Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 09.09.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 09.09.1999, Blaðsíða 6
Grunnur lagður að nýju lífi í Rockville / vormánuðum \ ar þó nokkur umræða um endurreisn Rockville- svæðisins og talað var um að hið kristilega líknarfé- lag Byrgið, fengi húsin sem þar eru, til afnota. Hjálmar Árnason var í forsvari fyrir þessari framkvæmd á sínum tíma. „Góður maður, héðan úr Kefla- j vík, bauð mér eitt sinn að koma j að skoða starfsemi Byrgisins j austur á Hlíðardalsskóla. Eg hreifst af því sem ég sá og löngu seinna, þegar ég var að keyra framhjá Rockville, sló j þessri hugmynd niður að nýta húsin sem þar eru. Byrgið var þá í dýru leiguhúsnæði. Utan- rfkisráðherra og aðmíráll Vamaliðsins tóku strax vel í hugmyndina og gengið var frá samningi milli Vamaliðsins og Byrgisins. Þegar farið var að skoða byggingamar kom í ljós að skemmdarvargar höfðu ver- ið duglegir við að brjóta rúður og fleira. Að öðm leyti var ástandið ágætt. Húsin hefðu ekki þolað annan vetur ókynt, en stefnt er því að hiti og raf- magn verði mjög fljótlega kominn á.” Iir Byrgið búið að kaupa Rockville? „Nei, það er enn í eigu Vama- liðsins en verið er að gera út- tekt og undirbúa að Vamaliðið skili Rockville.” Hverjir koma að fjármögnun þessa verkefnis? „Allir sem leitað hefur verið til hafa tekið umleitaninni mjög vel. Ríkissjóður hefur lagt til fjármagn og vistmenn greiða daggjöld sem fara uppí kostn- aðinn. Einnig hafa einstakling- ar og fyrirtæki gefið vömr, vinnu o.fl.” Er einhver starfsemi þarna núna? „Nokkrir einstaklingar hafa haldið til þar í sumar og unnið að endurbótum á húsnæðinu með það fyrir augum að Byrgið geti flutt í haust. Ymis iýrirtæki hafa haft samband með það í huga að vera þar með atvinnu- starfsemi. Ein hugmynd er að reka einangmnarstöð fyrir j gæludýr. Það mál er í undir- búningi en til að svo verði þarf að breyta landslögum.” Nú hafa sumir e.t.v ákveðna fordóma gegn slíkri starf- semi? „Eg vil leggja áherslu á að Byrgið hefur verið í Hlíðardals- skóla, rétt hjá Þorlákshöfn, og í húsnæði í miðbæ Hafnarfjarðar og þar hafa engin vandamál komið upp varðandi umhverf- ið. Á öllum þeim tíma sem Byrgið hefur verið starfandi hefur aldrei þurft að kalla á lög- reglu vegna vistmanna.” Hvaða þýðingu hefur starf- semi sem þessi fvrir samfé- lagið? „I Byrginu fer fram frábært starf og þar hefur fjölmörgum verið hjálpað úr dapurri neyð til hamingjuríks lífs. Fyrir nokkru hitti ég einn skjólstæðing Byrg- isins og það sem hann sagði verður mér ætíð minnisstætt. Þessi maður var búin að fara 50 sinnum í meðferð á Vog og var í mikilli neyð. Hann var búin að missa öll tengsl við bömin sín og hafði aldrei séð barna- bamið sitt. Hann sagði: „Það er svo gaman að lifa, ég hlakka svo til að vakna á morgnana að ég á erfitt með að sofna á kvöldin.” Guðmundur Jónsson er forstöðumaður Byrgis- ins. Hann sagði að eng- inn færi uppí Rockville fyrr en eftir afeitrun og 2 mánaða fyrsta stigs meðferð- arprógramm undir stjórn Olafs Olafssonar fyrrverandi landlæknis. Olafur ntun svo koma ákveðna daga í viku uppí Rockville og sinna fólki. Hvenær á að opna? „Það stóð til að opna 2.septem- ber en við erum enn að ganga frá rafmagninu svo við reynum að opna í lok mánaðarins.” Verður Byrgið í Rockville til frambúðar? „Nú emm við með leigusamn- ing til tveggja ára og helmingur hans þegar liðinn. Við erum búin að leggja 11-13 milljónir í verkefnið og eigum eftir að borga allavega 