Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.12.1999, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 30.12.1999, Blaðsíða 24
Hilmar Kristinsson, eða Himmi K. eins og hann er oftast kallaður er sonur hjónanna Kristins Guð- mundsssonar og Jónu Gunnarsdóttur, Kidda og Jónu í Dropanum. Himmi ólst upp í Keflavík og tók þar virkan þátt í íþrótta- og skemmtanalífinu. Um tvítugt var hann kominn í mikla fíkniefna- og áfengisneyslu og var ósáttur við sjálfan sig og lífið sem hann lifði. Honum fannst hann vera fastur í neti en fann enga leið út. í dag líður honum vel og er forstöðumaður í Frelsinu sem er kristileg miðstöð, ásamt eiginkonu sinni, Lindu B. Magnúsdóttir, dóttur Magnúsar Þórs Sigmundssonar tónlistarmanns frá Höskuldarkoti í Njarðvík og Rósu. Hugsjón þeirra felst í að hjálpa ungu fólki og boða fagnaðarerindið. Sjálfsvíg ungs fólks og fíkniefnavandinn er þeim áhyggjuefni og þau vinna að því að fræða fólk um þennan mikla þjóðfé- lagsvanda og koma fólki til aðstoðar sem á við vandamál að stríða með starfinu Sókn Gegn Sjálfs- vígum sem er unnið út frá Frelsinu, kristileg mið- stöð. Silja Dögg Gunnardóttir hitti Hilmar að máli á hlýlegri kaffistofu Frelsisins við Háðinsgötu 2. Auðvelt að nálgast eiturlyf „Ég spiluði körfubolta með Njarðvík og vann sem plötu- snúður í Keflavík. Þetta var á tímabilinu 1982-85. Þegar ég varáaldrinum 19-21 fórneysl- an úr böndunum hjá mér og hún tók af mér stóran toll. Ég var mikið í amfetamíni, sem var tískulyf á þessum tíma. Það' var mjög auðvelt að nálgast fíkniefni í Keflavík eins og annars staðar. Astandið í dag er alveg eins og það var þá“, segir Himmi. Hann bætir því við að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hvað eiturlyfjamarkaður- inn er vel skipuíagður. „Ungt fólk í dag er markaðssett, þetta er engin tilviljun. Akveðnir að- ilar sjá sér hagnað í að því fyrr sem einstaklingar ánetjast því meiri græða þeir.“ Orðinn hræddur við sjálfan mig Himmi segist hafa verið orðinn þreyttur á þessu lífi sem hann lifði en honum fannst hann ekki geta losnað. „Ég vildi ekki lifa svona. A yfirborðinu var allt í lagi. Ég passaði alltaf uppá að vera vel klæddur og koma vel fyrir út á við en sálar- tetrið var í slæmu ástandi. Ég var orðinn hræddur við sjálfan nrig því ég vissi oft ekki hvað ég var að gera og var orðinn hættulegur sjálfum mér.“ Himmi kynntist Lindu, eigin- konu sinni, á þessum tíma þeg- ar hann var langt leiddur í neyslu. „Hún vissi ekki hvert ástandið var á mér“, segir Hilmar. „Ég var mjög góður í því að fela ástarid mitt og breiða yfir það. Ég var alltaf hress og kátur og við vorum mjög ástfangin. En það kom á daginn að neysla mín tók sinn toll af lífi okkar beggja." Vildi ekki lifa lengur Neyslan olli ýmsum erfiðleik- um í sambandi þeirra og það endaði með því að þau hættu saman. Þá fóru hlutirnir að breytast til betri vegar án þess að Hilmar og Linda gerðu sér grein fyrir því. Röð tilviljana eða Guðviljana varð til þess að þau hófu nýtt líf, saman. „Þeg- ar við hættum saman fór ég með kunningja mínurn til Majorka. Ég var þar í fimm vikur og var í algjöru niður- broti. Mér leið ömurlega. Ég var farinn að velta fyrir mér spurningunni hvort lífið væri þess virði að lifa því. Ég lenti þar á sjúkrahúsi og ég man eftir því að ég var