Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.02.2001, Síða 15

Víkurfréttir - 15.02.2001, Síða 15
selst af stóru fjölskyldug- istingunum", segir Kolbrún Garðarsdóttir, útibússtjóri Úrvals-Útsýn- ar. „Krít og Tyrkland eru nýjungamar hjá okkur í ár. Krít er langvinsæl- asti staðurinn okkar í ár og er orðið erfítt að fá þar gistingu. Mikill áhugi er einnig fýrir Tyrk- landi en þangað verður flogið hálfsmánaðarlega í beinu leiguflugi. Portúgal og Mallorca verða með hefð- bundnu sniði. Við erum svo með mikið úrval af sérferðum og sem dæmi má nefna Vín- uppskeruferð í október, Stór- borgaveislupa og Dekurdaga í Ölpunum. Úrvalið er jafnframt gott fyrir eldra fólkið en m.a. verður farið í heilsubótarferðir til ýmissa landa t.d. Ungverja- lands. Skemmtisiglingar um m 1 o - jarðarhafið eru einnig nýjung hjá okkur í ár. Við höfum upp á fjöldan allan af golfferðum að bjóða, svo og tónlistarferðum“, segir Kolbrún. Hún segir jafn- framt að Úrval Útsýn bjóði uppá ferðir til ýmissa mála- skóla, t.d á Mallorca en þangað er hægt að fara í beinu leiguflu- gi og því ódýr kostur. Hún bendir einnig á að Úrval Útsýn í Keflavík eru með umboð fyrir Plúsferðum en þeir bjóða uppá það sama og Úrval Útsýn auk ferða til Benidorm á góðu verði. Það er nokkuð ljóst að úr mörgum áhugaverðum ferðum er að velja í ár og bíða nú ef- laust margir óþreyjufullir eftir sumrinu. ■ Sjávanpéttakvöld Víðis Unglingaráð Víðis í Garði heldur sitt ár- lega kúttmaga og sjávarréttakvöld laugardag- inn 17. febrúar næstkomandi í samkomuhúsinu í Garði. Forsala aðgöngumiða hefur gengið mjög vel og eru örfá sæti laus. Miðaverð er 3000 kr. Ósóttar pantanir verða seldar í Marvík, Garði, fimmtudag og föstudag frá kl. 9-12. Síminn í Marvík er 422-7922. Húsið opnar kl. 24 fýrir aðra en mat- argesti og kostar 1000 kr. á dansleikinn. Aldurstakmark er 18 ár. Ungar stúlkur úr Garðinum munu skemmta gestum ásamt Arna Tryggvasyni leikara. Veislustjóri verður Gunnrún Theodórsdóttir. Unglingaráð Víðis Garði Drátt abí laþj ónusta Opið allan sólarhringinn sími 892 3774 Almennar bílaviðgerdir. Bremsuviðgerðir / ii ./ Pustþjonusta Bjarkars ti Sími 421 3003 Opið món. ■ löst‘ fróUl 8:00 - 18:00 Minnum á nýja staðsetningu Fitjabraut 4 • 260 Njarðvík • Sími: 421 3003 Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut á fundi með dómsmálaráðherra og fleiri aðilum: Melrl fræösla og löggæsla ■segir Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra um eitt af markmidum að betri Reykjanesbraut. Ráðherra ánægður með störf áhugahóps um örugga braut. „Áhugahópurinn hefur staðið sig mjög vel og á lof skilið. Við vonumst til að geta átt gott samstarf við hópinn“, sagði Sólveig Péturs- dóttir, dómsmálaráðherra að loknum fundi með forráðamönnum áhugahóps um örugga Reykjanesbraut í ráðuneytinu í lok sl. viku. Ráðherra hafði boðað sýslumenn, ríkislög- reglustjóra, talsmann tryggingafélaga, vega- málastjóra og forráðamann umferðaráðs á fundinn. „Við erum mjög ánægðir með fundinn með dómsmálaráðherra og þessum aðilum. Menn em sammála um að fræðsla og aukin löggæsla sé eitt að lykilatriðum í átt að betri braut áður en hún verður tvöfölduð", sagði Steinþór Jónsson, tals- maður áhugahópsins. Á fundinum lagði áhugahópurinn fram minnis- blað með all nokkmm hugmyndum um verklega breytingar á Reykjanesbraut. Þar var m.a. rætt um uppsetningu skilta og merkingar á brautinni. Einnig var mikið rætt um svokallaðar „axlir“. Þá vom lagðar fram spumingar um ýmis atriði, t.d. hvemig sé best að halda niðri hraðakstri sem og hægakstri. Mjög góð umræða var á fundinum sem tók tæpar tvær klukkustundir og var ábendingum áhuga- hópsins tekið mjög vel. Daglsgar fráttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 15

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.