Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 4
Deila félagsráögjafa Reykjanesbæjar við bæjaryfirvöld: Söluumboð Njarðarbr^ut 13, Njarðvík Launamunur er kjarasamnings- bundinn - ekki kynbundinn! Starfsmenn Fjölskyldu - og fé- lagsþjónustu Reykjanesbæjar óskuðu eftir við bæjaryfirvöld að laun þeirra verði leiðrétt þar sem þær töldu að þeim væri mismunað á grundvelli kyns. Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa óskaði eftir fundi með samstarfsnefnd vegna kjara- samninga SÍF við Reykjanes- bæ en málinu hefur nú verið vísað til umsagnar Launa- nefndar sveitarfélaga. Forsaga málsins er sú að starfs- menn Fjölskyldu - og félags- þjónustu Reykjanesbæjar, sem allt eru konur, sendu bæjastjóm greinargerð fyrir skömniu, þar sem þær rökstuddu mál sitt með launasamanburði við karl- menn sem störfuðu hjá Reykja- nesbæ, þ.e. verkfræðing og byggingafulltrúa. Þær héldu því fram að þeir hefðu jafn mikla menntun og þær, væm á sama stað í skipuriti bæjarins Ellert Eiríksson, bæjarstjóri en höfðu samt sem áður mun hærri grunnlaun. Vísuðu þær í yfirlýsta stefnu Reykjanesbæjar þar sem stendur að bærinn ætli að jafna launamun karla og kvenna sem ekki væri hægt að útskýra nema á grundvelli kyns. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir skömmu. Þar lagði bæjarstjóri. Ellert Eiríksson, fram bókun. Þar kemur fram að launamunur félagsráðgjafa sé kjarasamn- ingsbundinn, ekki kynbundinn. Ellert bendir á að launamunur skýrist jafnframt með lífaldurs- hækkunum, sem eru í öllum kjarasamningum. Hann segir að samanburður á launum út frá skipuriti einu og sér, sé óframkvæmanlegur nema sam- anburðarmat á störfum liggi fyrir, en slíkt mat er ekki til um tilgreind störf. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur falið Launanefnd sveitar- félaga fullt og ótakmarkað um- boð til kjarasamningsgerðar við Stéttarfélag íslenskra fé- lagsráðgjafa. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Motmælin vaxtahækkunum sem býr við erfiðar aðstæður og hefur lágar tekjur. Þeir vext- ir eru nú orðnir hærri en al- mennir húsbréfvextir, eða 5,7%. Hækkanimar koma sérlega illa við fólk, sem er illa statt fyrir, að mati bæjarfulltrúa og þeir telja að þær komi einnig til með að hækka húsaleigu vem- lega. I greinargerðinni segir orðrétt: „Það er því ljóst að sú aðstoð sem fólk fær hjá félagsmála- stoifiunum sveitarfélaga kemur til með að þurfa að hækka og líklegt að til slíkrar aðstoðar þurfi að koma í enn fleiri tilvik- um eitir þá vaxtahækkun sem hér um ræðir. Þar með er enn verið að færa kostnað yfir þá sem minnst hafa fyrir, sem og sveitarfélögin í tilvikum þeirra sem alverst em settir." Um sl. áramót voru vextir hækkaðir á lánum til leigu- íbúða og á svokölluðum við- bótarlánum. Allir bæjarfulltrúar í bæjarstjóm Reykjanesbæjar lögðu fram bókun á fundi sem haldin var í síðustu viku, þar sem þeir mótmæltu þessum vaxtahækkunum og kröfðust þess að þær yrðu dregnar til baka. I hjálagðri greinargerð bæjar- fulltrúa kemur fram að með þessum hækkunum er verið að leggja niður þann lánaflokk lil leiguíbúða sem bar 1% vexti. Vextir á lánum voru fyrst hækkaðir í 3,2% , því næst 3,9% og nú í 4,9% en þessar hækkanir hafa átt sér stað á tveimur ámm. Jafnframt hafa vextir verið hækkaðir á sér- stökum viðbótarlánum vegna eignaríbúða, sem em fýrir fólk ATVIN N A Óskum eftir starfskrafti í vinnslusal. Vinnutími er 8-16. Reyklaus vinnustaöur. Nánari upplýsingar veitir Guöbjörg í síma 421 2700. Vinsamlegast skiliö skriflegum umsóknum til Káffitárs, Holtsgötu 52,260 Njarövík. uornTflh Kaffibrennsla, kaffihús og kaffibúöir Holtsgötu 52, Njarðvík, sími 421 2700 Til leigu Vandað atvinnuhúsnæði 90-180m2 í Grófinni. Upplýsingar í síma 421 4242. Daglega á www.vf.is 4 Tímapantanir í síma 420 5000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.