Víkurfréttir - 26.07.2001, Side 2
VP FRETTIR
Jónína
baksviðs á Rammstein
Fugla- og fjQlskyldulíf
að Norðurkoti í Sandgerði
^eð fangið fullt
af tvíburum
mótgBp/ÐrumjL^
f Sigrúnu er 85 ára J
með sunddellu
Maddý helaur miúio
upp á UMFN
IMýtt TVF í næstu viku!
og framtíðin í pólitíkinni
nftar Eyjólfsson -
Gummi Steinars í
fótspor pabba
... og margt fíeira!
Hjá okkur færðu alltaf
A*
rryja nimu
með hverri framköllun
...það munar um minna
| l'rainkölluuarþlánusla
HAFNARGOTU 52 KEFLAVÍK SlMI 421 4200
■ Maður hrapar til bana á Reykjanesi:
Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar. Fyrstu björgunarmenn
þurftu að ganga í um 20 mínútur að slysstaðnum.
Björgunapstarf við
erfiðar aðstæður
Varnarliðsmaður hrap-
aði til bana í klettum á
Reykjanesi aðfaranótt
mánudags. Tilkynning um
slysið barst Neyðarlínunni
rétt eftir miðnætti. Þá hafði
fétagi mannsins hlaupið í
hálfa klukkustund eftir hjálp
en fyrir tilviljun var fólk í
vitavarðarbústaðnum á
Reykjanesi sem gat kallað til
hjálp.
Björgunarlið frá Bmnavömum
Suðumesja fór þegar af stað.
Aksturinn út á Reykjanes tók
um 20 mínútur og síðan þurftu
menn að ganga uni 20 mínútna
leið að slysstaðnum sem var í
rúmlega 20 metra háu bjargi.
Maðurinn var við tvo aðra í
klettaklifri og var nær kominn
upp á bjargbrúnina þegar hann
missti takið og féll aftur fyrir
sig ofan í stórgrýtta fjömna.
Hann er talinn hafa látist sam-
stundis. Félagar mannsins
reyndu endurlífgun en án
árangurs.
Björgunarsveitarfólk ffá
Björgunarsveitinni Suðumes
og Björgunarsveitinni Þorbimi
var einnig kallað til. Björgun-
arsveitarmenn aðstoðuðu
sjúkraflutningsmenn að komast
niður í fjömna skammt ffá og
undirbjuggu einnig að fara
niður bjargið þar sem maður-
inn féll. Það vom hins vegar
björgunarmenn úr Grindavík
sem komu hinum látna í
slöngubát sem flutti líkið til
Grindavíkur. Þaðan var hinn
látni fluttur til Keflavíkur.
Hinn látni var 22 ára gamall
Vamarliðsmaður á Keflavíkur-
flugvelli.
Happa-
sœll KE
á heim-
siglingu
Netabáturinn Happasæll
KE 94, sem verið hefur
í smíðnm í Kína, lagði
af stað áleiðis til Islands sl.
fóstudag. Búist er við því að
tog- og nótaskipið Guðrún
Gísladóttir KE fylgi í kjölfar-
ið einhvern næstu daga.
Happasæll KE er tæpir 29
metrar á lengd. Skipið er sér-
hannað til netaveiða af Skipa-
tækni ehf. og er það smíðað
fyrir Guðmund Rúnar Hall-
grímsson útgerðarmann í
Keflavík og fjölskyldu hans.
Sigmar Ólafsson hefur séð um
eftirlit með skipinu á smíða-
tímanum fyrir hönd Skipa-
tækni ehf.
Töluverðar seinkanir hafa orð-
ið á afhendingu skipanna sem
verið hafa í snn'ðum fyrir ís-
lenska útgerðarmenn í Kína.
Sigmar segir þessar seinkanir
vera af ýmsum ástæðum.
Helsta skýringin sé sú að
skipasmíðastöðin í Guangzhou
hafi vanmetið gæðakröfur Is-
lendinga og tekið fyrir of möig
verkefni í einu. T.d. hafi hún
verið með sjö skip í smíðum
fyrir íslenskar útgerðir auk
smíða á fjölmörgum skipum
fýrir heimamarkaðinn. Að sögn
Sigmars má e.t.v. líta á þessa
seinkun sem „bamasjúkdóm”
hjá kínversku stöðinni hvað
varðar smíði á skipum fyrir
Vesturlönd en erfitt sé að kenna
um almennu reynsluleysi því
haldið var upp á 150 ára rekstr-
arafmæli stöðvarinnar fyrir
skömmu.
Birt með góðfúslegu leyfi frá
InterSeafood.com
Nýr Happasæll KE lagður
af stað heim til íslands.
Mynd: lnterSeafood.com
Akœrð fyrir sölu og
innflutning fíkniefna
Hjón á fimmtugsaldir
hafa verið ákærð fyrir
sölu á fíkinefnum í
Keflavík árið 1999. Lögregla
hóf viðamikla rannsókn eftir
að ábendingar bárust um
sölu og innflutning á fíkniefn-
um.
Maðurinn er ákærður fyrir inn-
flutning á 15 gr. af hassi, 10 gr.
af amfetamíni, kókaíni og mari-
júana í júlí 1999. Konan er sök-
uð um sölu á einu grammi á
amfetamíni í ágúst 1999 auk
þess sem bæði eru ákærð fyrir
að hafa fíkniefni í fórum sínum
þegar leitað var á heimili hjón-
anna.
VIKUR
FRÉTTIR
Útgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvik, simi 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: Páll Ketilsson, simi 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is •
Fréttastjóri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, sími B9Q 2222 silja@vf.is • Blaðamaður: Svandis Helga Halldórsdóttir, svandis@vf.is •
Auglýsingar: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is, Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is •
Hönnunardeild: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir koila@vf.is Útlit, umbrot ag prentvistun: Vikurfréttir ehf. 1
Prentvinnsla: Qddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eöa vikurfrettir.is • Þú getur einnig tengst vf.is af visir.is og mbl.is
2