Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.09.1999, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 30.09.1999, Blaðsíða 7
Hrafnhildur stofnaði Jurta- gull hafði hún ekki úr ntiklu að moða. Hún hefur því ekki auglýst mikið í fjölmiðlum heldur lagt áherslu á að kynna vörumar á sýningum víðs vegar um landið. ,3g er ekki nógu dugleg við að hringja í verslanir, mér finnst skemmtilegra að vera í jurta- týnslu eða í framleiðslunni”, segir Hrafnhildur. Þrátt fyrir takmarkaða auglýsingu virð- ist varan hafa kynnt sig sjálf því salan gengur ágætlega, „hún mætti samt alveg ganga betur”, segir Hrafnhildur og henni fínnst sem Islendingar kunni ekki nógu vel að meta það sem þeir hafa hér heima, og séu að því leyti pínulítið gamaldags. „Við verðum að fara að trúa á það sem við eigum hér og vera stolt af þvf. Samstarfið við hollenska heildsölufyrirtækið sýnir að við erum engir eftirbátar ann- arra í framleiðslu á gæðavör- um.” ■HJRTAGIJLL í DREIFINGU I HOLLANDI Tengingin við Holland var einn af þessum hlutum sem bara gerðist. Það má með sanni segja að guð og góðir vættir séu Hrafnhildi hlið- hollir í því sem hún tekur sér fyrir hendur. „Ung kona frá Hollandi hringdi í mig frá Loftleiðum því hún hafði keypt sér hámæringu og var ofsalega hrifinn af vörunni. Hún spurði mig hvort ég gæti selt henni einn kassa af hámæringu. Það var auðsótt mál og ég mælti mér mót við hana. Eftir að hún kom aftur til Hollands byrjaði hún að hringja reglulega í mig. Ég skildi þetta ekki alveg og fannst þetta mjög sérstakt. Hún var svo almennileg og sagðist ætla að gera allt sem hún gæti til að koma vörunni á markað í Hollandi. Hún leitaði nokkurra leiða og hafði mikið fyrir því að fá fund hjá Natudis, sem er stórt heildsölufyrirtæki á heilsu- vörumarkaðinum í Hollandi. Áður en þeir hjá Natudis tóku ákvörðun um að taka vömna í dreiftngu sendu þeir hana á rannsóknarstofu þar sem hún var tekin alveg nið- ur í frumeindir. Utkoman var alveg fullkomin. Þeir fundu engin aukaefni, sem em í all- flestum vömm af þessu tagi. Ég tel að með þessum samn- ingi geta hlutimir snúist mér verulega í hag. Svo spyrst þetta út og þá veit maður aldrei. Ég held samt áfram að framleiða í skúrnum svo lengi sem plássið leyfir”, sagði þessi hugmyndaríka og kjarkmikla kona að lokum. Fyrirtæki: Absalon í Keflvík Tískuvöruverslunin Absalon opnaði þann 27. ágúst sl. en hún er staðsett við Hring- braut 92c. Verslunin sér- hæfir sig í vinsælum merkjafatnaði og fylgi- hlutuni fyrir unga fólkið. Eigendur Absalon eru hjónin María Guðmunds- dóttir og Neville Ander- son. „Við erum nieö vin- sæl merki eins og FUBU, KANI, BOSS, Malone, Wu Tang og Tommy Hill- figer og viðskiptin hafa gengið vel síðan við opn- uðum. Við höfum hugsað okkur að bæta vöruúrval- ið smá saman og í nóvem- ber förum við að selja skó frá vinsælum hönnuðm”, sagði María Guðmunds- dóttir. Bókabúð Keflavíkur semur við Heildverslun Pennans Fjórar bókabúðir utan höfuðborgarsvæðisins undirrituðu þann 24.september, sam- starfssamning við Heild- verslun Pennans, in.a. Bókabúð Keflavíkur. Samningurinn felur í sér að bókaverslanirnar fá beinan aðgang að vöru- dreifingarmiðstöð heild- verslunar Pennans. Ávinn- ingur verslananna er