Víkurfréttir - 30.12.1999, Blaðsíða 10
20. öldin
TuUu!>usta öldin er senn á enda oj> við tekur sú tuttugsta oj> fyrsta. Alduniót eru merkur at-
burður oj> margar staldra við á slíkum tímamótum og líta yllr farinn veg. Eldra fólkið á
Suðurnesjum hefur margs að minnast frá liðinni öld, lagningu hitaveitunnar, heimstyrjald-
arinnar, stofnun lýðveldisins, hvalagiingu í Njarðvíkunum og hræðilegra sjóslysa og hetju-
legra björgunarafreka.
\\v
Keflavíkurkirkja
Gamlársdagur 1999.
Aftansöngurkl. 18. Prestursr.
Ólafur Oddur Jónsson. Kór
Keflavíkurkirkju leiðir söng.
Litanía Bjarna Þorsteinssonar
veröur sungin. Organisti Eínar
Örn Einarsson.
Nýársdagur2000.
Hátíöarguösþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Sigfús Baldvin
Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju
leiðir söng. Organisti Einar Órn
Einarsson.
Starfsfólk Keflavíkurkirkju
Njarðvíkurkirkja
(Innri-Njarðvík)
Gamlársdagur 1999.
Aftansöngur kl.17. Einsöngur
Bylgja Dís Gunnarsdóttir
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Nýársdagur 2000.
Hátíðarguðsþjónusta kl.14.
Kirkjukór Njarðvikur syngur
undir stjórn Steinars
Guðmundssonarorganista.
Baldur Rafn Sigurðsson
Útskálakrikja
Gamlársdagur 1999.
Guösþjónusta kl. 16:30.
Litur: hvítur.
Hvalsneskirkja
Gamlársdagur 1999.
Aftansöngur kl. 18.
Litur: hvítur.
Kórar Útskála- og Hvalsnes-
kirkna syngja. Organisti:
Guðmundur Sigurðsson.
Sóknarprestur: Björn Sveinn
Björnsson
Grindavíkurkirkja
Gamlársdagur 1999.
Aftanstund. kl.18:00. Nemandi
við söngdeild Tónlistarskólans,
Óðinn Arnberg, syngurein-
söng.
Kór Grindavíkurkirkju syngur.
Stjórnandi og kórstjóri Dr.
Guðmundur Emilsson.
Kálfatjarnarkirkja
Gamlársdagur 1999.
Aftansöngur kl.18. Prestur
séra Friðrik J. Hjartar.
Kirkjukórinn leiðir söng undir
stjórn Frank Herlufssen.
Safnaðarheimili
Aðventista,
Blikabraut 2, Keflavík.
Nýársdagur 2000.
Nýárssamkoma kl. 14:00.
Tómas Þorvaldsson í Grindavílc:
Horfði á skip farast
Tómas Þorvaldsson fæddist
árið 1919 og hefur alla tíð
verið búsettur í Grindavík.
Hann starfaði um tíma sem
sjómaður og stofnaði síðan út-
gerðarfyrirtækið Þorbjöm hf.
sem hann á nú með bömum
sínum. Tómas hefur gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum um
ævina, hann var m.a. formaðy
ur SÍF í 19 ár, sat í stjóm LIÚ
í 32 ár, formaður björgunar-
sveitarinnar í Grindavík í 32
ár og á þeim tíma björguðu
björgungarsveitarmenn í
Grindavík 116 manna. Tómas
hefur því komið víða við um
ævina og hefur margs að
minnast frá öldinni sem senn
er á enda.
„Eftirminnilegast í mínum
huga er þegar sjór gekk meira
en 300 metra upp að Járn-
gerðastaðabæjunum. Þetta var
árið 1924 og ég sá þegar ald-
an skall á bæjunum sem stóðu
á túnunum fyrir neðan Velli
og Vallarhús. Fjósið á öðmm
bænum flaut upp um 200
metra með kúnum í. Það urðu
sem betur fer engin slys á
fólki en mannvirkin skemmd-
ust mikið. Akurhús flaut t.d.
upp af grunninum og fór 100-
200 metra upp á land. Þegar
við krakkamir komum út var
fiskur út um öll tún, karfi og
keila og fleiri fisktegundir",
segir Tómas og bætir við að
hann eigi erfitt með að velja
einn atburð því honum sé svo
margt minnisstætt. „Þegar ég
var sex ára, áriðl926, horfði
ég á skip farast í innsigling-
unni héma í Grindavík. Níu
menn drukknuðu og þremur
var bjargað en einn þeirra dó á
leiðinni í land. Eg horfði á
skipið í brimrótinu og heyrði
hrópin og köllin. Eg gerði mér
kannski ekki alveg grein fyrir
hvað var að gerast og ég
greindi ekki orðaskil. Annar
mannanna sem lifði af, flutti
eftir þetta til Grindavíkur og
býr nú í Njarðvíkunum. Hann
hét Guðmundur Kristjánsson
og er faðir Einars Guðmunds-
sonar sem var lengi skipstjóri
á Kellvíkingi."
Steinunn Sigurðardóttir í Garði:
Sá danska kónginn
Steinunn Sigurðardóttir hef-
ur verið búsett á bænunt
Brekku í Garðinum síðan
árið 1938. Hún er fæddist
árið 1917 á Snæfellsnesi en
fluttist snemma til Reykja-
víkur.
„Mér er minnisstætt þegar
danski kóngurinn kom til
Reykjavíkur, Friðrik 8. Það
hefur sennilega verið árið 1927. Eg fór með
móður minni niður í bæ til að sjá kónginn og
ég man að við vomm staddar á Hverfisgötunni
og sáum hann úr fjarlægð.
Þjóðhátíðin á Þingvöllum árið 1930 var líka
óskaplegt upplivelsi þegar haldið var uppá
1000 ára afmæli íslandsbyggðar. Ég var þá tólf
ára. Allt landið var á öðram endanum vegna
þjóðhátíðarinnar 1930. Asgeir Asgeirsson og
Dóra Þórhallsdóttir tóku þá á móti kóngafólk-
inu“, segir Steinunn.
Hún minnist þess einnig þega hún kom akandi
árið 1974 frá Laugarvahii og ók yfir Lyngdals-
heiðina í átt að Þingvöllum. „Þegar við komum
yfir heiðina fengum við morgunsólina í fangið
og Þingvellir blöstu við okkur. Þetta var sú fal-
legasta sjón sem ég hef nokkra sinni augum lit-
ið.“
Innilegar þakkir til allra sem
sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu.
Huldu Klöru Randrup
Hátúni 30,
Keflavík.
Snæbjörn Adolfsson, Kristín Guðjónsdóttir,
Sveinn J. Adolfsson, Sigríður Gunnarsdóttir,
Pétur Aðalgeirsson,
Agnes Adolfsdóttir,
Sigurður Adolfsson
Guðný Adolfsdóttir,
Adolf Adolfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjalti Heimir Pétursson,
Jesús Krístur er svarið
Samkoma öll fimmtudagskvöld
kl. 20.00. Allir velkomnir.
Bæna og lofgjörðasamkoma
sunnudaga kl. 7 7.00.
Hvítasunnukirkjan Vegurinn
Hafnargötu 84, Keflavík.
VEFSÍÐA: www.gospel.is