Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 17
Góður afli hjá Erni KE 14 Örn KE 14 fékk 27 tonn af stórum og góðum þorski í tveimur hölum á milli jóla og nýárs. Þessi góði afli fékkst á sandinum úti við Skerin um átta núlur norðvestur af Eldey. Frá þessu er sagt í Fiskifrétt- um. Meðalvigtin á þorskinum var 6,7 kíló og Karl Ólafsson skipstjóri sagði að slegist hefði verið um fiskinn á markaðin- um. „Meðalverð hjá okkur var um 200 krónur fyrir kílóið og aflaverðmætið í þessari einu veiðiferð var samtals um 4,6 milljónir króna“, segir Karl. Nýtt og öflugt skip Öm KE 14 var smíðaður í Pól- landi og kom til landsins þann 4.júní s.l. Skipið er 135 brúttó- rúmlestir að stærð og kom í stað 36 brúttórúmlesta báts sem hét Haföm KE. Nýja skipið er sér- hannað til veiða með dragnót og togkrafturinn er um níu tonn en gamla skipið var aðeins með 4 tonna togkraft. Karl sagði að að- búnaðurinn fyrir áhöfnina væri allur mun betri í nýja skipinu og auk þess væri þetta mun öflugra skip. „Breiddin er um átta metrar en það er sambærilegt við breiddina á 40 metra löngum togurum“, segir Karl og tekur fram að það fari sérlega vel um áhöfnina í öllu þessu rými. Vertíðin verður góð Karl er bjartsýnn á komandi ver- tíð og spáir því að aflinn fari að glæðast, en aflabrögð voru ekki neitt sérstök í haust. „Það er ekk- ert nýtt að það sé tregfiskerí frá hausti og fram undir áramót og það á ekki síst við um þorskinn. Við höfum reyndar getað slegið okkur upp af og til í vetur eftir suðvestanbrælur og svo hefur tíminn milli jóla og nýárs jafnan reynst okkur góður. Við fórum reyndar ekki í nema tvær veiði- ferðir á milli hátíðanna en ég get ekki verið annað en ánægður með árangurinn. Fyrir utan 27 tonna aflann þá fengum við hálft fjórða tonn af þorski í hinum róðrinum og það er í góðu lagi. Þegar við lentum í mokinu þá var að skella á aftakaveður. Smærri dragnótabátarnir sneru við vegna veðurs en sem betur fer þá gátum við athafnað okkur og þessi bræla skilaði okkur semsagt 27 tonnum af þorski í tveimur hölum. Þessum árangri hefðum við ekki ná á gamla bátnum, svo mikið er víst“, segir Karl og er auðheyrilega hæstá- nægður með nýja skipið. Okkar ástkæri Örlygur Aron Sturluson, Draumahæð 6, Garðabæ, til heimilis að Lágmóa 1, Njarðvík lést af slysförum sunnudaginn 16. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Elvar Þór Sturluson Særún Lúðvíksdóttir, Valdimar Björnsson, Sturla Örlygsson, Andrea Gunnarsdóttir, Öriygur Þorvaldsson, Erna Agnarsdóttir og hálfsystkini hins látna. lMi§p í Apóteki Keflavíkurtil 2. febrúar Sérfræðingur ifligpr 21. janúar kl. 13-18 Snyrtivörur N°7 Fagmennska í fyrirrúmi Apótek Keflavíkur Sími: 421 3200 Snyrtivörudeild vOKM/t> & VÁNU/? Hafnargötu 35 • Keflavík Slmi 421 4585 /*ÆDA Sonja Karlsdóttir Hefur hafið störf hjá Lokkum og Línum. Hún starfaði áður á Kristu Kringlunni og Hár Hofinu. Af því tilefni bjóðum við uppá 1 5% afslátt af allri litun dagana 21 .-28. jan. Verið velkomin. Thelma og Sonja Komið eSa pantið tíma í síma 421 4585

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.