Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 25.11.1999, Síða 12

Víkurfréttir - 25.11.1999, Síða 12
Nýlr læknar tíl starfa Hans kemur frá Svíþjóð þar sem hann lagði stund á smitsj úk- dóma- og heimilis- lækningar. Hann mun starfa starfa sem heimilis- læknir á HSS í a.m.k. eitt ár. „Konan mín er íslensk og þetta er í annað sinn sem ég vinn á Islandi en fyrir 10 árum síðan vann ég á Vífil- stöðum. Við búum í Hafnar- firði en mér finnst mjög gott að vinna hér í Keflavík“, sagði Hans. María Ólafs- dóttir byrjaði sem heimilis- læknir á HSS í september. Hún er ein- nig að ljúka við að skrifa doktorsrit- gerð sína sem fjallar um heilabilun og geðræna sjúkdóma aldraðra. „Ég bjó í Svíþjóð í 9 ár þar sem ég stundaði sérfræðinám og vann við rannsóknir. Ég er nú í hálfu starfi hér en fer í fullt starf þegar ég hef lokið við að skrifa doktorsritgerðina“, segir María og tekur fram að henni lítist sérstaklega vel á þá stefnu HSS að fjárfesta í góðu starfs- fólki. „I framtíðinni mun sér- verkefni mitt m.a. verða gæða- þróun á hinu innra, faglegu starfi stofnunarinnar. Við steíh- um á að hér verði fyrirtaks heilsugæsla og gott fordæmi. Ég tel að allar forsendur til þess séu til staðar", sagði Mar- ía að lokum. G u n n a r Brynjólfur Gunnarsson, bæklunar- skurðlæknir, kom til starfa á HSS þann 1. maí s.l. Gunnar lauk læknanámi á íslandi árið 1986 og tók hluta af sémáminu hér á landi. Hann bjó í Svíþjóð á árunum 1991- 1999 og var þá í sémámi og vann við rannsóknir. „Ég er í hálfri stöðu hér í Keflavík en vinn einnig á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ég tek á móti fólki hér og geri minniháttar aðgerðir en stærri aðgerði geri ég í Reykjavík. Fólk kemur svo oft hingað í endurhæf- ingu“, sagði Gunnar og bætti við að honum litist mjög vel á starfsumhverfið á Heilbrigðis- stofhun Suðumesja. Gunnar Þór Jónsson, heimilis- læknir, hóf störf á HSS í apríl á þessu ári. Hann bjó í um 5 ár í Noregi þar sem hann lærði heimilislækning- ar. Aður en hann hélt utan í sérnám vann á ýmsum sér- deildum á Islandi, s.s. barna- , geð- og siysadeildum. „Mér líst mjög vel á mig hérna og stofnunin býður uppá góða möguleika fyrir heilsugæslu- lækningar“, sagði Gunnar. Atviifina Eldhús - Garðvangur Starfskraft vantar í eldhús, þarfað geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar gefur Guðlaug matráðskona í síma 422 7400 frá kl. 8-16 Alltaf samið á lægstu kjörum... Verkalýðsforystan breytist ekkert! ÁRNI LEIFSSON, SKURÐLÆKNIR SKRIFAR Magaspeglun Nýverið barst okkur á HSS höfðingleg gjöf frá Kvenfélagasamandi Gullbringu- og Kjósarsýslu en það var magaspeglunar- tæki. Það kom í stað gamals tækis sem var orðið úr sér gengið. Svona tæki er mesta þarfaþing, með því má skoða vélinda, maga og skeifugörn að innanverðu og finna þannig orsakir ýmissa óþæginda. Nú er það svo að verkir í kvið em mjög algengir en sjaldnast er þörf á speglun. Því þarf læknir að meta ____________ manninn og ákveða hvað er best að gera. Verkir í ofanverðum kvið geta verið frá vélinda, maga, skeifugöm, gallblöðru, brisi eða lifur svo að fátt eitt sé talið og oft nægir að bíða, verkir líða hjá og ekkert þarf frekar að gera. Blóðprufur hjálpa oft og gefa til kynna hvaðan verkir koma og þar með má ákveða viðeigandi meðferð. ómskoðun er rannsókn sem er sérstaklega góð fyrir gallblöðru og lifur og getur þá t.d. sýnt gallsteina og sennilega þarf þá að taka gall- blöðmna. Maginn framleiðir saltsým, sem drepur sýkla og tekur þátt í meltingu fæðunnar, en ef frarn- leiðslan er of mikil, eða varnir maga- klæðningar bresta, eða sýran kemst þangað sem henni er ekki ætlað, þá getur hún valdið miklum óskunda: bólgu og sárum með gi ..e.i nQieÐISSTOFNUN tilheyrandi verkjum. Einkennin eru oft nokkuð Ijós og læknirinn gefur þá sýmhemj- andi lyf og ef allt gengur vel er lækning vís. Ef bati verður ekki er kominn tími til að athuga magann betur með magaspeglun. Speglunartækið er eins og grönn slanga, inni í henni em vírar sem em fastir í endanum og ef strekkt er á þeim svignar slangan í endann og má þannig stýra henni. Éinnig em í henni tveir ljós- leiðarar og er ljós sent niður eftir öðrum til þess að lýsa upp rnagann og hinn Ijósleiðarinn leiðir ljós frá linsu á endanum upp í linsu á handfanginu þar sem læknirinn kíkir. Einnig em í slöngunni rásir þar sem renna má niður örsmáum töngum til þess að taka sýni. Sá sem spegla skal er deyfður með úða í kokið, hann fær smáskammt af róandi lyfi í æð og síðan er slöngunni rennt inn um munn, aftur í kok og áfram niður vélindað. Haldið er áfram niður í maga og þaðan út í skeifugöm og allt skoðað vandlega á leiðinni. Þannig sér læknirinn ef eitthað er að í þessurn líffæmm og getur lagt á ráðin um viðeigandi meðferð. Við starfsfólk HSS emm hæstánægð með nýja tækið og að geta boðið þessa þjónustu í heimabyggð og kunnum röggsömum konum kærar þakkir fyrir gjöfina.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.