Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2001, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.11.2001, Blaðsíða 4
GERÐASKÓLI í GARÐI Skólastjórar Gerðaskóla segja upp vegna skerðingar á kjörum Hitað upp fyrir jólasteik- ina Jólahlaðborð Bláa lónsins hefst lostudaginn 23. nóv- ember og veröur alla fostudaga og laugardaga til og með 15. desember. Guömund- ur Hermannsson leikur Ijúfa tónlist af sinni alkunnu snilld fyrir matargcsti. Aðgangur í Bláa Ióniö fylgir með jólahlaö- borði og það cr því tilvalið að slaka vcl á í Bláa lóninu áöur en sest er að kræsingunum. „Jólahlaðborð Bláa lónsins er nú haldið þriðja árið í röð og að sögn Sveins Sveinssonar, veit- ingastjóra Bláa lónsins á jóla- hlaðborðið síauknum vinsældum að fagna meðal Suðurnesja- manna og höfuðborgarbúa. Skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri Gcrðaskóla hafa sagt upp störfum hjá skólanum. Astæðan fyrir upp- sögnum þeirra er skerðing sem orðið hefur á kjörum þeirra. „Laun okkar hafa lækkaö um þó nokkra tugi þúsunda á mánuði eftir kjarasamningana sem gerðir voru í vor“, segir EinarV.Arason skólastjóri. Launanefnd sveitarfélaga og Kennarsamband ísland og skóla- stjórafélag Islands hafa mismun- andi túlkun á kjarasamninga skólastjóra en launanefnd sveit- arfélaga segir það óheimilt að semja um viðbót við grunnlaun skólastjóra. Skólastjórafélag ís- lands er ósammála þessu og segir ekkert því til fyrirstöðu að sveit- arfélög geri viðbótarsamninga við skólastjóra. Samningarnir voru gerðir í vor en skólastjóm- endur Gerðaskóla ákváðu að biða átekta enda voru þeir bjart- sýnir á að úr leystist. Þeim varð hins vegar ljóst nú í haust að kjör þeirra myndu ekki verða leiðrétt og gripu því til þess ráðs að segja upp störftim. „Við þyrftum ekki nema að bæta við 6-8 yfirvinnu- tímum á viku sem almennir kennarar til að komast i sömu laun og við erum með núna en ábyrgð og umfang vinnu skóla- stjóra jókst til muna við síðustu samninga", segir Einar. Skóla- stjórar víða af landinu hafa tjáð þeim að þeir hafi gert samninga við sveitarstjómir í þeirra sveitar- félagi þar sem kveðið er á um viðbót við launin. Einar V Ara- son skólastjóri hættir um áramót en Jón J. Ogmundsson aðstoðar- skólastjóri hættir í lok febrúar á næsta ári. Staða skólastjóra í Gerðaskóla hefur verið auglýst í Morgun- blaðinu og á fleiri stöðum. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitar- stjóra hafa nokkrar íýrirspurnir um starfið borist en enn hafa engar umsóknir verið lagðar inn. „Við teljum okkur skuldbundna af þeim samningum sem launa- nefttd sveitarfélaga gerði og telj- um að skólastjórarnir ættu að reka sín mál í gegn um skóla- stjórafélagið og við launanefd sveitarfélaga", segir Sigurður. „Við erum að borga eftir þeim samningum sem skólastjórafé- lagið samdi um og getum ekki gert neina viðbótarsamninga." Sigurður segist hafa heyrt af því að sveitarfélög geri viðbótar- samninga við skólastjóra en ekk- ert hafi verið staðfest í þeim efn- um. „Það er mjög erfitt að fá fólk í þessa stöðu á miðju skólaári, það er ekki margir á lausu en það er þegar bytjað að spytja og mað- ur veit ekki hvernig þróunin verður.“ Tilbúin Rúmteuþi, matfiar gerðir Afgreiðum enn rimla og rúllugardínur fyrir jól Tjarnagötu 17 - Keflavík Sími 421 2061 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-13 Nanna sker afmælisrjómatertuna í Samkaup sl. föstudag. Nanna skar afmælis- tertuna 19. Samkaup fagnar nítján ára afmæli um þessar mundir með myndarleg- um afmælistilboðum í verslun- um sínum. Viöskiptavinum var cinnig boðið upp á risastóra rjómatertu í tiiefni tímamót- anna. í gær voru liðin 19 ár frá því fyrsta Samkaups-verslunin opnaði í Njarðvík. árið í röð! Öll þessi 19 ár hefur sami starfs- maðurinn skorið tertuna fýrir af- mælisgestina. Það er hún Jó- hanna Hallgrímsdóttir, starfs- maður í fatadeild Samkaupa. Hún segist hafa mikla ánægju af verkinu og bíður spennt tíma- mótanna á næsta ári þegar 20 ára afmæli verður fagnað. Ólafur Haukur Símonarson kemur til Keflavíkur Olafur Haukur Símonar- son rithöfundur kemur á Bókasafn Reykjanesbæj- ar nk. fimmtudagskvöld. Hann niun fjalla um leikrit sitt Boðorðin 9 sem verður frum- flutt í Borgarleikhúsinu í kringum áramótin. I tilkynningu frá leikhúsinu segir að leikritið fjalli um nútímafólk í kröppum dansi. Við kynnumst gleði, trega og taumlausum harmi, allt i einni beiskri blöndu. Ólafur kemur til með að ræða til- urð leikritsins og við fáum að kynnast því hvemig leikrit færist af blaði og verður lifandi á sviði auk þess sem við fáum nasasjón af eftti leikritsins. Uppákoman hefst kl. 20.00 og er á vegum Bókasafns Reykjanes- bæjar, menningarftilltrúa og Mið- stöðvar símenntunar. Allir vel- komnir svo lengi sem húsrúm leyfir. 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.