Víkurfréttir - 19.10.2000, Qupperneq 18
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suóurnesjum haldinn í Garðinum:
Safnamál og ferðamennska
þurfa að haldast í hendur
Reynir Sveinsson (D),
bæjarfulitrúi í Sand-
gerði, benti fundar-
mönnum á aðalfundi SSS á
nauðsyn þess að tengja safna-
mál og ferðamennsku saman
þegar unnið er að áætlunum
í tengslum við það og einnig
þurfi byggðalögin að vinna
betur saman að markaðsetn-
ingu svæðisins. Ályktun
fundarins fólst í að óskað er
eftir við Markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofu Reykja-
nesbæjar að vinna að tillögu-
gerð um hvernig hægt væri
að auka samstarf og sérhæf-
ingu safna á Suðurnesju, en
hvergi var komið inná ferða-
mennskuna. „í þessum álykt-
unum er ekki stafur um
ferðamál en ferðamennskan
er vaxtabroddur sem við
verðum að styðja við, auk
þess tengjast safnamál og
ferðamennskan náið“, sagði
Reynir. Hann bætti við tillög-
una og lagði til að MOA og
hagsmunaaðilar í ferðaþjón-
ustu sameini krafta sína í að
kynna Suðurnesin með
markvissum hætti.
Kjartan Már Kjartansson (B),
bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
benti fundarmönnum á að
MOA hefði unnið að samræm-
ingu starfs ferðaþjónustuaðila á
Suðurnesjum að undanförnu.
„Þeirri vinnu er ekki lokið því
viðkomandi aðilum hefur
reynst erfitt að koma sér sam-
an, þannig að þetta er ekkert
nýtt. Mér finnst tillaga Reynis
hins vegar góð og sjálfsagt að
samþykkja hana“, sagði Kjart-
an. Tillaga Reynis var sam-
þykkt.
HEKLA
Steinarsson ehf.
Njarðarbraut 13 • 260 Njarðvík
Sími 420 5000 • Fax 421 5946
MMC Galant Glsi
09/97 ekinn 115.000
sjálfskiptur
Verð kr. 1.350.000.-
VW Golf Highline 04/99
ekinn 41.000
Verð kr. 1.490.000.-
Toyota Carina E
03/96 ekinn 94.000
Verð kr. 850.000.-
Tilboð kr. 540.000.-
VWCaravella 11/96
ekinn 216.000, Diesel.
Verð kr. 1.490.000.-
VW Transporter D/C
03/00 ekinn 31.000 Díesel.
1.890.000.-
MMC Lancer GLX
05/94, ekinn 99.000,
sjálfskiptur.
Verð kr. 710.000.-
Kristján Pálsson þingmaður
blaðar í skjölum á aðalfundi
SSS í Garði um sl. helgi.
Skent þjónusta
vegna fjápskorts
• •
Oldrunar- og heil-
brigðismál fengu
sitt piáss á
aðaifundi SSS um helgina.
Þess var krafist að engar
frekari tafir yrðu á bygg-
ingu D-álmu og að öldrun-
armál yrðu skoðuð niður í
kjölin. I framhaldinu ætti
að taka ákvörðun um nýt-
ingu byggingarinnar. Fund-
urinn krafðist þess einnig
að fjárveitingavaldið niyndi
skapa Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja eðliiega og
sanngjarnan rekstrar-
grundvöll og tryggja íbúum
þannig trausta þjónustu.
„Suðurnesjamenn hafa á
undanförnum árum sífellt
mátt þola skerta þjónustu
stofnunarinnar vegna fjár-
skorts en aðaifundurinn ít-
rekar nauðsyn þess að eðli-
legt fjármagn verði tryggt
til reksturs með framlögum
á fjárlögum og/eða með
gerð þjónustusamnings.“
Tiilagan var samþykkt ein-
hljóða.
Erindi um nýbúa á íslandi:
Þurfum að eyða þekking-
arskorti og fordómum
Kristín Njálsdóttir,
forstöðumaður mið-
stöðvar nýbúa í
Reykjavík hélt erindi á aðal-
fundi Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum sem
haldin var sl. helgi í sam-
komuhúsinu í Garði. Hvað
Suðurnesin varðar þá búa
fiestir útlendingar í Reykja-
nesbæ en hæst hlutfall þeirra
er í Garði, eða 8,5% af íbúa-
fjölda.