eink- um minna lagerhald, tímasparnaður vegna inn- kaupa, hnitmiðaðra vöru- úrval og hagkvæmari inn- kaup. Forráðamenn versl- ananna fullyrða að við- skiptavinir þeirra muni einnig njóta góðs af þess- um saniningi því vöruúr- valið verður betra og verð- ið lækkar. „Samningurinn tekur gildi um mánaðarmótin október- nóvember og það eru ýmsar ástæður fyrir að við fórum út í þetta samstarf. Þetta þýðir mikla samvinnu í markaðsmálum, útstilling- um og kynningum og auð- veldar okkur að gera ennþá betur en við eruni að gera”, sagði Þorsteinn Marteinsson eigandi Bókabúðir Kefla- víkur. Laugardaginn 2. október munu múgur og margmenni taka til hendinni á Rockville svæðinu, m.a. iðnaðarmenn frá Kefla\ íkurverktökum og menn frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt Byrgisfólki. Aðrir eru cinnig hjartanlega velkomnir. F.IÁRSKORTUR OG BIÐLISTAR LENG.IAST Ríkisstjómi íslands lofaði Byrginu fyrir 2 mán- uðum að leggja fram styrk til verkefnisins í Rockville. Málið hefur enn ekki verið afgreitt og á meðan ráðamenn þjóðarinn gera upp hug sinn eykst neyð þeirra sem aðstoð þurfa. Neyð- in er alls staðar, líka hér á Suðumesjum og nú eru 60 manns á biðlista eftir meðferðarplássi. Eini styrkurinn sem Byrgið hefur fengið frá ríkinu hingað til eru 2 milljónir króna. Sá styrkur var veittur með þeim skilyrðum að hann ætti að renna í heildarstarfsemi Byigisins, ekki til Rockville. Sá styrkur var veittur vegna vanefnda vistmanna við Byrgið. Það vill stund- um brenna við að fólk kemur í meðferð í Byig- ið, hverfur aftur útá götuna eftir nokkurra daga meðferð, fær greiddar bætur frá ríkinu en boig- ar ekki fyrir meðferðina. Skuldir vistmanna við Byrgið hljóðuðu uppá 4,6 milljónir en Byigið fékk, eins og fyrr segir, 2 milljónir frá ríkinu. SPARNAÐUR FYRIR Þ.IÓÐINA Á þeim þremur árum sem Byrgið hefur starfað og verið í dýmm leiguhúsnæðum, hefur stjóm- endum þess tekist að halda heildarskuldum í algjöru lágmarki. Nú eru skuldir þess, fyrir utan hitaveitu- og rafmagnskostnað í Rockville, á bilinu 4-6 milljónir. Mánaðarmeð- ferð í Byrginu kostar 35 þúsund krónur en lág- marksgjald á Vogi er 320 þúsund krónur. Vog- ur fær árlega 280 milljónir í ríkisstyrk. Byrgis- menn segjast vera stoltir af því að hafa sparað þjóðinni mikið fé. RF.YNT AÐ OPNA SEM FYRST Eftir að Byrgið tók við Rockville hafa miklu meiri skemmdir komið í Ijós, heldur en gert var ráð fyrir í upphafi. Vatnslagnir eru illar farnar og miklar frostskemmdir. Rafmagns- málin em í ólestri og því hafa miklar tafir orð- ið á verkinu. Nú er unnið hörðum höndum í Rockville til að hægt sé að hefja starfsemi þar j sem allra fyrst. FRÁB/ERAR UNDIRTEKTIR A SUÐURNES.HJM Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgis- ins, vill þakka Suðumesjmönnum fyrir frábær- ar undirtektir. Margir höfðu samband við Byrgið og gáfu húsgögn og fleira til starfsem- innar. Sérstakar þakkir fá Valgeirsbakarí og Sigurjónsbakarí sem hafa brauðfætt vistmenn í tvö ár. Guðmundur biður félagasamtök á Suð- umesjum að hafa samband við sig ef þau vilja hjálpa til við þrif og lokafrágang. Skrifstofa Byrgisins er opin frá klukkan 9-17 alla virka daga og síminn er: 565-3777. Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.