Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.09.1999, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 16.09.1999, Blaðsíða 7
Erfið staða h|á lögreglunni Ekki hefur framhjá nokkrum manni farið ágreiningurinn á milli Lögreglufélags Reykja- víkur og dómsmálaráðuneyt- isins varðandi kaup og kjör lögreglumanna í Reykjavík síðastliðnar vikur. Lögreglan í Keflavík auglýsir í VF í þess- ari viku eftir 7 almennum lög- regluþjónum og einum rann- sóknarlögregluþjóni og lög- reglan á Keflavíkurflugvelli eftir aðalvarðstjóra. Samtals eru þetta 9 stöður. VF spurði Karl Hermannsson, yfirlög- regluþjón um ástand mála. „Gert ráð fyrir að 24 lögreglu- menn starfi á vöktum hér í Keflavík og í dag eru 17 lög- regluskólagengnir lögreglu- menn við störf. I dag em þess- ar stöður mannaðar af óskóla- gengnum mönnum og mun hluti þeina hætta um mánað- armót. Þessar stöður þurfum við nauðsynlega að manna.“ Attu von á að hingað sæki óánægðir reykvískir lög- rejgluþjónar? „Eg á ekki von á því. Launin hér eru þau sömu og í Reykja- vík. Hér er þó kannski von á meiri aukavinnu, nokkuð sem hefði mögulega áhrif á þá Reykvíkinga sem vilja breyta til. Sæki hingað reyndir lög- regluþjónar úr Reykjavík er það besta mál.“ Hvað veldur brottfallinu úr lögreglunni í Keflavík á þessu ári? „Við höfum á síðasta áratug eða svo haft hérna sterkan kjama ungra lögreglumanna með talsverða starfsreynslu. Þegar lögreglumenn hafa ver- ið lengi undir aukavaktarálagi á helgamæturvöktum og því mgli sem þeim tengist án þess að laun hækki eða stöðuveit- ingar fylgi er óumflýjanlegt að þeir leiti annað eða breyti til innan lögreglunnar. Þetta ferli erum við að ganga í gegnum núna og hafa margir lögreglumenn fært sig á milli embætta eða horíið til annarra starfa að undanfömu." Lárus Salómonsson annálaður kraftajötunn og glímukappi. Fyrsta lögreglustöðin íKeflavík Annálaður kraftajötunn og glímumaður Saga Keflavíkur, þriðja bindi, er komið út. I tilefni ástands- ins í lögreglunni þótti tilvalið að fjalla um vandræði sem fyrsti lögreglumaðurinn í Keflavík lenti í tyrir 64 ámm. Fyrsti lögregluþjónninn í Keflavík hét Láms Salómons- son og hóf hann störf vorið 1935. Lárus var annálaður kraftajötunn og glímukappi og ekki ósennilegt að þessir eiginleikar hafi öðmm fremur tryggt honum starfið. Ekki geta nútímalögregluþjónamir kvartað sé eftirfarandi frásögn rétt en hún birtist í Alþýðu- blaðinu um skemmtanalok í samkomuhúsinu Draugnum í Keflavík. Orðrétt segir í bókinni: „Á laugardagskvöldið urðu einhver verstu slagsmál í Keflavík, sem menn muna þar. Æstir og dmkknir menn réðust á lögregluþjóninn Lár- us Salómonsson og börðu hann, rifu af honum fötin, slitu kylfuna af honum og eltu hann heim til hans og börðu hann þar , eftir að hann hafði símað til Reykjavíkur og kvatt lögregluþjóna þaðan til að- stoðar." Láms hætti störfum að u.þ.b. ári liðnu, af alveg sérstökum ástæðum. 77/ leigu Vegna flutnings OK samskipta ehf. er til leigu skrifstofuhúsnæði í miðbæ Keflavíkur að Tjarnargötu 2, 3. hæð, (Bústoðarhúsið). Góð aðstaða: Þrjú herbergi, eldhúskrókur, sér snyrting, geymsla og lyfta. Upplýsingar gefur Ásgeir, ísíma 421 3013 KnattspymudeiId Keflavíkur Lokahófí Stapa Laugardaginn 18. sept Sijómin 4V Veisla fyrír alla f omr sanna stuðningsmenn Borðhuld: uúci. nnnnr Tryggið yRkur miða í •Verðlauna afhending Hus,ð °F!,ar kl-19 30 • Skemmtiatríði frá leikmönnum • Happadrœtti •Þriggja rétta málsverður + áansleikur á aðeins 2.900 kr. tíma Því nú er búið að se{ja 240 miðar í forsölu á matinn. Miöar seldir í síma 421 5388 fyrir föstudaginn 16. sept. eöa komiö á skrifstofu deildarinnar niöur í sundkjallara og nálgist þar miöa. Ath. alla pantaðamiða og boðsmiða þarfað sækja fyrir kl. 20.00 á fímmtudaginn Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.