að reyna að fara með Faðir vorið og ruglaðist alltaf í því. Mér fannst ég held- ur aumur að muna ekki einu sinni Faðir vorið. Lægra gat maður ekki komist. Bamatrúin mín sat í mér og bænin mín var í raun hróp á hjálp“, segir Hilmar og það má segja að hann hafi verið bænheyrður. Hann segir að í dag sé bænalíf- ið raunveruleiki og samfélag við Guð. „Bæn er ekkert annað en að tala við Jesú og opna hjarta sitt fyrir honum“, segir Hilmar. Hitti engil í London „Við millilentum í London á heimleiðinni og ég rölti um götur borgarinnar og hugsaði um hvort ég ætti að lifa lengur. Skyndilega var eins og sagt væri við mig, hringdu í Lindu og segðu henni að þú elskir hana. Ég labbaði í næsta rauða símaklefa en vissi ekki hvemig ætti að hringja til Islands. Ég fór út úr símaklefanum og fyrsta manneskjan sem ég rakst á var Islendingur sem sneri sér að mér og sagði mér hvernig ætti að hringja án þess að ég spyrði hann. í London búa 9 milljónir og annað hvort var þetta rosaleg tilviljun en ég held að ef ég hef einhvem tíma hitt engil, þá var það þama. Ég hringdi og sagði Lindu að ég elskaði hana og bað hana um að gefast ekki upp á mér. Seinna sagði hún mér að hún hefði setið eftir samtalið og lið- ið mjög illa yfir því hvemig var komið fyrir okkur. Hún brotn- aði niður, grét og fór að biðja sem að hún hafði ekki gert í langan tíma. Hún hafði kynnst trúnni þegar hún var 9 ára gömul í sunnudagaskóla í Hvítasunnukirkjunni í Kefla- vík. Það segir rnanni hvað bamatrúin er sterk. Hún giét og bað Guð um að hjálpa mér að eiga við fíknina og að hann myndi endurreisa samband okkar. Hún fann þvílíkan frið og nærveru Guðs, eftir þessa bæn og var fullviss í hjarta sínu að allt myndi fara vel. Þarna upplifði hún að Guð er bara einni bæníburtu!" Örlagarík flugferð I flugvélinni á leiðinni heim frá London settist Hilmar í sæti við hliðina á Kidda og Dísu sem eru forstöðumenn Hvíta- sunnukirkjunnar í Keflavík. Þau fóru að spjalla við hann um daginn og veginn og um- ræðan leiddist svo að trúnni. Kiddi sagði Hilmari frá fagn- aðarerindinu um Jesú Krist. „Það gerðist eitthvað innra með mér á þessari stundu þeg- ar ég heyrði að Jesú hefði gefið líf sitt til að við mættum lifa. Þar sem ég sat f flugvélinni horfði ég út um gluggan og bað , Jesús, ef þú ert raunverulegur þá gef ég þér mitt líf‘. „Ég upplifði strax frið og eins og þunga og áhyggjum hefði verið lyft af mér. I dag veit ég að það sem gerðist þama er sam- kvæmt Rómverjabréfinu 10:9 „Ef þú játar með munni þínum að Jesús er drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum þá muntu hólpin verða“. Upp frá þessari stundu hefur líf okkar Lindu tilheyrt Guði. Ég fór í meðferð stuttu eftir að ég kom heim og Guð hjálpaði mér svo sannar- leg í gegnum það. Síðan giftum við okkur í ágúst 1986. Fljót- lega urðum við mjög virk í Veginum í Reykjavflc og störf- uðum þar á tímabilinu 1987- 1995 m.a. sem unglingaleið- togar, ráðgjafar og fleira." Hjörtun eru á götunum Árið 1995 fóru þau í biblíu- skóla til Bandaríkjanna og vígðust sem pastorar (forstöðu- menn). Hilmar segir að köllun þeirra sé að hjálpa ungu kyn- slóðinni á Islandi. Hugsjónin að Frelsinu, kristilegri miðstöð fæddist þegar þau komu heim frá Bandaríkjunum og í sept-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.