Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2001, Side 2

Víkurfréttir - 22.11.2001, Side 2
Er þungt haldinn í S-Afríku ngur Keflvíkingur, Jóhann Sigursson liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Jóhannes- arborg þar sem hann berst við ill- víg veikindi. Jóhann er giftur þrigg- ja barna faðir sem hefur búið og staríað í Jóhann- esarborg í Suður Afríkur síðastliðinn 10 ár. Aðstandendur og vinir hafa stofnað sjúkrasjóð fyrir Jó- hann til að standa undir dýr- um sjúkrakostnaði auk þess að geta staðið undir kostn- aði til þess að fá hann flutt- an heim. Þeir sem vilja sýna Jóhanni og fjölskyldu hans stuðning geta sýnt samhug í verki og lagt inn á bók í Sparisjóði Keflavíkur. Núm- erið á bókinni er 407910. Til hvers að fara til fjalla eftir fjúpunni? íðustu vikur lial'a mcnn farið í liópiim til Ijalla til að cltast við rjiipur. Oftar en ekki lial'a verið lleiri björgunarsseit- armeiin á lieiðum en rjúpur og ekki að undra. Kjúpurnar cru nefnilega búnar að átta sig á þcssu veiðistandi l'yrir liingu og hópast sanian við l.eifsstiið. Þar fá þær frið fyrir veiðiniönn- iiiii en Ijósmyndari Vikurfrctta lét þær ekki í friði nú imi lielg- ina og smellti meðfylgjandi mynd af nokkrum alhvítum og fallegum rjúpum. Kynning á morgun föstudag 20% afsláttur Ef þú kaupir eitthvað eitthvað tvennt frá Oroblu færðu Rose Chandal varagljáa i kaupbæti. Verið velkomin, Apótek Keflavíkur Snyrtivörudeild Suöurgötu 2 - Keflavik Jólaljós á staurum bæjarins Síðustu daga hafa jólaskreyt- iugar komið upp úr kössum og verió settar upp á vióeigandi staói. Reykjanesbœr er dugleg- ur að skreyta Ijósastaura bœj- arins. Skrautið er afýmsum toga. Ljósaslöngur hafa notió mikilla vittsœlda síðiistu ár en þœr eru án efa ekki auó- veldasta skrautið. Þeir voru alla vega komnir i liálfgeróa jlœkju þessir verktakar sem skreyttu Ijósastaur við Hafnar- götuna í Keflavik í gœrdag. Hafnað styrk til byssukaupa Hreppsnefnd Gerða- hrepps hefur hafnað styrkbeiðni íbúa í byggðarlaginu til byssu- kaupa. Viðkomandi aðili hefur unnið að fækkun á vargfugli til margra ára. Á sama tíma hafa sveitar- félögin á Suðurnesjum á- hyggjur af fjölgun síla- mávs og vilja skoða leiðir til fækkunar á honum. Uppsjávarafli meiri en í fyrra Samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskistofu er heild- arafli sem borist hefur á land í Grindavík fvrstu tíu mánuði ársins samtals 125,845 tonn á móti 122,959 tonnum fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Munar þar mest að uppsjávar afli er heldur meiri en á sama tíma í fyrra, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra í Grindavík. „Um 700 tonnum minna hefur komið á land af þorski á árinu eða samtals 176,00 tonn, enda var sjómannaverkfall á góðum þorskveiðitíma. Heildarafli sið- ustu viku var 306,6 tonn af botn- fiski auk þess sem Björg Jóns- dóttir landaði 307 tonnum af síld í frystingu. Veður var heldur leið- inlegt til sjósóknar í vikunni stöðugir umhleypingar og virðist vera framhald á því í þessari viku“, segir Sverrir. VIKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kf. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2B0 Njarðvík, sími 421 4717, fax 421 2777 Flitstjóri: Páll Kctilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjbri: Hilmar Bragi Báröarson, simi 898 2222 hbb@vf.is • Fréttastjori: Silja Dögg Gunnarsdóttir, simi G90 2222 silja@vf.is • Blaðamaður: Svandis Helga HaUdórsdbttir, svandis@vf.is • Auglýsingar: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is, Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is • Hönnunardeild: Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is • Kolbrún Pétiirsdóttir kolla@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf. • F'rentvinnsla: Dddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eða vikurfrettir.is 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.