Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 21
Einu sinni var
, Jsland úr Nato og herinn á
brott“, glumdi í fundarsal bæj-
arstjómar Reykjanesbæjar þeg-
ar gemsinn hans Jóa Geirdal
hóf upp raust sína. Bæjarfull-
trúar hrukku í kút og unaðs-
hrollur fór um nokkra Sam-
fylkingarmenn þegar þeir
heyrðu þennan lagbút. Bjartar
minningar um Keflavíkurgöng-
ur og sælar samvemstundir við
gerð kröfuspjalda komu upp í
hugann. Já, það verður að segj-
ast að Jóhann er trúr sannfær-
ingu sinni...
Grænásinn fyrir
heyrnarlausa
Senn líður að því að lóðir á
Grænássvæðinu verði auglýstar
til úthlutunar og bíða víst
margir með mikilli eftirvænt-
ingu eftir því. Þó er ljóst er að
hávaðamengun á svæðinu
verður nokkur. Á þorrablóti
UMFN og Kvenféiags Njarð-
víkur, sem haldið var í Stapa
um helgina, var þeirri hug-
mynd varpað fram að svæðið
yrði auglýst sem byggingar-
svæði fyrir heymarlausa af
þessum sökum.
Óþekkur bæjarstjóri
Ellert Eiríksson viðurkenndi á
fundi bæjarstjómar í síðust
viku að hann gerðist stundum
svo djarfur að aka frá Sjávar-
götu yfir á Gmndarveg, en sú
leið er aðeins ætluð fyrir AVR.
Ellerti finnst hins vegar að sú
leið eigi tvímælalaust að vera
opin fyrir almenna umferð.
Umferðaskipulag Reykjanes-
bæjar var til umræðu á fundin-
um og bæjarstjóri stakk einnig
upp á því að Gmndarvegur yrði
opnaður fyrir umferð við Spari-
sjóðinn í Njarðvík. Foreldrar í
Njarðvík verða vafalaust lítt
hrifnir af þessum tillögum Ell-
erts en þær falla að sama skapi
í kramið hjá fótalúnum og löt-
um bæjarbúum sem geta ekki
hugsað sér að leggja bifreiðum
sínum og ganga spottakom...
Félagi Jóhann
Eins og áður hefur komið ffam
er Jóhann Geirdal trúr sannfær-
ingu sinni en hann hefur þann
skemmtilega ávana að kalla
bæjarfulltrúa „félaga" þegar
hann ávarpar þá á bæjarstjóm-
arfundum. Oftar en einu sinni
hefur hann komið með fyrir-
spumir til „félaga Jónínu“ og
„félaga Böðvars“, svo einhverj-
ir séu nefndir. Jónína Sanders
svaraði Jóhanni á sömu mynt
um daginn og það var ekki
annað að sjá en að Jóhanni lík-
aði nafngiftin vel - félagi Jó-
hann skal það vera!
Nýr BYKO stjóri
Nýr verslunarstjóri tekur við af
Agnari Kárasyni í verlsuninni
BYKO á næstunni. Nýi
maðurinn er Suðumesjamaður
í húð og hár og heitir Tryggvi
Bragason. Hann er sonur Braga
Pálssonar, stjómarformanns
Keflavíkurverktaka. Tryggvi
hefur starfað hjá Keflavíkur-
verktökum og sem kennari en
hann er smiður og kennari að
mennt.
Teppaland opnar
Verslunin Teppaland opnar í
stómm hluta fyrmrn húsnæðis
Dropans í Keflavfk, nánar
tiltekið þar sem gólfefni og
hreinlætistæki voru áður í fieir-
ri verslun. Sem kunnugt er
breytti Harpa sinni
Dropaverslun og er nú rekin
sem Hörpumálningarbúð. Inn
af henni kemur Teppaland með
gólfefni og eitthvað fleira
innan tíðar...
Ómar í blómabransann
ómar Ellertsson, þekktur fyrir
kunnáttu sína f margs konar
skreytingum og fyrir störf sín í
Dropanum er að opna blóma-
og gjafavömverslun. Hún
verður að Hafnargötu 16 þar
sem K-sport var áður en nú
síðast var rekin þar verslun
með notaða hluti en í mjög
skamman tíma...
Fleiri í Stapa
Oryrkjaumræðan hefur verið í
fullum gangi að undanfömu.
Athygli vakti að „aðeins,,
mættu um 500 manns málefn-
inu til stuðnings á mótmæla-
fund í höfuðborginni í fyrradag
þrátt fyrir stórt málefni og
mikið auglýst. Það sýnir
kannski betur hversu mætingin
var mikil þegar þúsund manns
mættu á Reykjanesbrautarfund
í Stapa.
f JOLBÍU
JTA3KOL
C'
IÐ U R M E 3 J /
Oldungadeild vorið 2001
Ný önn byrjar 7. febrúar
og síðustu próf verða 17. og 2 I. maí.
Innritun verður í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
sem hér segir: I. og 2. febrúar
kl. 16:00-19:00 og laugardaginn einn áfanga og kr. 18.000
3. febrúar kl. I 5:00-16:00. fyrir tvo áfanga eða fleiri.
Við innritun staðgreiða
nemendur skólagjöld
(einníg visa/euro), en
þau eru kr. 12.000 fyrir
Áfangalýsingar er hægt
að skoða á innritunar-
dögum í FS. Áfangar sem
enda á tölustafnum 3 gilda
3 einingar, þeír sem byrja
á I eru byrjunaráfangar
Stjórn nemendafélagsins,
námsráðgjafi og umsjónar-
maður öldungadeildar
veröa nemendum til
aðstoðar við innritun.
JÁfangar í boðí
Kennsla hefst í öldungadeild 7. febrúar. Umsjónarmaður öldungadeildar.
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
18.00 danska 202 verslunarreikn. 1 02 rit 101,202, 302 sérgreinar Ftúsasmiða enska 1 02 enska 303 rekstrarhagfræði 203 þýska 1 03 fatahönnun 1 03 málmsuða 102 saga 1 03 tjáning 1 02 stærðfræöi 122 stærðfræöi 303 grunnteikn/iðnteikníng upplýsingatækni 103 þjóðhagfræði 103 myndlist 1 03 næringarfræði 103 íslenska 2 1 2 íslenska 303 barnasálfræði
20.00 danska 102 spænska 403 bókfærsla 203 enska 202 þýska 203 spænska 203 stæröfræði 1 1 1 myndlist 202 líffræðí 1 03 UTN 123/133 íslenska 202 félagsfræði 203 efnafræðí 1 03
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
21