Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.09.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.09.1999, Blaðsíða 10
- segir Jón Magnús Harðarson veitingamaður sem hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Reykjanesbæ. Viðtal: Silja Dögg Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Jón M. Harðarson, veit- ingamaður, hefur lagt fram stjórnsýslukæru varðandi niðurstöðu bæjarstjórnar um að veita honum ckki áfengisveitinga- leyfi. Málið fær flýtimeðferð og gert er ráð fyrir að öll gögn liggi fyrir eftir 2-3 vik- ur. Jón og hans fjölskylda hafa orðið fyrir áreiti frá fólki út í bæ síðan hann kom fram í fjölmiðlum í ágúst og sagðist ætla að opna nektardansstað. ÞÁTTUR ELLEEIS Jón segist hafa vitað fyrir að það yrðu einhver læti í kring- um málið en hann bjóst hins vegar ekki við að fá neitun. Hann segir að bæjarstjórn hafa hafnað vfnveitingaleyfi, grundvallað á persónulegum skoðunum fulltrúa en ekki byggt á gildandi lögum og reglum. „Ellert Eiríksson var t.d. búin að láta gera fyrir sig lögfræðiálit þar sem kernur fram að bæjarstjóm hafi ekki lagalegan rétt til að hafna leyfinu á þeim forsendum að um nektardansstað sé að ræða. Mér finnst það ósann- gjamt af honum að koma með tillögu um að veita mér leyfi til áfengisveitinga frá klukkan 12 á hádegi til klukkan 8 á kvöldin. Hann var með þess- ari tillögu að reyna að koma sér hjá kæm og tók sénsinn á að hún yrði samþykkt. Eg hefði voðalega lítið aðhafst ef svo hefði farið”, segir Jón. MALIÐ FÆR FLYTI- MEfíFERÐ Stjómsýslukæra hefur nú þeg- ar verið lögð fram og lögfræð- ingar Jóns em að vinna í mál- inu. Málið fær flýtimeðferð, en það þýðir að menn taka sér 2-3 vikur að fara yfir málið og að því loknu getur Jón vænt- anlega sótt aftur um leyfi. „Þessi málsmeðferð er auðvit- að klúður hjá bæjarstjóminni og stjórnsýslukæran er mjög alvarlegt mál”, segir Jón. LEGGIJR ALLTSITT UNIJIR Jón segist hafa allt undir sem hann hefur byggt upp á und- anförnum árum, og alla sína framtíð. „Við erum að tala um mikla peninga”, svarar Jón þegar liann er spurður að því hvað hann hafi lagt háa fjár- hæð í nýja staðinn sinn. Þær raddir hafa heyrst að ef Jón fái ekki vínveitingaleyfi fyrir stað sinn í Grófinni, þá setji hann súluna bara í Stapann. Aðspurður hafnar Jón þessari hugmynd algjör- lega og segist aldrei muni detta það í hug. KEYPTI VÖLUNfí ÚT ÚR REKSTRINUM Alkunna er að Völundur, eig- | andi dyravarðafyrirtækisins Magnum, hafi verið í félagi með Jóni í upphafi. Völundur þessi var ekki með hreint mjöl í pokahorninu og mörgum bæjarbúanum brá í brún þegar upp kom að hann ætti um- ræddan skemmtistað, ásamt Jóni. Jón segist hafa vitað ýmslegt um hann í upphafi en ekki allt saman. Hann hafi þó heyrt ýmsar sögur en ekki viljað taka mark á þeim því hann væri ekki vanur að hlus- ta á sögusagnir. „Eg keypti hann út úr þessu vegna þess að hann kom ekki hreint fram við mig og var með alls konar yfirlýsingar út um allan bæ. Eg uppgötvaði bara allt of seint hvemig hann er, en það eru auðvitað mín mistök.” HF.FIJR FENGIÐ HOTANIR Fólk hefur skiptar skoðanir um réttmæti þess að Jón fái að opna skemmtistað í Grófinni. Einhverjir sem telja að slíkur staður sé af hinu illa, hafa áreitt Jón og hans fjölskyldu síðan í ágúst. Hann hefur ver- ið kallaður öllum illum nöfn- um, eins og eiturlyfjasali, hórumangari og rétt væri að hann myndi brenna í víti. Þeir sem standa á bakvið þessar hótanir hafa þó ekki kjark í að koma hreint fram heldur senda Jóni stöðugt SMS síma- skilaboð. Jón segist þó ekki ætla að aðhafast neitt í málinu en auðvitað hafi þetta skapað geysilegt álag á heimilislífið. „Við erum í því að verja okk- ur og það er litið á mig sem glæpamann”, segir Jón og bætir við, „ég fæ auðvitað ýmsar upplýsingar frá hinum og þessum sem standa með mér, og þeir einstaklingar segja mér að fólk sé að hlægja að þessu út í bæ og segja að þetta sé bara gott á mig og vonar að þetta fari allt illa. Eg er mjög hissa á þessari ffam- komu.” UNDIRSKRIITA- SÓFNUN A FÖLSKIJM FORSENfíUM | Jóni er mikið niðri fyrir jreg- | ar hann ræðir þessi mál og segist ekki vera sáttur við þegar menn eru að bend- la hann við eitthvað sem er ekki rétt. „Þeir eru bara að mála skratt- ann á vegginn”, segir Jón og á þá við undirskrifta- safnarana og þá sem hæst hafa látið í að mótmæla o p n u n Casino, og held- u r áfram: „Bank- að er u p p á h j á f ó 1 k i og spurt hvort það vilji vændi eða dóp. að skrifa ekki undir þýðir að viðkom- andi sé hlynntur slíku. Þetta er náttúrulega al- ger vitleysa”, segir Jón Harðarson. L 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.