Þ. Tryggvason eignuðust stúlku 30. júní s.l. Hún var 15 merkur og 53,5 sm. Kristín Sigurðardóttir og Haukur Ingimarsson eign- uðust dreng I. júlí s.l. Hann var 17 merkur og 55 sm Deslijati Sjarif og Ögmundur Snorrason eignuðust stúlku 4. júlí. s.l. Hún var 14,5 rnerkur og 52 sm. REYKJ ANESBÆR Markaðs- og ATVINNUMÁLASKRIFSTOFA VlÐSKIPTAÞJÓNUSTA í SENDIRÁÐUM ÍSLANDS Markaðs- og atvinnumála- SKRIFSTOFAN, í SAMSTARFI VIÐ VlÐSKIPTAÞJÓNUSTU UTANRÍKIS- RÁÐUNEYTISINS, MUN STANDA FYRIR VIÐTALSTÍMUM MEÐ VÖLDUM VIÐSKIPTAFULLTRÚUM ÍSLENSKRA SENDIRÁÐA Á SKRIFSTOFU MOA í LOK ÁGÚST. ÞEIR SEM VILJA KYNNA SÉR STÖRF VIÐSKIPTAFULLTRÚANNA HAFI SAM- BAND VIÐ ÓLAF KJARTANSSON EÐA JOHAN D. JÓNSSON FYRIR 15. JÚLÍ NK. í SÍMA 421-6750 Efpi hæðin byggð úti í garði 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.