Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 09.09.1999, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 09.09.1999, Blaðsíða 1
FRETTIR 36. TÖLUBLAÐ 20. ÁRGANGUR FIMMTIJDAGURINN. 9. SEPTEMBER 1999 Allar tryggingar Bjóðum við upp á hagkvæman kost fyrir þig? Það kostar ekkert að hafa samband Ökutækjatryggingar, Hústryggingar Heimilistryggingar, Brunatryggingar Líf og sjúkdómatryggingar Skipatryggingar, Rekstrartrygging Vörður Vátryggingafélag Hafnargötu 45. Kcflavík, slmi 421 6070. fax 421 2633 Hafnargötu 32 Keflavík sími 421 7111 '<1 ffl HH ffl < ffl PQ < O Ö i—i CQ > ffl o Þ O o <1 E-< Eh 'H <1 Eh CQ Stofnfé Sparisjóðsins í Keflavík aukið: Kaup á stofnfjár bréfum veita skattafslátt Nú hefur fengist heimild fyrir því að kaup á stofnfjárbréfum í sparisjóðnum á árinu 1999 veiti skattafslátt eins og önnur hlutabréfakaup. Af þessu tilefni verður stofnfé Sparisjóðsins aukið um 105 milljónir og Suðumesjamönnum sem öðmm verður boðið að kaup hlut í Sparisjóðnum í Keflavdc. Hveil stofnfjárbréf er að nafnverði 150.000 kr. og stendur nú í 173.521 kr. m. v. endurmat. Eitt atkvæði fylgir hverjum 150.000 kr. Iilut. Einstökum aðilum er aldrei heimilt að fara með meira en 5% af heildaratkvæðamagni í Sparisjóönum. Stofnfjáreign gefur rétt til setu á aðalfundi Sparisjóðsins. Stærra og betra Tímarit Víkurfrétta kemur út á morgun Þriðja tölublað Tímarits Víkurfrétta, TVF, kemur út í fyrramálið. Meðal annars efnis má nefna viðtöl við fema foreldra tvíbura á Suðurnesjum, mótorhjólafeðga og flugkappa. Davíð Ólafsson, næsti stórsöngvari segir frá dvöl sinni erlendis, einnig Suður- nesjakonur sem fóm á vit ævintýra í Ameríku. TVF birtir myndir úr brúðkaupsveislum og mannlíf er í stómm skammti. Þá skoðum við álfa sem búa á Hraunsveginum í Njarðvík ásamt umræðu um árangur Keflvík- inga í knattspymunni. ör þjálfaraskipti og fjölnota hús, Reykjaneshöllina! Chitty Chitty Bang Bang gæti verið á leiðinni til Keflavíkur, við skoðum íbúð í Háseylunni í Njarðvík sem var í fréttunum í vor Þá er verðlaunakross- gáta í blaðinu. Blaðið er mun stæna en áður, samtals 64 síður og verðið er við allra hæfi, aðeins kr. 349,- Sölubörn geta mætt á skrifstofur Víkurfrétta kl. 10 í fyrramálið. F egmnarviðurkenningar í Reykjanesbæ Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar afhenti fimm aðilum viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og hús. Fleiri myndir af fallegum görðum og húsum í blaðinu í dag. FYRSTU ÍBÚARNIR FLUTTIR í R0CKVILLE Á síðustu misserum hafa tölu- verðar framkvæmdir verið í Rockville sem var fyiT á árum ratsjárstöð og síðar alræmt draugabæli. I dag eru engir draugar þar á ferð heldur duglegt fólk sem leggur nótt við nýtan dag að laga man- nvirkin sem þar eru. Allt er þetta gert í Drottins nafni. Ómar Guðjónsson, stundum neíhdur lávarðurinn af Rockville, því hann kom þangað fyrstur manna, hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum á svæðinu. „Eg var að negla fyrir alla glugga og laga húsin sem hér eru. Nú emm við sex sem búum hér og það er nóg að gera fyrir okkur og mikið meira en það. Við höfum garnan af þessu því við viljum hjálpa öðrum sem voru á sama stað og við öll, í myrkrinu", sagði Ómar. „Nú erum við með leigusamning til tveggja ára og helmingur hans þegar liðinn. Við erum búin að leggja 11-13 milljónir í verkefnið og eigum eftir að borga allavega 10 milljónir til viðbótar", segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins. Heimsókn í Rockville er hluti af ótrúlega tjöl- breyttu efni í 3. tölublaði TVF, tímariti Víkurfrétta sem kemur á sölustaði í fyrramálið. Sjá einnig meiri umfjöllun um Rockville í VF í dag. co ~mr Betri sýn a namið VIÐ SJAUM UM FJARMALIN n ÁMSMANNAÞJONUSTA SPARISJÓÐSINS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.