Víkurfréttir - 25.10.2001, Side 4
p 0 [ jI
□ jj í
-gildir frá föstudegi til sunnudags
H-imaKgsreylctar
svína
kótilettur
25% afslánur við kassa
inu
1.349.-
Bayonnes
skinka
25% afsláttur við kassa
975-
50g
Doritos Nacho Cheese
Doritos Cool American
Rolo kex
É JmF
aðeins iph ' ■
Villiköttur
2 stk. I
Haustdagar
komu vel út
- Kaupmenn óttast ekki samkeppni frá Smáralindinni
Haustdagar á Suðurnesj-
um voru haldnir um
síðustu helgi. Flestir
verslunareigendur eru
ánægðir að minnsta kosti
sáttir. Ljóst er að sótt er að
verslun hér en þessa daga var
einnig Kringlukast og uppá-
komur á Austurstræti svo
ekki sé minnst á opnun nýrr-
ar verslunarmiðstöðvar í
Smáranum í Kópavogi.
Kristín Einarsdóttir í Joy var
mjög ánægð og sagði að mikið
hefði verið að gera. Rúna
Óladóttir í Gallery-forðun var
himinlifandi með haustdana.
„Eg bætti við mig frá því í
fyrra og er mjög ánægð. Fyrir
haustdaga var ekkert að gera og
núna eftir þá hefur verslun
dottið niður. Eg lét það eftir
mér að skoða Smáralindina í
gær og ég held að þar séu
kaupmenn á nálum því það var
ekkert að gera í þessari glæsi-
legu verslunarmiðstöð".
Óskar Færseth í Sportbúðinni
sagði að verslun hefði verið
ágæt hjá sér alla dagana en
haustdagarnir hefðu nú oft
komið betur út en þeir gerðu
nú. „Eg seldi svolítið af úlpum
á tilboðsdögum og það var þó
nokkuð að gera í kjallaranum.
Þetta var ásættanlegt en heíöi
mátt vera betra“, segir Óskar.
Hann telur að Smáralindin eigi
ekki eftir að hafa mikil áhrif á
verslun á Suðumesjum í fram-
tíðinni. „Hún hafði áhrif fyrstu
dagana en þetta kemur til með
að jafna sig. Það er alltaf viss
pirringur í sumum en við erum
með góðar verslanir hér suður-
frá og eigum ekki að þurfa að
kvíða samkeppni við Smára-
lindina."
Georg Birgisson, verslu-
narstjóri í K-sport sagði versl-
un á haustdögum hafa verið
svipaða og í fyrra. í ljósi
aukinnar samkeppni og margra
ástæðna sé það ekki svo slæmt.
Hann hefði þó viljað sjá að
kaupmenn hefðu haft opið
lengur á laugardeginum og
merkt búðimar betur.
Rúna Reynisdóttirí Mangó var
mjög ánægð með útkomu
haustdaga. Það var mikið að
gera í búðinni hjá henni og út-
koman var svipuð og í fyrra.
„Ég á ekki von á að Smáralind-
in eigi eftir að hafa áhrif á
verslun hér. Ég er búin að fara
þangað og fann ekkert sem
vantaði hér áður. Helsta nýung-
in var verslunin Zara. En ég hef
ekki miklar áhyggjur af sam-
keppni úr Kópavoginum."
Agústa Jónsdóttir í Persónu var
ekki nógu ánægð með haust-
dagana. Það kann að hafa haft
áhrif að á sama tíma var
Kringlukast sem séu tilboðs-
dagar í Kringlunni og verið var
að opna Austurstræti. „Ég er
líka með verslun á Laugavegin-
um og þar var btjálað að gera á
laugardeginum. Ég held líka að
þetta sé að hluta til kaupmönn-
um sjálfum að kenna hérna.
Kannski ættu þeir að hafa opið
lengur á laugardögum og eins
að vekja meiri athygli á haust-
dögum, t.d. með gluggaskreyt-
ingum“, segir Agústa og bætir
við að hún haldi að Smáralind-
in hafi ekkert með deifð í
verslun á Suðumesjum að gera.
„Það hefiir verið deifð í verslun
áður en Smáralindin opnaði.
Suðurnesjamenn verða að
versla heima ef þeir vilja hafa
verslanir hér.“
SAMKOMUHÚSIÐ
Stórdansleikur GARÐI
með hjjómsveitinni
EXTRA
frá Selfa
ross/
Nk. laagardag, k( 23-03.
M iÓa verÓ kr. 1.200, -
4