Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 8
 Fyrsta knattspyrnu- æfingin var haldin í Reykjaneshöllinni á þriðjudag þegar meistaraflokkur Keflavíkur mætti þangaö til æfingar. VF-mynd: Hilmar Bragi Svo virðist sem Reykjaneshöliin sem sumir kölluðu fjölnota íþróttahús, en aðrir einnota, eigi eftir að nýtast vel. Nú þegar hafa nokkrir aðilar farið fram á að fá hana leigða undir sýning- ar og uppákomur af ýmsu tagi og íþróttaiðkun. Markaðsráði Reykjaneshallarinnar barst beiðni frá K. Steinarssyni ehf., sem er með söluumboð fyrir Heklu. Umboðið fer fram á að fá höllina leigða fyrir bíla- sýningu helgina 26.-27. febrúar n.k. Markaðsráð samþykkti erindið og fól framkvæmdastjóra MOA og Guðbjörgu Glóð Logadóttur að leggja fram drög að leigusamningi við Heklu, en gera þarf sérstakar ráðstafanir vegna gervigrassins sem búið er að leggja í höllinni. Reykjanesbær hefur þegar gert leigu- samning við KSI um fótboltamót og -æf- ingar í Reykjaneshöllinni. Samningurinn er til þriggja ára en uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara og leigutaki greiðir 9000 krónur fyrir hverja klukku- stund í höllinni. Deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin í höllinni og landslið KSl mun einnig hafa þar æfmgaaðstöðu, enda er aðstaðan með því besta sem gerist á íslandi. Fyrsta knattspymuæfingin var haldin í Reykjaneshöllinni á þriðjudag þegar meistaraflokkur Keflavíkur mætti þang- að til æfingar samkvæmt samkomulagi ÍAV og Reykjanesbæjar. Það var Gunnar Oddsson sem skoraði fyrsta markið í húsinu. ■ ■ ■ ■ Deildarstjóri matvöru Hagkaup Njarðvík Hagkaup Njarðvík óskarað ráða deildarstjóra í matvörudeild verslunar Hagkaups í Njarðvík. Deildarstjóri matvörudeildar er ábyrgur fyrir daglegum rekstri deildar sinnarþ.m.t. starfsmannahaldi, yfirumsjón með vörupöntunum og framsetningu á vöru, auk þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar. Leitað er að ábyrgum starfsmanni með haldgóða reynslu af verslunarstörfum. Hann þarfað geta unnið sjálfstætt og góð tölvuþekking er mikill kostur. Reynsla afstjórnun er einnig æskileg. Frekari upplýsingar veitir Ragnar Snorrason verslunarstjóri Hagkaups Njarðvík. Umsóknareyðublöð á staðnum. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Ný bflaþvottastöð Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur opnað bónstöð að Grófinni 8-10, við hliðina á BG-bílasölunni. Næstkomandi laugardag mun Sveinbjörn bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían þvott milli klukkan 13-15. VF-mynd: Silja Dögg Þorrablóti UMFN og Kven- félags Njarðvíkur aflýst Fyrirhuguðu þorrablóti Kven- félags Njarðvíkur og Ung- mennafélags Njarðvíkur sem átti að halda laugardaginn 22. janúar, hefur verið aflýst vegna andláts Hlyns Sigurjóns- sonar og Örlygs Sturlusonar. Félögin votta aðstandendum sínar dýpstu saniúðarkveðjur og megi Guð veita þeim styrk í sorginni. Þorrablótsnefnd HASSIÐ burt Nokkrar deilur hafa staðið um skammstöfun Hafnar- samlags Suðurnesja, HASS. Netfang samlagsins var hass@hass.is og var það þyrnir í augum ntargra. Þella mál hefur verið til umræðu hjá bæjar- og sveit- arstjórnum á Suðurnesjum að undanförnu en nú hefur verið ákveðið að hafa skammstöfunina óbreytta og hið sama gildir um merki samlagsins. Hins vegar hefur netfanginu ver- ið breytt en það er nú has@has.is. Merkið verður óbreytt en netfangiö breytist... Daglegar íréttir irá Suðurnesjum á

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.