Víkurfréttir - 15.02.2001, Qupperneq 18
Ökumenn
eiga þakkir skiliö
*
framhaldi af fjölsóttuni
borgarafundi í Stapa þann
11. janúar síðastliðinn og
jákvæðum viðbrögðum. Um-
ræða um örugga Reykjanes-
braut hefur orðið kraftmeiri
og skilað miklum árangri. Eiga
ökumenn sem um brautina
aka miklar þakkir skilið.
A fundi áhugahóps um örugga
Reykjanesbraut þann 7. febrúar
sl. með dómsmálaráðherra, rikis-
lögreglustjóra, talsmanni trygg-
ingarfélaga, umferðaráði og
vegagerð kom fram mikil ánægja
með þann árangur sem náðst hef-
ur í lækkun ökuhraða á Reykja-
nesbraut þrátt fyrir óvenju gott
tíðarfar. Voru aðilar sammála um
að ábyrg umræða, fræðsla og
aukin löggæsla hafi skilað lang-
þráðum árangri. Mikilvægt væri
nú að halda honum og gera enn
betur.
Hugmyndir umúrbætur
í upphafi fundar lagði áhugahóp-
urinn fram minnisblað með til-
lögum og fyrirspurnum um ör-
ugga Reykjanesbraut. Hér á eftir
koma fram helstu atriði og niður-
stöður sem hið opinbera tók vel í
og mun skoða.
1. Aukin verði heil lína til að tak-
marka framúrakstur þar sem út-
sýni er takmarkað (miðað verði
við lægstu ökutæki) - Vegagerð-
in er að vinna í þessu máli og
mun stefnt að breytingum fyrir
komandi sumar.
2. Setja upp skilti með símanúm-
eri - þar sem skorað er á öku-
menn að tilkynna glæfraakstur,
athugasemdir og hættur sem
hugsanlega hafa skapast á
Reykjanesbrautinni. - Fulltrúi
ríkislögreglustjóra upplýsti að
neyðamúmerið 112 gegni þessu
Steinþor Jónsson
hlutverki í dag og hefur nýtt
tölvukerfi meðal annaras verið
tekið í notkun sem tryggir betra
eftirlit og árangur. Allar fyrir-
spumir og ábendingar ökumanna
verða færðar beint áfram til við-
eigandi aðila t.d. lögreglubifreiða
í næsta nágrenni. Mikilvægt er
að almenningur viti af þessum
upplýsingarþætti 112 sem nær
vissulega til allra þátta, ekki bara
neyðartilfella.
3. Notkun „axla” á Reykjanes-
braut - Fundarmenn vom ekki á
eitt sáttir um tilgang „axla” á
Reykjanesbraut en voru þó frekar
jákvæðir fyrir þeim. Oánægja var
helst með lélegt slitlag og grjót-
kast. Nauðsynlegt er að setja
strangar kröfur vegna bilaðra bif-
reiða sem lagðar em á axlir. Allir
aðilar voru sammála um nauðsyn
kynningar á notkun axla væri
nauðsynlegt. Umferðaráð sér um
þennan þátt og tilkynnti Oli H.
Þórðarsson frá kynningaráform-
um ráðsins á næstu mánuðum.
4. Yfirlag brautar slitnar of hratt
- þ.e. of oft viðgerðaflokkar á
veginum og djúpar rásir sem
myndast eru mjög hættulegar
sérstaklega í blautu veðri. - Full-
trúi Vegagerðarinnar tók undir at-
hugasemdina og sagði að unnið
væri að nýjum verklagsreglum til
að tryggja hröð vinnubrögð þeg-
ar viðhald á sér stað á brautinni.
5. Merkingar á vegum séu skarp-
ari og greinilegri. - Fulltrúi
Vegagerðarinnar sagði að unnið
væri í málinu.
6. Mála töluna „90” t.d. 6 sinnum
á hvora akgrein á brautina. -
Fundarmenn sammála um hug-
myndina en lögðu kostnað fyrir
sig. Ahugahópurinn ætlar að
óska eftir leyfi Vegagerðar og
gera tilraun snemma í vor.
7. Hvað er hægt að gera til að
minnka „svínarí” inná brautina
t.d. við Fitjar. - Sýslumaðurinn í
Keflavík sagði mikilvægt að
minna á að hámarkshraði á þess-
um stað væri 70 km og taldi
hraðamerkingum ábótavant.
Vegagerð mun kanna málið.
Mikilvægt er að ökumenn sýni
alla aðgát þegar ekið er inná
Reykjanesbraut.
Nýtt skilti
Þá fóru fram umræður um mikil-
vægi fjöldans í átaki sem þessu
og lýstu fundarmenn undrun
sinni á fjölmenni borgarafundar-
ins í Stapa. Aðgangur reiðhjóla-
manna á brautinni var rædd. Já-
kvæður vilji kom einnig fram um
að styrkja áhugahópinn til að
dreifa bílabæninni í bæjarfélög á
Suðurnesjum og jafnvel þýða
hana og dreifa á vamarsvæðinu.
