Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 09.09.1999, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 09.09.1999, Blaðsíða 11
STÓRBÆTT INNSIGLING OG GÍFURLEG UPPSYEIFLA Dýpkunarframkvæmd við höfnina Grindavík lauk þann 20. ágúst. Svæðið var að mestu leyti klöpp og því þurfti að sprengja og 200.000 rúmmetrar af efni voru fjarlægðir úr höfninni. Búin var til 500 metra löng renna, 70 metra breið og 9,5 metrar að dýpt, samtals var 33.500 fm svæði dýpkað. „Tilboðsverkið hljóðaði uppá 400 milljónir króna og kostn- aðaráætlanir stóðust”, sagði Einar Njálsson bæjarstjóri. „Gamla siglingaleiðin gat tek- ið skip sem ristu 4-5 metra á fjöru en nú komast skip sem rista 7 metra. Það þýðir að nú er hægt að taka á móti öllum fiski- og flutningaskipum en ef þau eru lengri en 95 metrar þá þarf sérstakar tilfæringar.” Hefur þessi breyting ekki mikla þýðingur fvrir bæjar- félagið? „Gífurlega mikla. Nú getum við tekið við loðnuskipum og flutningaskipum og við sjáum fram á að það auki tekjur hafnarsjóðs. Þessi breyting mun hugsanlega hafa mjög góð áhrif á atvinnulífið og nú þegar eru ýmsir aðilar að skoða möguleika á atvinnu- starfsemi hér. Auknir flutning- ar sjóleiðis ntunu jafnvel létta töluvert af flutningum á Reykjanesbrautinni, en engar niðurstöður liggja fyrir enn. Róbert Ragnarsson ferða- og atvinnumálafulltrúi sér um að markaðssetja höfnina og kynna þessa nýju innsiglingar- GRIIMDAVÍK SÍDDEGIS í GÆR: St 'A'WlfKRTiMú'; Björgunarskipið Oddur V. Gíslason fór í siglingu með ráðamenn um innsiglinguna. Hér kemur skipið í land með % mannskapinn. Tðlvumyndir: pket leið, því hér er mjög góð þjón- usta fyrir skip.” Hefurðu orðið var við aukna eftirspurn eftir húsnæði að undaförnu? „Já, ég get ekki sagt annað. Búið er að úthluta 20 bygging- arlóðum og miklar fram- kvæmdir að fara í gang. Það má segja að það sé gífurleg uppsveifla í Grindavík þessa dagana”, sagði Einar Njálsson að lokum. J Hrukkueyðir Active Elastor" Lifting Skin Supporter Snyrtioörukynning Fösiudaginn ÍO sep. frá kl.: 14 iil 18 JAPÓTEK ISUÐURNESJA ..haust og vetrarlitirnir kynntir og nýtt lótíma long lasting make-up. Einkaumboö: Elding Trading Co., Áslaug H. Kjartansson, sfmi: 551 4286; fax: 551 5820 Raunverulegt vopn í baráttunni við hrukkumyndun, áhrifamikil vörn gegn sólargeislum Myndirnar sýna samanburð á húð þar sem notaður var Lumene - Lifting Skin Supporter með Active Elastor í 28 daga. LIFTING PROGRAMME Saga Keflavíkur: Þriöja bindi tilbúið Afundi Sögunefndar Keflavíkur, 11. ágúst sl., lagði formaður sögunefndar frant Slóveníuhluta Sögu Kefla- víkur en eins og áður hefur komið fram í VF var 3. hlutinn prentaður í Slóven- íu. Akváð nefndin að verð bókarinnar yrði kr. 3.900 og að formlegur útgáfudagur verði á menningarkvöldi Félags eldri borgara uni miðjan september. FRÉTTAVAKT 898 2222 LUMENE Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.