Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 20.07.2000, Síða 8

Víkurfréttir - 20.07.2000, Síða 8
Fíkniefnaneytendur áberandi í fréttum: ítalskip dagar á Ránni Veitingastaðurinn Ráin í Keflavík verður með ítalska daga sem hefjast næstkomandi fimmtudag og munu standa til 7. ágúst. Boðið verður upp á hefhundna en jafnframt spennandi ítalska matar- gerðarlist eins og hún gerist best þar í landi. ítalskur matreiðslumeistari, hr. Luca Fasoli, kemur gagngert hingað til lands til að hafa umsjón með kynningunni og verður sérstakur gestakokkur á Ránni næstu tvær vikur. Hr. Fasoli er afar virtur matreiðslu- meistari í sínu heimalandi þar sem hann starfar við vinsælan veitingastað við Gardavatn. Hann hefur skrifað fjölda matreiðslubóka bæði fyrir almenning og fyrir skóla. Þá kemur hann reglulega fram í einum vinsælasta matreiðslu- þætti í sjónvarpi á Italíu. Síðan 1992 hefur hann kennt við virtan hótel- og ferðaþjónus- tuskóla í Bardolino sem heitir Luigi Camacina. Fasoli, sem er að koma til Islands í fyrsta sinn segir að það sé mikilvægt að koma fólki í skilning um að ítalskur matur sé ekki bara pizzur og pasta. „ítölsk matargerðarlist er í stöðugri þróun og er mismun- andi eftir svæðum í landinu. Það sem ég mun gera hér, er að taka það besta frá hverju svæði og setja það saman á glæsi- legan og spennandi hátt fyrir gesti okkar hér á Ránni“. Meðal þess sem verður boðið upp á má nefna bakaðan lax með basilíke, gufusoðið nauta- kjöt polenta, og nýstárlegan rétt sem nefnist spjót fiskimannsins sem samanstendur af 5 fisk- tegundum sem eru grillaðar og reiddar fram með sérstakri kryddsósu. Boðið verður upp á ítalskt hádegishlaðborð fimmtudag og föstudag. Sérstakur ítalskur kvöldmatseðill verður síðan frá og með föstudagskvöldi. A föstudags- og laugardagskvöld verður matargestum boðið upp á sérstaka vínkynningu á vel völdum ítölskum víntegundum frá Pasqua. Móttaka Viltu vinna í hrödu og krejjandi alþjóðlegu umhverfi? Okkur á Hótel KefLavík vantar starfsmann í liðið okkar. Við leggjum áherslu áfaglega en þó jafnframt persónulega þjónustu og erum við að leita að einstaklingi sem erjákvœður og kurteis, hefur gott vald á íslenskri tungu, ensku ogjafnvel þriðja tungumáli. Ef þú ert vanur tölvunotkun, vinnur vel undir álagi og ert ákveðinn þá hvetjum við þig að slá til og sækja um. Farþegar í annarlegu astandi og fíkniefni finnast viö líkamsleit Aðfaranótt þriðju- dagsins 18. júlí kl. 00:56 stöðvaði lög- reglan á eftirliti á Reykja- nesbraut bifreið vegna van- búnaðar og sem í voru of margir farþegar og þar sem tveir farþeganna voru greini- lega í annarlegu ástandi, var bifreiðin ásamt ökumanni og farþegum færð á lögreglu- stöðina í Keflavík. Þar fór fram leit í bifreiðinni og á ökumanni og farþegum. I aftursæti fannst poki með meintum fíkniefnum í og síðan fannst við líkamsleit á einum farþeganna tafla og hvítt duft sem líklegast er amfetamín. Tekin var skýrsla af ökumann- inum og þrem farþeganna, en tveir gistu fangageymslur vegna frekari rannsóknar. I fórum þessara tveggja voru hlutir sem grunur leikur á að sé þýfi og í framhaldsrannsókn fór fram húsleit á heimili þeirra kærðu. Þar fundust lítilsháttar fíkniefnaleyfar og síðan ýmsir hlutir sem grunur leikur á að séu þýfi. Maður sem ók á Ijósastaur við Voga er grunaður um fíkni- efnaneysiu og fíkniefni koma víðar við sögu í fréttum vikunnar eins oo siá má á bessari síðu oo víðar í blaðinu. Oh á hús og blóma-ker undir áhrifum fíkniefna eöa lyfja Tilkynnt um að ekið hefði verið á blómaker á Iðavöllum í Keflavík sl. mánudag og hafi ökumaður ekið af vettvangi. Lögreglumenn fundu bifreið- ina fljótlega og handtóku öku- manninn, en hann var grunaður um að vera undir áhrifum fikniefna og eða lyfja. Seinna kom í ljós að bifreið þessari hafði einnig verið ekið á hús við Aðalgötu. Byggmgarvinna Oskum eftir að ráða byggingaverkamenn til starfa við stœkkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Einnig vantar okkur mann d byggingarkrana. Mikil vinna. Ahugasamir hafi samband við Sigurð Kjartansson ísíma 899 5510. Allar nánari upplýsingar gefur Steinþór Jónsson, hótelstjóri á staðnum. ÍSTAK THE CONTRACTOR TO RELY ON 8 Vatnsnesvegi 12 • 230 Keflavík • Sími 420 7000 - Fax 420 7002 www.hotelkeflavik.is • stay@hotelkeflavik.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.