Ræddur var grundvöllur þess að
aðilar fundarins standi fyrir öfl-
ugu átaki þar sem stjórnvöld,
umferðarráð, tryggingarfélög og
almenningur talci virkan þátt og
verði virkir þátttakendur. Þá var
hugmynd áhugahópsins um nýtt
skilti sem sýndi þann litla tíma
sem sparaðist á að keyra Reykja-
nesbrautina frá Fitjum til Hafnar-
fjarðar á 90 km hraða, 100 km
hraða eða 110 km hraða vel tekið
og fulltrúi Vegagerðarinnar félst
á að kanna málið. Utreikningur
þessi miðast við meðalálag á
brautinni (sjá mynd).
Skipulagðu tíma betur
- annars staðar....
Töldu fundarmenn tillögu áhuga-
hópsins um að umferð á Reykja-
nesbraut yrði til fyrirmyndar ann-
ara þjóðvega verðugt markmið.
Niðurstaða nýlegra skoðunar-
könnunar sem sýndi að 92% allra
landsmanna vildu tvöfalda
Reykjanesbraut sýndi ótvírætt ár-
angur af jákvæðri umræðu.
I lok fundarins þakkaði áhuga-
hópurinn fundarmönnum fyrir
sinn þátt í átakinu og lýsti meðal
annars ánægju sinni með aukna
löggæslu og nýtt rafskilti sem
sýnir ökumönnum hraðann sem
ekið er á. Sérstakar þakkir fékk
dómsmálaráðherra, Sólveig Pét-
ursdóttir fyrir röggsama fram-
göngu í málinu og jákvæð við-
brögð.
Takmark áhugahópsins í dag er
slysalaus Reykjanesbraut. Með
tvöföldun koma nýjar áherslur
með bættri umferðamenningu.
Við þökkum almenningi fjöl-
margar ábendingar og minnum á
netfangið okkar steini@kef.is
Tvöföldum ánægjuna
- ökum varlega
og komum heil heim.
f.h. áhugahóps unt
örugga Reykjanesbraut,
Steinþór Jónsson. ■
Njarðvíkinga
í kalda sætinu
Það er oft sagt að það sé kalt á
toppnum en Njarðvíkingar virðast
kunna vel við sig þar þessa dagana.
Eftir sigurleiki síðustu viku eru
þeir með 4 stiga forskot á toppn-
um, flest stig skoruð og fæst á sig
fengin. I vikunni bokuðu þeir Þórs-
ara 122-80 og svæfðu Borgnesinga
ömgglega 76-87 á útivelli. Besta
sóknarliðið þessa dagana og besta
vamarliðið einnig.
Keflvikingar
aö jalna sig
„Hraðlestin" eins og lið Keflvík-
inga hefur löngum verið kallað, fór
verulega út af sporinu gegn Hver-
gerðingum í bikamum og náði sér
ekki á beinu brautina á erfiðum úti-
velli Sauðkræklinga 82-76 en
hmkku svo í gang gegn ,Jiinu bik-
arúrslitaliðinu" IR og unnu ömgg-
lega 111-73. Lykillinn að bættu
gengi Keflvíkinga er aukin áhersla
á gæði sóknarleiksins, leikkerfin
voru keyrð í gegn og skotfæri
fundin fyrir Guðjón Skúlason sem
skilaði 38 stigum á 34 mínútum.
Já, htinn sló Sigga þjálfara við og
vel það ( 3 stig á 3 mínútum) en ég
held að Sigurður hafi verið hæstá-
nægður með niðurstöðuna
eftir tapleikina tvo.
Gpindvíkingar
áleiðíöfugaátt
Utgerðardrengimir í Grindavík em
eitthvað óvissir með áttimar svo
það er best að ég rétti þá við
„Strákar. upp er í hina áttina“. Eftir
áherslur Einars Einarssonar þjálf-
ara liðsins í síðasta tölublaði VF,
þar sem hann lagði áherslu á mikil-
vægi leikja vikunnar töpuðu strák-
amir hans báðum, gegn Hamar á
heimavelli 86-105 og gegn Þór á
Akureyri 88-87 í leik þar sem Mo
Spillers setti 42 stig og tók 21 frá-
kast auk þess að skora úrslitakörf-
una á síðustu sekúndunum.
Hallo Hamar
Leikið er í EPSON deildinni í
kvöld og sunnudagskvöld og em
margir skemmtilegir leikir á dag-
skrá. Hæst ber þó leikur Keflvík-
inga og Hamars á sunnudaginn,
mig gmnar að Sigurður Ingimund-
arson þurfi „fátt fallegt" að segja
sínum mönnum til að koma þeim í
rétta gírinn. I kvöld mæta Grind-
víkingar „Sköllum" Ermolinskjis í
Grindavtk og ísfirðingar mæta í
Ljónagryfjuna en Keflvíkingar
sækja Valsmenn heim. Á sunnudag
leika öll Suðumesjaliðin á útivelli,
UMFN í Hafnarfirði og Grindvík-
ingar á ísafirði auk Keflvíkinga
sem verða eins og áður sagði í
gúrkubænum Hveragerði.
18