Víkurfréttir - 25.10.2001, Qupperneq 8
Hafrannsóknastofnunin boðar til
opins fundar um hafrannsóknir
og fiskveiðiráðgjöf í Reykjanesbæ
þann 30. október kl. 20.
á Flughótelinu.
Jóhann Sigurjónsson forstjóri
og fiskifræðingar flytja stutt erindi.
Umræður.
Allir velkomnir.
Hafrannsóknastofnunin
Hafrannsóknastofnunin
Skúlagata 4, Reykjavík
Sími: 552 0240
Hefur þú kíkt á
í dHaiQj's'
Eignarhaldsfélags Suöurnesja hf.
verður haldinn fimmtudaginn
8. nóvember kl. 17 á Flughóteli í Keflavík.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf samkvæmt 4. gr.
samþykkta félagsins
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins
síðastliðið reikningsár.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir
síðastliðið reikningsár.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð
hagnaðar eða taps félagsins á
síðastliðnu reikningsári.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðenda.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og
endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil.
8. Önnur mál, löglega upp borin.
Reikningar félagsins, ásamt tillögum liggja
frammi á skrifstofu Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum, Fitjum, Reykjanesbæ,
viku fyrir aðalfund.
r
KEFLAVIK
að hefur varla farið
framjá nokkrum
knattspyrnuáhuga-
manni í Keflavík að staða
deildarinnar er mjög slæm
fjárhagslega. Skuldir félags-
ins eru miklar og nema tug-
um milljóna. Að sögn Rún-
ars Arnarsonar, formanns
knattspyrnudeildar Kefla-
víkur er málið enn á
vinnslustigi en viðræður eru
hafnar við iánadrottna og
aðra hlutaðeigendur. „Við
ætlum okkur að greiða nið-
ur þessar skuldir á næstu 4-
5 árum og við ætium að
gera það sjálfir“, segir Rún-
ar. „Viðbrögð hlutaðeiganda
hafa verið jákvæð og við-
ræður eru í gangi.“
Skuldir knattspymudeildar-
innar eru aðallega banka-
skuldir sem að sögn Rúnars
eru til komnar vegna offjár-
festinga í leikmanna- og þjálf-
aramálum. „Aðal niðurskurð-
urinn verður í launum þjálfara
og leikmannagreiðslum. Því
miður gátum við ekki komið
til móts við Gústaf en við
hefðum gjaman viljað halda
honum“, segir Rúnar en deild-
inn er einnig hrædd við að
missa frá sér leikmenn. „Það
kemur allt í ljós á næstu vik-
um. Það hefúr enginn farið
ennþá og við emm með mikið
af ungum og efnilegum strák-
um sem við ætlum að halda í.
Þeir em á sérstökum samn-
ingum og em tilbúnir til að
starfa fyrir félagið fyrir lítil
laun.“ Til að borga upp þessar
skuldir hafa ákveðnar tekjur
verið eymamerktar lána-
drottnum en félagsmenn
verða að lifa við þrengri kost
á næstu ámm. „Allur rekstur-
inn verður endurskipulagður á
næstu ámm og við erum
bjartsýnir á að málið leysist",
segir Rúnar. „Við stefnum að
því að láta þennan niðurskurð
bitna sem minnst á starfi ung-
lingaflokka og yngri flokka en
auðvitað þarf eitthvað að
skera niður. Hingað til hefur
ferðakostnaður verið greiddur
að hluta en einhver breyting
verður þar á, auk þess sem
það gæti þurft að hækka fé-
lagsgjöldin. Við reynum að
komast hjá því eins mögulega
og hægt er.“
Fleiri knattspymufélög hafa
lent í fjárhagsörðuleikum á
VíduHpiétíu
VIÐTALIE
Skuldir knattspyrnu-
deildarinnar eru aðai-
lega bankaskuldir sem
að sögn Rúnars eru til
komnar vegna offjár-
festingar í leikmanna-
og þjálfaramálum.
„Aðal niðurskurðurinn
verður í launum þjálfara
og leikmannagreiðslum.
Því miður gátum við
ekki komið til móts við
Gústaf en við hefðum
gjarnan viljað halda
honum“, segir Rúnar
síðustu árum og segir Rúnar
skuldir félaganna af svipuðum
meiði. „Leikmannagreiðslur
og þjálfaralaun em allt of há.
Við höfiim einfaldlega ekki
efni á atvinnuknattspymu á
íslandi." Enn sem komið er
hefiir þjálfari ekki verið ráð-
inn en leitað verður að þjálf-
ara á svæðinu sem hefúr
hagsmuni félagsins að leiðar-
Ijósi. Þá hefúr aðsókn mikið
að segja í tekjuöflun félagsins
og er Rúnar ekki ánægður
með mætingu á leiki liðsins í
sumar. „Maður spyr sjálfan
sig að því fyrir hvem við
emm að halda úti úrvalsdeild-
arliði ef áhuginn er ekki meiri
en þetta. Við væmm eflaust
betur settir í dag hefði aðsókn
á leiki verið betri síðustu ár en
við emm mjög neðarlega með
aðsóknartölur í deildinni",
segir Rúnar en bætir við: „Eg
vona að þetta verði til þess að
þjappa fyrirtækjum og bæjar-
búum á bak við okkur því við
ætlum ekki að fara sömu leið
og önnur félög og fá ölmusu
frá bæjaryfirvöldum þó þau
hafi vissulega aðstoðað okkur
mikið.“ Þrátt fyrir fjárhags-
örðugleika innan deildarinnar
em ýmsar ffamkvæmdir í
gangi og má þar nefna að-
stöðu fyrir yngri flokka á Iða-
völlum sem knattspymudeild-
in afhendir bæjaryftrvöldum
næsta sumar. „Við komumst í
gegn um þetta og finnum
þjálfara að lokum ég er viss
um það. Deildin verður réttu
megin við núllið næsta sumar
og árin þar á eftir, ég lofa
því.“
Rúnar Arnarson
formaöur knattspyrnu-
deildar Keflavíkur.
Ekki efni til atvinnu-
knattspyrnu á íslandi
- segir Rúnar Arnarson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur
8