Víkurfréttir - 15.02.2001, Page 9
■ Reykjanesbær leggur atvinnulífi bæjarins lið:
Uppganguri
atvinnulíflnu
Stefna Reykjanesbæjar
er að leggja atvinnulíf!
bæjarins lið þannig að
það geti vaxið og dafnað. Sér-
stakt kapp er lagt á að skapa
hagstæð skilyrði með góðum
samgöngum og góðri þjón-
ustu bæjarins við fyrirtæki“,
segir Helga Sigrún Harðar-
dóttir, atvinnumálafulltrúi
Reykjanesbæjar. Markaðs-
og atvinnumálaskrifstofan er
nú að undirbúa kynningu
fyrir fyrirtæki sem tengjast
þjónustu við flug, hafnsæk-
inni starfsemi o.fl. Kynningin
fer fram á næstu vikum og er
haldin í samvinnu við skipu-
lags- og bygginganefnd og
tæknideild Reykjanesbæjar.
Þar verður kynnt deiliskipu-
lag svæða sem fyrirhugað er
að byggja í nánustu framtíð.
Uppgangur í atvinnulífinu
Nú þegar hafa fjölmörg fyrir-
tæki komið sér vel fyrir í
Reykjanesbæ og mikill upp-
gangur í atvinnulffinu undan-
farin misseri hefur vakið at-
hygli. Helga Sigrún nefnir
nokkra þætti sem skýra þann
uppgang sem verið hefur, m.a.
að hagkvæmt byggingarland er
í Reykjanesbæ fyrir alla al-
menna atvinnustarfsemi og gott
aðgengi að nægri raforku,
ferskvatni og háhita.
„Nú hafa verið skipulögð sér-
stök athafnasvæði sem ætluð
eru annars vegar flugsækinni
þjónustu sem staðsett er í fjög-
urra mínútna akstursfjarlægð
frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar
og hins vegar hafnsækinni
þjónustu í Helguvík. Borgar-
hverfi sem staðsett er á besta
stað efst í bænum, við Reykja-
nesbraut er ætlað fyrirtækjum í
flugþjónustu. Þar má hugsa sér
að flugfélög, bílaleigur, hrað-
flutningafyrirtæki og aðrir sem
hafa hag af því að vera stað-
settir nálægt flugvellinum, geti
komið sér vei fyrir. Iðnaðar-
svæðið í Helguvík hefur nú
verið skipulagt og þar munu
íyrirtæki sem stunda hafnsæk-
inn iðnað koma sér fyrir í fram-
tíðinni. Helguvíkurhöfn býður
upp á marga möguleika og er
þar nú t.d. mjög góð uppskip-
unaraðstaða fyrir olíu. Hér er
því um að ræða svæði sem inn-
flutnings- eða útflutningsfyrir-
tæki í örum vexti ættu að líta
til“, segir Helga Sigrún.
Tvö ný íbúðasvæði
Grænássvæðið er nýtt og vel
skipulagt íbúðasvæði en lóða-
úthlutanir þar verða auglýstar á
næstunni. „Byggðin mun liggja
utan í Grænásnum sjálfum sem
gerir það að verkum að þar
verður gott útsýni fyrir alla, út
á sjóinn, yfir Faxaflóann og
Njarðvíkina. Fjölbreyttir úti-
vistarmöguleikar eru í nánasta
umhverfi en í 10 mínútna
göngufjarlægð er verið að
hanna útivistarsvæði við tjam-
imar á Fitjum, sem þekktar em
fyrir afar fjölskrúðugt fuglalíf.
Lágseyla í Innri Njarðvík hefur
einnig verið skipulögð en þar
verður boðið upp á lóðir sem
liggja næst sjónum. Lágseylan
er kjörinn staður til búsetu fyrir
þá sem njóta vilja kyrrðar í ná-
lægð við sjóinn og góð útivist-
arsvæði", segir Helga Sigrún.
Truflanir á símasambandi
til Víkurfrétta á morgunl
Vegna breytinga á símstöð Víkurfrétta geta orðið truflanir
á símasambandi við blaðið á morgun, föstudag.
Bendum viðskiptavinum á símanúmerin 8614717 eða 690 2222
Tregur helgarafli í snurvoð
Stærsti straumur var um
helgina og voru því fáir
bátar frá Sandgerði á sjó.
Netabátamir tóku allir helgar-
frí, þó vitjuðu fimm litlir neta-
bátar neta sinna og lönduðu
frá 300 - 600 kg.
Á föstudagskvöld landaði Birt-
ingur tæpum 700 tonnum af
loðnu og á laugardag vom nán-
ast eingöngu snurvoðabátamir á
sjó og var afli frekar tregur hjá
þeim en þeir vom að fá frá 400
kg. - 3 tonn. Einn var þó með
tæp 8 tonn og var uppistaðan hjá
honum ufsi. Þá landaði Sigþór
ÞH rúmum 9 tonnum en hann
gerir út á línu. Á sunnudag vom
um tíu línubátar á sjó og voru
þeir að koma með um 1 -4 tonn
að landi.
Nóg af loðnu í Grindavík
Rúmlcga fimmþúsund
tonn bárust á land í
Grindavík í síðustu
viku, þar af vom 4223 tonn af
loðnu sem fengust á Vestfjarða-
miðum.
Frystitogaramir Hrafn og Gnúp-
ur lönduðu í vikunni og var
Gnúpur með aflaverðmæti um
63 milljónir, en Hrafn um 61
milljónir. Fjögur togskip lönduðu
samtals 149 tonnum og var Þur-
íður Halldórsdóttir með mestan
afla þeirra 52,4 tonn, tveir drag-
nótabátar lönduðu samtals 21
tonni. Línuskip og bátar lönduðu
615.6 tonnum og var Sighvatur
með mestan afla 82,9 tonn. Að
sögn Sverris Vilbergssonar hafn-
arstjóra í Grindavík, er afli neta-
báta enn mjög tregur og var afli
17 netabáta aðeins rúmlega 110
tonn. Hafberg var með mest eða
24.6 tonn.
ÚTSÖLULOK
enn melrL
afsLáttur
jakkar
ouxur
frá
3-990,-
Nýtt
kortatCmabll
PERSÓNA
Túngötu 18 • Sími 421 5099
Opið laugardaga kl. 11-13
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
S