10 milljónirtil viðbótar þannig að ég geri ráð fyrir að við verðum þar áfram.” Vantar vkkur einhverja sér- staka hluti? „Okkur sárvantar borð og stóla í matsalinn, einnig vantar okk- ur margvísleg heimilistæki og húsgögn eins og ísskápa, þvottavélar o.fl. Ef fólk hefur vill færa okkur slíka hluti þá er allt vel þegið og það getur ann- að hvort komið uppí Rockville eða hringt þangað í síma 697- 5066 eða á skrifstofu Byrgisins í síma 565-3777.” Viðskiptavinir Samkaupa í Njarðvík hafa eflaust tekið eftir ýmsum breytingum sem verið er að gera á versluninni. „Við emm að breyta ferli um búð- ina með það markmið að reyna að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar og auka áherslu á grænmeti og ávex- ti”, sagði Skúli Skúlason full- trúi framkvæmdastjóra. „Þeg- ar við settum upp ávaxtaborð- ið þar sem það er núna þá stórjókst sala á grænmeti og ávöxtum. Nú stendur til að færa það þangað sem búsá- haldadeildin er til að gera að- gang að því betri. Búsáhalda- deildin fer í hinn enda versl- unarinnar þar sem skóbúðin var áður.” Eru fleiri breytingar á döfinni? „Við erum að taka upp nýja fatalínu og breyta þar með áherslum í fatnaði. Lilja Sam- úelsdóttir er nýráðinn deildar- stjóri yftr sérdeildinni þar sem Guðrún Kristinsdóttir hefur hætt störfum eftir áratuga far- sælt starf hjá Kaupfélaginu. Hörður Sigfússon er nýráðinn aðstoðarverslunarstjóri. Hann er Suðumesjamaður með ára- tugalanga reynslu af verslun- arstörfum. Eru breytingarnar kostnað- arsamar? „Vissulega kosta svona breyt- ingar talsverða peninga en verslun snýst um að gera við- skiptavininn ánægðan. Þetta er iiður í samkeppninni því við viljum vera vakandi yfir því sem er að gerast í verslun og þjónustu.” Kristnitökuhátíð í Reykjaneshöll Undanfarna inánuði liefur ncfnd krist- nitökuhátíðar á Suðurnesjum verið að skipuleggja hátíðina. Fyrirhugað er að hátíðin verði haldin í fjölnota fþróttahúsinu, „Reykjanes- höllinni" dagana I .-2. apríl árið 2000. Dagskráin verður nijög fjölbreytt og viðamikil. Grindvíkingar hyggja á sérstök hátíðaliöld í Grindavík. Tímarit Víkurfretta kemur út á morgun! Tryggðu þér einak! Leit hafh aö Herra Suðurnes Leitin að Herra Suðurnes 1999 er hafin. Keppnin verður haldin í Stapa undir lok október nk. Sigurvegarinn tekur síðan þátt í keppninni Herra Island 1999. Leitað er að ungum og hressum strákum sem eru til í að konia sér í gott form og taka þátt í keppninni um fallegasta karlmann á Suðurnesjum. Nýráðinn framkvæmdastjóri keppninnar er Guðbjörg Glóð Logadóttir og unisjónarmaður verður Einar Lars Jónsson en líkamleg þjálfun verður í höndum Stúdíó Huldu. Þeir sem vilja taka þátt eða geta gefið ábend- ingar um væntanlega keppendur vinsamlegast hafi samband við Lassa í síma 862 0378 eftir kl. 19.00 fyrir finimtudaginn 16. september nk. l Bílvelta varð á Stafnesvegi nærri Hvalsneskirkju á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fjögur I ungmenni voru í bifreið sem hafnaði á toppnum utan vegar. Tveir sjúkrabílar voru kallaðir til auk lögreglu. Farþegi var lagður inn á sjúkrahús í nótt og sauma þurfti ökumanninn þrjú spor. Bifreiðin er mikið skemmd. VF-tölvumynd: Hilmar Bragi l_____________________________________l Breytingar á Samkaup 77/ sö/u Idnadar eða geymsluhúsnæði í byggingu að Grófinni 6a, ekið inn frá Bergvegi, skammt frá smábátahjöfninni. Stærð eininga er frá 85-95m2. Nánari upplýsingar í síma 421 4271 eða 421 1746 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.