Pólverjar fjölmennastir
I erindi Kristínar kom fram að
Pólverjar væru fjölmennasti
innflytjendahópurinn á íslandi
og að gríðarleg aukning hafi
orðið á umsóknum um íslenskt
ríkisfang á undanfömum miss-
emm. Hún lagði áherslu á að
þessar breytingar kölluðu á
gagnkvæma aðlögun Islend-
inga og nýbúa.
„Sá misskilningur er algengur
að flestir innflytjendur séu
asískir en sú er ekki raunin.
Stærsti hópurinn kemur frá
Evrópu, og langflestir frá Pól-
landi, en það fólk er fremur líkt
okkur í útlit og sker sig síður úr
hópnum“, sagði Kristín.
Útlendingum fjölgar
á íslandi
Á tímabilinu 1998-1999 fjölg-
aði útlendingum um 12% en
það stefnir í að það verði 15-
16%, aukning erlendra ríkis-
borgara 1999-2000. Pólverjum
fjölgar mest, en einnig Tælend-
ingum og Filippseyingum.
Flestir útlendingar búa á höfuð-
borgarsvæðinu en Pólverjamir
skera sig úr hvað það varðar
því algengast er að þeir búi
utan höfuðborgarinnar og vinni
í fiski.
Flestir búa í Reykjanesbæ
Suðumesin em yfir landsmeð-
altali varðandi hlutfall útlend-
inga á svæðinu, en það er
4,5%, alls 616 manns. Flestir
útlendingar em í Reykjanesbæ,
294 sem er 2,8% hlutafall af
íbúafjölda. I Garðinum búa um
hundrað útlendingar en hlutfall
af íbúafjölda er hæst þar, eða
8,5%. Sandgerði er einnig með
hátt hlutfall útlendinga, 5,8%
eða 76 einstaklinga. I Grinda-
vík búa rúmlega hundrað út-
lendingar sem er 4,6% hlutfall
af íbúafjölda bæjarins. Á
Vatnsleysuströnd búa 43 út-
lendingar, eða 5,9% af íbúa-
fjölda.
Áf 616 útlendingum á Suður-
nesjum er rúmlega þriðjungur
Pólverjar. Næstfjölmennasti
hópurinn kemur frá Danmörku,
Færeyjum og Grænlandi, eða
81 einstaklingur. Bandaríkja-
menn eru 63, Tælendingar 41
og frá Júgóslavíu koma 34 ein-
staklingar og sömuleiðis frá
Filippseyjum.
Þarf að leiðrátta launamun
Kristín benti á að meðallaun
útlendinga_ væru mun lægri
heldur en Islendinga í sömu
störfum, þrátt fyrir að útlend-
ingar væm yfirleitt í láglauna-
störfum. „Þetta er athugunar-
vert og ég tel að vinnuveitend-
ur og verkalýðshreyfingin ætti
að skoða þetta mál mjög alvar-
lega“, sagði Kristín og bætti
við að nauðsynlegt væri að
eyða fordómum og þekkingar-
skorti gagnvart útlendingum
sem hér búa. „Það er mikilvægt
að nýbúar nái tökum á íslenskri
tungu en margir eiga erfitt með
að læra tungumálið, því verður
að mæta þessu fólki af skiln-
ingi. Fólk getur orðið mjög ein-
angrað þegar það getur ekki
tjáð sig og þá reynir á hæfni og
umburðarlyndi á báða bóga,
gagnkvæm aðlögun útlendinga
og íslendinga", sagði Kristín.
Þurfum á erlendu
vinnuafli að halda
Að sögn Kristínar hefur Qölgun
útlendinga á íslandi verið í takt
við aukna þenslu í þjóðfélaginu
þar sem Islendingar hafa ekki
haft nægilegt vinnuafl til að
mæta þenslunni. „íslenskt sam-
félag verður háðara erlendu
vinnuafli á næstu árum. Eins
og staðan er í dag er skortur á
heildstæðri stefnu stjómvalda
gagnvart útlendingum, þ.e.
reglur og löggjafir stangast á
gagnvart þessum hópi. Þetta
verður að laga. Stjórnvöld
verða að móta sér ákveðna
stefnu því þetta fólk á að geta
tekið virkan þátt í samfélaginu,
óháð uppruna."
m
Texti og myndir:
Silja Dögg Gunnarsdóttir
18