Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 23
Víkurfréttir hafa undan- farin tíu ár útnefnt mann ársins á Suðurnesjum. Þetta kjör hófst árið 1990 og hefur verið gert á hverju ári síðan. Við þessi merkilegu tímamót þegar ný öld, nýtt árþúsund gengur í garð var við hæfi að breyta aðeins út af venjunni og niðurstaðan af því er veit- ing Víkurfréttaverðlaun- anna í þremur flokkum, fyrir framlag í atvinnuh'fi, menningu og listum og svo íþróttum. Sérstök nefnd á vegum blaðsins hefur valið mann ársins og hún hefur einnig valið þrjá aðila sem hljóta þessi verðlaun í ár. Þessi tímamót eru einnig merkileg hjá Víkurfréttum en blaðið varð 20 ára í ágúst síðastliðnum. Fleiri myndir frá afhendingunni í TVF tímariti VF ■ ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Stjórnarmenn og íþróttamaður Ness 2000. Efri röð hv. Borgar Jónsson, Hafsteinn Ingibergsson. Gísli Jóhannsson, Guðmundur Ingibersson. Fremri röð f.v. Guðmundur Brói Sigurðsson, Jóhann Kristjánsson og Anna Lea Björnsdóttir. NES HLAUT ÍÞRÓTTAVERÐLAUN VÍKURFRÉTTA 2000 ARSINS Fjölbneytt og fnam- sækiA starf hjá Nesi Iþróttastarf á Suður- nesjum hefur lengi verið mjög gott. Suðurnesja- mönnum hefur gengið vel í boltaíþróttum og einnig náð langt í mörgum einstak- lingsíþróttum. Hér á Suðurnesjum er félag sem vakið hefur athygli fyrir fríska og skemmtilega framgöngu og starf - en það er íþróttafélagið NES. Þetta er íþróttafélag fatlaðra og þroskaheftra á Suðurnesjum og var stofnað 17. nóvember 1991 og fagnar því tíu ára afmæli síðar á þessu ári. Félagið hefur dafnað og eflst með hverju ári og voru fyrstu þrjú árin aðcins um flnun einstaklingar sem æfðu hjá því boccia. I dag æfa rúmlega 50 einstaklingar hjá félaginu í hinum ýmsu greinum eins og sund, frjáls- ar íþróttir, bogfimi, borðtennis, boccia og knatt- íþróttir. íþróttadagur Ness er orðinn árlegur hjá félaginu þar sem keppt er í boccia innan félagsins og þann dag er einnig komin hefð á fyrir- tækja og hópakeppni sem hefur tekist mjög vel. Félagið hélt fyrst stórmót 1996 í boccia og síðan hefur félagið farið annað hvert ár til Malmö á samnefnt opið mót í boccia og gengið vel. Arið 1999 voru fjórir einstaklingar frá félaginu valdir á heimsleika Special Olympics sem haldnir vom í Norður Karólínu í Banda- ríkjunum og var keppt í bocc- ia, knattspymu og sundi. Einnig fóm tveir ungir iðk- endur frá Nesi á norræna bama- og unglingamótið í Finnlandi 1999. Árið 2000 var viðburðarríkt hjá félaginu. Félagið tók að _sér að sjá um íslandsmót fyrir Iþrótta- samband fatlaðra í febrúar og var keppt í fimm greinum. I mars sá félagið um íslandsmótið í boccia, í sveitakeppni. Hér er ekíd allt upp talið því félagið tók einnig að sér umsjón með Norðurlanda- mótinu í boccia sem haldið var hér í Keflavík í maí. Má áætla að um 600-700 ein- staklingar hafi komið í heim- sókn á þessi mót, keppendur, þjálfarar og fleiri taldir með. I júní sl. vom síðan haldnir Evrópuleikar Special Olympics í Hollandi þar sem 10 iðkendur lfá Nesi vom valdir ásamt þremur þjálfumm ffá félaginu. Það fór á árinu með 15 keppendur til Malmö í Svíþjóð til þess að keppa í boccia, með þessum hóp fóm sex aðstoðar- menn og þjálfarar. A öllum þessum mótum stóðu iðkendur frá Nesi sig með sóma og sumir hverjir unnu til verðlauna og eignast félagið fjóra Islandsmeistara á sl. ári í boccia, borðtennis, sundi og frjálsum íþróttum. Þjálfarar hjá Nesi undanfarin sex ár em hjónin og íþróttakennaramir Anna Lea Bjömsdóttir og Guðmundur Brói Sigurðsson. Það er ekki síst þeim að þakka að félagið er orðið það öflugt eins og það er í dag ásamt því að góð stjóm hefur ávallt starf- að og foreldrar koma nú einnig meira inn í starfið og aðstoða. I desember sl. fékk Anna Lea mikla viðurkenningu ffá íþróttasambandi fatlaða fyrir að hafa starfað sérlega vel í þágu fatlaðs íþróttafólks. Þetta er fyrsta skiptið sem þessi viðurkenning er veitt og er þetta mikill heiður fyrir Iþróttafélagið Nes. Samvinna við Fjölbrautaskóla Suðumesja hefur verið mjög góð og hefur Anna Lea verið með valgrein sem em íþróttir fatlaðra og hafa margir krakkar frá FS starfað með félaginu frá því að þetta komst á árið 1995. fþrótta- maður Ness árið 2000 var valinn Jóhann Kristjánsson og lenti hann síðan í þriðja sæti í kjöri íþróttamanns Reykja- nesbæjar. Það er því óhætt að segja að starfsemi hjá NES sé glæsileg. Því er við að bæta að félagið stofnaði til samstarfs við félag aldraðra á Suðumesjum um ástundun eldri borgara í boccia. Einnig kom félagið inn í atvinnulífið með sölu á kaffi frá Kaffitári. í árslok seldi félagið fimm þúsundasta kaffipakkann og nýtur félagið þess í fjáröflun sinni. íþróttafélagið NES fær Vfkurfréttaverðlaunin fyrir frábært framlag í íþróttum. Fyrrverandi menn ársins á Suður- nesjum voru sér- staklega boðnir til þess- arar afhendingar. Þetta em Dagbjartur Einarsson sem fyrstur hlaut þessa nafnbót árið 1990. Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur í Utskála- kirkju og Hvalsneskirkju kom næstur árið 1991,1992 var Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, útgerðar- maður í Keflavík fyrir val- inu. Verslunargeirinn fékk næsta mann ársins en það var Guðjón Stefánsson hjá Kaupfélagi Suðumesja. Árið 1994 fékk Júlíus Jónsson hjá Hitaveitu Suðumesja viðurkenning- una og árið á eftir Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður. Menn ársins hafa nokkmm sinnum verið tengdir fiski og árið 1996 var Logi Þormóðsson fyrir valinu. Hóteliðnaðurinn er ekki gömul grein á Suðumesjum og þeirra maður, Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík fékk titilinn maður árins árið 1997. Það var svo kaffikona Islands, Aðalheiður Héðinsdóttir í Kaffitári sem hlaut útnefninguna 1998. Sigfús Ingvason, prestur í Keflavík var kjörinn maður ársins 1999. Eins og heyra mátti á upp- talningunni hefur þetta fólk sýnt athyglisverða fram- göngu hvert á sínu sviði og margir em enn að. Daglegar fréttir Irá Suöurnesjum á www.vf.is 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.