Víkurfréttir - 26.07.2001, Side 4
VF FRETTIR
Allt nema leður og topplúga!
Volkswagen Passat stw. TDI (diesel) árg. 2000 til sölu.
Sjálfskiptur, ekinn 33 þús km. Mikið af aukabúnaði, t.d. Cruis Control,
Radio Navigation System (kortakerfi) fullkominn 6 diska geislaspilari
og 8 hátalarar. Viðarinnrétting, skíðapoki í aftursæti, innfelld öryggis-
grind i farangursrými og „falið" dráttarbeisli. Dökkar filmur, Sá eini
sinnar tegundar á íslandi, innfluttur nýr af Heklu. Þjónustaður af
Heklu frá upphafi. Verð. 2.500.000,- Skipti á ódýrari
Nánari uppiýsingar hjá K. Steinarssyni, sími 420 5000.
Atvinna
Pípulagningamaður óskast eða rnaður
vanur pípulögnum.
Upplýsingar í síma 698 6309.
Neslagnir ehf.
TVF
næstu viku um
im
J?ál,t]w*ÞórÉr:,
RftflSSon, er éirtn
eiganjda Lífsstíls
'og-á jafnfrámt
veg og vanda að
undirbúningi fjol-'
skyjdn- og .
heilsiihátjFparinn-
ar. Hann segir áþ.
undirbúninghriijii
lláfi gengið yet.'■'
■ Fjölskyldu- og heilsuhátíð Lífsstíls á laugardaginn:
Fitness keppnin verður
hápunktur dagsins
Næsta laugardag, 28.
júlí, verður opið hús í
líkamsræktarstöðinni
Lífsstfl í Keflavík. Það verður
stanslaus veisla allan daginn;
hljómveitir og plötusnúðar,
leiktæki fyrir börnin, kynn-
ingar á fæðubótarefnum og
ráðgjöf og síðast en ekki síst
Lifestyle fitness keppnin.
Þess má geta að ágóði allra
mánaðarkort sem keypt eru
á heilsudeginum, rennur
óskiptur til byggingar þjálf-
unarlaugar Þroskahjálpar á
Suðurnesjum. Suðurnesja-
menn eru því hvattir til að
eiga góða stund með fjöl-
skyldunni í Lífsstfl á laugar-
daginn og styrkja gott mál-
efni.
Pálmi Þór Erlingsson, er einn
eiganda Lífsstfls og á jafnframt
veg og vanda að undirbúningi
fjölskyldu- og heilsuhátíðarinn-
ar. Hann segir að undirbúning-
urinn hafi gengið vel og þakkar
fyrirtækjum og styrktaraðilum
dagsins einstaklega góðar við-
tökur.
„Hápunktur dagsins verður fit-
ness keppnin. Nú þegar em 30
manns búnir að skrá sig, þar af
22 karlmenn og 8 konur. Karl-
amir keppa í tímaþraut, upphíf-
ingum, dýfum og kraftakeppni
en konumar keppa bara í tíma-
þraut. Sölvi Fannar og Gunnar
Benediktsson munu dæma
keppnina“, segir Pálmi.
Breytingar á líkamsræktarstöð-
inni em langt komnar að sögn
Pálma og hann segist vonast til
að þeim verði að fullu lokið
þegar stóri dagurinn rennur
upp. „Við tókum við rekstrin-
um 1. maí sl. og síðan þá hefur
verið stöðug aukning á aðsókn.
Við leggjum okkur ffarn við að
veita viðskiptavinum okkar
góða þjónustu og bjóðum upp
á bestu aðstöðu sem völ er á.
Nú em t.d. komnar nýjar pemr
í bekkina og við vomm að setja
upp þrjár hlaupabrautir til við-
bótar“, segir Pálmi.
Opnaður hefur verið styrktar-
reikningur í eigu Þroskahjálpar
hjá Landsbanka íslands í
Keflavík nr. 0142-05-7878,
kennitala 520680-0129 fyrir
frjáls framlög vegna byggingar
þjálfunarlaugarinnar, en enn
vantar töluvert fjármagn til að
ljúka því verki. Söfnunarkassar
Þroskahjálpar verða á staðnum
á laugardaginn. Sjá nánar aug-
lýsta dagskrá í VF í dag.
V4CCLWI
SIGURÐUR SÆVARSS0N
og á Ljósanótt 1. og 2, september
NÝ ÍSLENSK ÓPERA EFTIR SIGURÐ SÆVARSSON
,5S AyS-A-
OPERUHATIÐREYKJANESBÆ
Miðasala í Sparisjóðnum í Keflavík og í síma 421 6623
■ Gunnar Bergmann um Kínaskipin:
Erum í skyjunum með bátana
Eyvindur við bryggju í Hafnarfirði.
„Menn eru alveg í
skýjunum og það er
almenn ánægja með
bátana. Það eina
sem hægt er að setja
ót á er málningin.
Það er liðið hátt í ár
frá því að bátarnir
voru málaðir og það
er farið að sjást á
málningunni. Skyn-
samlegast hefði
verið að fá bátana
ómálaða til landsins
og sandblása þá og niála hér
heima“, segir Gunnar
Bergmann, útgerðarmaður
Eyvindar VE, í samtali við
InterSeafood.com.
Eyvindur KE er einn Kína-
bátanna níu sem komu til
landsins með flutningaskipinu
Wiebke og hefur því heyrst
fleygt að búið sé að selja bátinn
úr landi. Útgerðin seldi eldri bát
með sama nafni fyrir einu og
hálfu ári og síðan veiðiheim-
ildimar í framhaldinu og var ekki
annað að skilja en Gunnar og
sonur hans væm að hætta í
útgerðinni.
„Það hefur ekkert verið ákveðið
en það er rétt að ég hef heyrt að
búið sé að selja bátinn til
Færeyja, Svíþjóðar og Græn-
lands“, segir Gunnar en hann
viðurkennir að hafa leitt hugann
að því að hætta í útgerðinni.
„Það er alltaf erfitt að ráða í
framtíðina og jregar maður fær
svona bát í hendumar þá fær
maður fiðring í sig og finnst að
manni séu allir vegir færir. Við
munum a.m.k. fara vel yfir
stöðuna áður en við ákveðum af
eða á“, segir Gunnar en hann
upplýsir að byrjað sé að undirbúa
niðursetningu á spilum frá
Vélaverkstæði Sigurðar í bátana
og sömuleiðis eigi eftir að koma
fyrir björgunarbúnaði.
4