Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 18
& £ Leiðbeinandi: Hulda Lárusdóttir ^ sími 4216303. Tilvalið til afmælisqjafa. Nýtt kennslumyndband eftir konuna sem hefur verið lengur í bransanum en jane ■ €>rsii>yv Frábærar æfingar við göngugrindina. þorsbíbEot Hið árlega og vinsæla þorrablót Knattspyrnudeildar Keflavíkur, verður haldið þann 28. jan. í KK salnum við Vesturbraut. Hljómsveitin SÍN leikur fyrir dansi. Davíð Þór skemmtir. Happdrætti. Húsið opnar 19:30 Miðaverð 2.900,- Miðasala í K-vídeó við Hringbraut. Miðapantanir í síma 893 444, Grétar og 852 8058, Þorsteinn. Gerðahreppur íbúd til sölu Húsnædisnefnd Gerðahrepps auglýsir til sölu íbúð að Lindartúni 5 í Garði. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðahrepps, sími 422 7108. Húsnæðisnefnd Gerðahrepps Stóriejkii* í KeflavÉ en frestað í NjarM Langar þig að leika! Æfingar eru að hefjast hjá Leikfélagi Keflavíkur eftir jóla- leyfi, en eins og flestir vita sýndi félagið söngleikinn um Oliver Twist fyrr í vetur og gengu sýningar mjög vel. Nú hefur verið ákveðið að setja á svið revíu sem fjallar á skemmtilegan hátt um hin ýmsu mál og málefni sem svo margar manneskjur ættu að þekkja nokkuð vel. Verkið er samið af nokkrum félögum LK, þeim Huldu Ólafs- dóttur, Júlíusi Guðmundssyni, Ómari Ólafssyni og Hjördísi Ámadóttur. Við óskum eftir hres- su og áhugasömu fólki sem lan- gar að leika eða taka þátt í uppsetningunni á einhvem hátt. Við ætlum að hittast í Frumleikhúsinu nk. fimm- tudagskvöld 20. janúar ki. 19:30. Fullorðnir velkomnir!!! Leik Njarðvíkinga og Hauka í EPSON deildinni, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna aðstæðna. Keflvíkingar mæta Grindvíkingum í kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu við Sunnubraut í leik sem skiptir heimamenn miklu máli. Með hverjum ósigrinum minnka möguleikar liðsins á því að komast aftur í toppbaráttuna og spurning hvort Sigurður Ingimundarson, þjálfari þeirra, er búinn að finna leið til að toga betri frammistöðu út úr bakvörðum liðsins. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. I kvennaboltanum mættust topplið 1. deildar í Keflavík í gærkveldi er Islandsmeistarar KR komu í heimsókn. Því miður var VF farið í prentun áður en úrslit réðust. Hjúkrun Ég ætla að fjalla um hjúkrun og sögu hjúkmnar í tilefni þess merka áfanga að undir- ritað var samkomulag um háskólanám á Suðumesjum 29.desember s.l. á milli Háskólans á Akureyri og Miðstöðvar símenntunar á Suðumesjum um fjamám í hjúkrunaifræði haustið 2000. Heilbrigðisstofhun Suður- nesja er einnig aðili að samn- ingi þessum að hluta. Fjamám í hjúkrunarfræðum er mjög mikil lyftistöng fyrir Suðumesin og hoifi ég björtum augum til ffamtíðar í þeim málum og vona að skortur á hjúkmnarfræð- ingum á svæðinu heyri sögunni til eftir nokkur ár. Upphaf hjúkmnar hefur verið rakið til Florens Nightingale 1820-1910. Florens var langt á undan sinni samtíð með hugmyndir. Hún lagði áherslu á umhvetfi, hreinlæti, næringu, heilbrigðisfræðslu, fyrirbyggingu sjúkdóma og að sjúklingar næðu sínum fyrri styrk. Hún lagði mikið upp úr því að byggja upp hjúkrunarmenntun. María Pétursdóttir (1969) rekur sögu hjúkrunarmála á íslandi og talar um fátæklegar heimildir, þar sem sennilega hafi ekki þótt í frásögur færandi að konur fengjust við hjúkmn. Talið er að hjúkmn sé afsprengi þeirrar móður- legu umhyggju, sem konur veittu innan veggja heimil- anna hér áður. Konur ólu böm sín heima, umönnun sjúkra fór fram heinta og fólk lá banaleguna heima. Fyrstu hjúkmnarkonumar komu til starfa á Islandi um aldamótin 1900, stórhuga konur sem þurftu að sækja sitt nám á erlenda gmnd a.m.k. að hluta, þar til Hjúkr- unarkvennaskóli Islands var stofnaður 1931. Eftir það fór allt nám fram hér heima. Frá upphafi gerðu hjúkmnar- konur miklar kröfur til menntunar og hefur hjúkr- unamámið tekið miklum breytingum gegnum árin, samfara breyttri heilbrigðis- þjónustu. Hjúkmn er nú orðin fræðigrein, hún er kennd á háskólastigi og hjúkmnar- fræðingar leggja stund á rannsóknarstörf, sem þróa aukna þekkingu, sem síðan leiða til betri hjúkmnargæða á öllum sviðum í heilbrigðis- kerfinu. Starfsheitinu hjúkmnarkona var breytt árið 1975 í hjúkr- unarfræðingur. Árið 1986 var allt hjúkmnamám flutt yfir á háskólastig og Hjúkrunar- skóli íslands lagður niður. Haustið 1987 hófst hjúkmnamám við Háskólann á Akureyri. Hjúkmnarstarfið byggir á þekkingu og skilningi á eðli mannsins og beinist að því að gera einstaklinginn hæfan á ný og efla bjargráð hans. Hjúkrað er undir formerkjum til lífs og vonar. Einkunarorð Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga er: Hugur - Hjarta ? Hönd. Ég vil að lokum hvetja alla þá sem hafa áhuga á hjúkrun að skoða þann námsmöguleika sem í boði er hjá Miðstöð símenntunar á Suðumesjum með fjamámi í hjúkmnafræði ffá HA núna á haustmisseri 2000 ef lágmarksfjöldi nem- enda næst, en það em sex nemendur. Góðar stundir, Erna Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Stórleikur í úrvalsdeild meistarflokki karla I kvölcJ kL 20 Fjölmennum í íþróttahúsið í Keflavík Saltver Utgerð - rækjuvinnsla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.