Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.07.2001, Side 10

Víkurfréttir - 26.07.2001, Side 10
»1 IGS Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., IGS, er nýstofnað hlutafélag í eigu Flugleiða. Hlutverk Flugþjónustunnar er að veita flugrekendum alhliða þjónustu. Hjá félaginu starfa 500-700 manns eftir árstímum og skiptist starfssemin í fjögur rekstrarsvið; farþegaþjónustu, flugeldhús, fraktmiðstöð og veitingaþjónustu í Flugstöð Leifs Eirikssonar. Starfsmenn Flugþjónustunnar eru lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Við leitum eftir duglegum og ábyrgum starfs- mönnum sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. 1-llaðþjórmsta Ræstideild • Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar í Hlaðdeild á Keflavíkurflugvelli. Leitað er eftir fólki sem hefur góða samskiptahæfileika og þjónustulund. • Um er að ræða hlutastörf. • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða kunnáttu í íslensku. Almenn ökuréttindi skilyrði. • Aldurstakmark er 17 ára. Flugeldhúsið • Fjölbreytt störf við framleiðslu og frágang matar • Hleðslu matar um borð í flugvélar, aðstoð á lagerum • Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf • Aldurstakmark er 18 ára • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða kunnáttu í íslensku • Sum störf krefjast ökuréttinda og vinnuvélaréttinda Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu IGS í nýju Fraktmiðstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2001. HÖNNUN: Víkurfróttlr oht. auglýslngasmlöja Fleiri sækja um sktlavist í FS Ráðningar kennara ganga vel hjá Fjöl- brautaskóla Suður- nesja að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, skólameist- ara. Þrír kennarar láta af störfum næsta haust og þrír eru að fara í barnsburðar- leyfi og snúa því aftur til starfa. Eins og síðustu ár hef- ur gengið erfiðlega að fá raungreinakennara til starfa en að sögn skólameistara er bjart framundan í þebn mál- um. Fleiri nemendur hafa sótt um nám í skólanum en á síðasta ári. Rafiðnir vinsæiar Umsóknum um skólavist hefur fjölgað síðan á síðusta ári en 730 hafa nú sótt um skólavist í dagsskóla næsta haust. Þar af eru 182 nýnemar, stærsti hluti þeirra sem sækja um stúdents- nám fer á náttúrufræðibraut eða 42%. Rafiðnir hafa verið vin- sælastar, enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum í tré- og málmiðngreinar og vél- stjóm. I haust býður FS í fyrsta skipti upp á tölvubraut sem er þrískipt og fyrri hluta upplýs- inga- og fjölmiðlabrautar sem er undirbúningur fyrir ýmis svið margmiðlunar og prent- iðnar. Jöfn skipting milli sveitarfélaga Að sögn Ólafs Jóns em skipt- ing nemenda milli sveitarfélaga svipuð og á síðustu árum en 95% þeirra sem fara í fram- haldsnám af Suðumesjum úr árgangi fara í FS, 5% fara í nám í annað. Flestir sem fara í nám utan Suðumesja hafa sótt nám sem ekki er boðið upp á í FS en einhverjir nemendur sækja jafnframt í gömlu bekkjaskólana. Stór hópur þeirra sem hefja nám í þeim skólum færa sig hinsvegar í FS eftir eina til tvær annir. „Við höfum reynt eftir mætti að taka við þessum krökkum og meta það nám sem þau em búin með - en bekkjarkerfið hefur verið á undanhaldi og aðeins örfáir skólar eftir í því kerfi“, segir Ólafur Jón. Færri nemendur í framhalds- námi en í Reykjavík Hlutfall nemenda á Suðumesj- um fer hækkandi en er frekar lágt miðað við Reykjavík og nágrenni. „Ný inntökuskilyrði hafa vissulega haft áhrif á val nemenda. Ahrifa þessarra breytinga á þó eftir að verða meiri eftir því sem á líður og áhrifanna fer að gæta í vali nemenda í síðustu bekkjum gmnnskóla. Þetta leiðir einnig til þess að foreldrar sem og nemendur grunnskóla þurfa á meiri ráðgjöf að halda en áður og hún þarf að vera fýrr“, segir Olafur Jón og bætir við að fyr- irhugað sé að efla kynningu á framhaldsnámi í gmnnskólum svæðisins í samráði við skól- ana. Ný viðbygging -fullkomnari aðstaða Þröngt hefur verið um skóla- starf síðustu árin og hefur Menntamálaráðuneytið hefur nú samþykkt stækkun skólans og gætu framkvæmdir hafist næsta haust. Samhliða því verður farið í gagngerar endur- bætur og breytingar á eldri hluta skólans. I nýju viðbygg- ingunni er lögð áhersla á bætta vinnuaðstöðu nemenda og kennara. Þar verður t.a.m. ein fullkomnasta aðstaða til raun- greinakennslu á landinu. Vinningshafinn Miriam Óskarsdóttir ásamt Magneu Guð- mundsdóttur, markaðsstjóra Bláa lónsins Birki Hólm Guðna- syni, sölustjóra hjá Flugleiðum. Hvítasunnukirkjan Keflavík Samkoma öll fímmtudagskvöld kl.20 og sunnudaga kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir. Útisamkoma á Torginu gengt Sparisjóönum n.k. sunnudag 29. júlí kl.15.30. Miriam fékh flugmiðann Miriam Óskarsdóttir datt aldeilis í lukku- pottinn þegar hún vann flugmiða fyrir tvo til Evrópu í afmælisleik Bláa lónsins og Flugleiða. Bláa lónið og Flugleiðir efndu til afmælisleiks í tilefni tveggja ára afmælis baðstaðarins við Bláa lónið. Afmælishelgina, 14.-15. júlí, gafst gestum Bláa lónsins kostur á að láta nafn sitt í pott og freista þess að vinna ferð fyrir tvo hvert sem er í Evrópu. Leikurinn féll í góðan jarðveg meðal gesta Bláa lóns- ins, að sögn Magneu Guð- mundsdóttur markaðsstjóra Bláa lónsins og tóku rúmlega 3000 gestir þátt í leiknum. i 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.