Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 30
íþróttafélagið NES hélt sitt
fyrsta mót í bogfimi miðviku-
daginn 10. janúar sl. í íþrótta-
húsi Heiðarskóla.
NES er búið að vera með æf-
ingar í bogfimi í eitt ár en það
voru Víkurfréttir sem gáfu fé-
laginu 5. stykki af bogum og
öllu tilheyrandi þegar Víkur-
fréttir urðu 20 ára. Átta kepp-
endur mættu til leiks og var
keppt í þremur flokkum, opn-
um fl. karla, opnum fl. kvenna
og fl. fatlaðra, karlaflokki.
Fyrsti sigurvegari NES í bog-
fimi varð Guðmundur Ingi-
bersson, öðru sæti náði Amar
Már Ingibjömsson, í þriðja sæti
varð Vilhjálmur Jónsson og
fjórða sæti Konráð Ragnars-
son.
I opnum fl. kvenna varð sigur-
vegari Rut Ingólfsdóttir og
Lára Ingimundardóttir í öðru
sæti. I opnurn fl. karla sigraði
Bjarki Egilsson og öðru sæti
náði Hreggviður Ársælsson.
Sparisjóðurinn í Keflavík gaf
alla verðlaunapeninga á þessu
móti ásamt því að allir fengu
þátttökupening fyrir þeirra
keppni. Þetta verður árlegur
viðburður hjá okkur í framtíð-
inni og komum við til með að
eiga gott samstarf áfram eins
og ávallt við Víkurfréttir sem
gáfu okkur bogana og alla þá
fylgihluti sem þarf f bogfimi og
Sparisjóðinn í Keflavík sem
gáfu okkur öll verðlaunin á
mótinu. Kunnurn við þeim
bestu þakkir fyrir.
Fréttfrá Iþróttafélaginu Nesi
NYTT TIMARIT
Á MORGUN!
Troðfullt
blað af
litríku
efni!
TlMAHITVIKUHHUTrA
Trosmenn góöir á
bocciamóti Nesmanna
www.vf.is
Fyrirtækja- og hópakeppni
NES í Boccia var haldin strax á
eftir Sparisjóðsmótinu í Boccia
20. janúar sl. í íþróttahúsi
Keflavíkur. Þetta er þriðja árið
í röð sem þessi keppni er hald-
in og tókst hún í alla staði ntjög
Fótbottaæfingar
7. flokkur drengja (5 - 8 ára) hjá Keflavík
Æfingar fara fram á eftirtöldum dögum:
Fimmtudaga kl. 15.30 - 16.20 Reykjaneshöll
Laugardaga kl. 9.30 - 10.30 íþróttahúsið Heiðarskóla
Sunnudaga kl.10 -11 yngri (1 bekkur og yngri) íþróttahúsið Sunnubraut B-sal
Sunnudaga kl. 11 -12 eldri (2. bekkur) íþróttahúsið Sunnubraut B-sal.
Þjálfari: Gunnlaugur Kárason, íþróttakennari.
Engin æfingagjöid
vel. Sautján fyrirtæki skráðu
sig til keppni með 20 lið og var
mikil spenna hjá þessum ein-
staklingum sem margir hverjir
voru að sjá og spila boccia í
fyrsta skiptið. Keppt var fimm
riðlum, þrír í hverju liði, með
fjögur lið í hverjum riðli og
komust tvö lið áfram úr riðlin-
um. Síðan var útsláttarkeppni
og eftir stóðu fimm Iið sem
kepptu allir við alla í einum
riðli.
Sigurvegari mótsins var lið
Tros-b úr Sandgerði, í öðru
sæti eftir spennandi keppni
endaði Verkalýðs-og sjó-
ntannafélag Keflavíkur og
nágr. a-Iið, Vísir, félag skip-
stjómarmanna á Suðumesjum-
þriðja hampaði þriðja sæti, í
fjórða sæti varð Tros a-lið og í
fimmta sæti Rafmiðstöðin.
Þetta mót er mikil auglýsing
fyrir NES og starfsemi þess og
þama kynnast margir þessari
skemmtulegu íþrótt og félag-
inu.
Sparisjóðurinn í Keflavík gaf
öll verðlaun í þessari keppni og
fékk sigurliðið eignarbikar
ásamt því að fyrstu þrjú liðin
fengu verðlaunapeninga. Allir
keppendur á þessu móti fengu
þátttökupening með NES
merkinu á og merktan íþrótta-
dagur NES 2001 sem SpKef
gaf einnig til minningar um
þátttöku á mótinu.
Það má geta þess að næsta
keppni verður að ári, nánar til-
tekið 26. janúar 2002, þannig
að það er hægt að fara að æfa
sig í tíma. NES vildi koma á
framfæri hamingjuóskum til
keppenda og þakkir fyrir þátt-
tökuna í þessu móti og sigur-
vegurum með sín verðlaun.
Einnig vildu NES-menn senda
Sparisjóðnum í Keflavík
þakkir fyrir þeirra framlag.
30