Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.07.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 15.07.1999, Blaðsíða 10
RAÐAUGL YSINGAR Grinda víkurbær Skólaritari Umsóknarfrestur um starfskóla- ritara í Grunnskóla Grindavíkur framlengist til 23. júlí 1999. Um er að ræða starf sem felst í daglegri umsjón með skrifstofu skólans m.a. símavörslu. Við leitum að einstaklingi með lipurð í samskiptum og kunnáttu á tölvur. Staðan var auglýst sem fullt starf. Einnig kemur til greina að ráða í tvö hálfsdagsstörf, fyrir og eftir hádegi. Umsækjendur þurfa að hefja störf 1. ágúst n.k. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 426 8504 og aðstoðarskólastjóri í síma 426 8363. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna að Víkurbraut 62, Grindavík. Bæjarstjóri Grinda víkurbær Hús til sölu Húsið Austurvegur 9 (Hestabrekka) í Grindavík er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Húsið hefur ekki lóðar- réttindi en stöðuleyfi til 10 ára. Byggingarréttur fylgir ekki og ekki afnot af ræktuðu túni við húsið. Upplýsingar veitir byggingarfulltrúi Viðar Már Aðalsteinsson í síma 426 7111. Tilboðum skal skila á bæjarstjóraskrifstofuna að Víkurbraut 62 í síðasta lagi 30. júlí 1999. Bæjarstjórinn í Grindavík Atvinna Óskum eftir vönum mönnum á þungavinnuvélar. Upplýsingar í sfma 899 0532 Vélaleiga Auðuns Þórs. Sparisjóöurinn í Keflavík og Kaupþing Luxombourg: Samstarf um eignastýringu og ávöxtun Sparisjóðurinn í Keflavík og Kaupthing Luxembourg S.A. hafa tekið upp samstarf um eignastýringu og ávöxtun fjármuna fyrir viðskiptavini sparisjóðsins. Fyrsti samn- ingurinn hefur nú verið undirritaður en það er við Lífeyrissjóð Suðurnesja. Samningurinn við lífevris- sjóðinn er í upphafi að fjárhæð 2 milljarðar króna og er áætlaö að við hætist hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins í framtíöinni. Markmiðið með samstarfinu er að bjóða lífeyrissjóðnum og öðrum nviðskiptavinum spari- 5 sjóðsins þjónustu á sviði eignastýringar með það að markmiði að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu. Kaupthing Luxembourg S.A. er með að heildarverðmæti 13 milljarða í sinni vörslu fyrir fyrirtæki, sjóði og einstaklinga og hafa ijármunir í vörslu aukist stöðugt frá því fyrirtækið var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Starfsmenn Kaupthing Lux- embourg S.A. eru nú ellefu talsins af sex þjóðemum. Sparisjóðurinn í Keflavík varð aðili að Verðbréfaþingi íslands í mars á mþessu ári og hafa mar- gir viðskiptamenn Sparisjóðsins nýtt sér þessa nýju þjónustu. Með samstarfinu við Kaupthing Luxembourg S.A.er enn verið að bæta þjónustuna með tengslum við erlenda verð- bréfamarkaði og faglegri ráðgjöf um eignasamsetningu og ávöxtun. Sparisjóðurinn í Keflavík stefnir að því að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem viðskiptastofa getur boðið upp á, Þetta er því mikilvægt skref í uppbyggingu á við- skiptastofu Sparisjóðsins því nú getur hann einnig sinnt erlend- urn verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína. Scheving í Grindavíh Sýning á verkunt Gunnlaugs Schevings stendur yfir í „Kvennó" í Grindavík. A sýn- ingunni eru 20 verk, olíumál- verk og vatnslitamyndir, sem öll eru í eigu Listasafhs íslands og er sýningin unnin í sam- i vinnu safnsins og Grindavíkur- bæjar. A sýninguna í Grindavík hafa verið valin verk sem tengj- ast Grindavíkurdvöl lista- mannsins. Þar getur að líta myndir úr þorpinu, úr starfi sjó- manna og myndir af fólki. Sýn- ingin stendur til 18. júlí og er opin kl. 12-15 virka daga og kl. 12-17 um helgar. Standandi f.v: BJörn Jónsson, Kaupthing Luxembourg, Friójón Einarsson, framkvæmdast. Lífeyrissjóðs Suðurnesja, Jón Ægir Ólafsson, varaformaður LS, Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri. Sitjandi f.v.: Sigurður Einarsson, stjórnarform. Kaupthing Luxembourg, Halldór Páisson, stjórnarform. Lífeyrissjóðs Suðurnesja.Benedikt Sigurðsson, stjórnarform. Sparlsjóðslns. Atvinna Besta ehf. Njarðvík óskar eftir starfsmanni. Starfið felst í af- greiðslu í verslun, ásamt útkeyrslu og lagerstörfum. Vinnutími 8-17 virka daga. Um framtíðarstarf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur riti umsóknir með eigin hendi og sendi til Víkurfrétta merkt „Besta 2" Fyrir 22. júlí 1999. J Gerðahreppur Útboð Gerðahreppur óskar eftir tilboðum í verkið „Malbikun í Gerðahreppi 1999". Eyjaholt, Melabraut - Gaukstaðavegur. Verkið felst í: Malbiksviðgerðir ca. 100m? Malbiksútlögn, yfirlag ca. 5000m? Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 1999. Útboðsgögn fást gegn 5000.- kr. skilatryggingu á skrifstofu Gerðahrepps, Melbraut 3, 250 Garður. Tilboði skal skila í lokuðu umslagi merktu. Gerðahreppur Melbraut 3, Garður Malbikun Gerðahreppi 99 Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 23. júlí 1999, kl. 11.15. Gerðahreppur. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.