Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2001, Page 5

Víkurfréttir - 22.11.2001, Page 5
Tveir Danir handteknir í Leifsstöð Á undaniörnum dögum hefur Fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli handtekið tvo danska ríkisborgara með fíkniefni í fórum sínum. Sá fyrri, rúmlega þritugur karlmaður, var handtekinn s.l. fimmtudagskvöld með rúm- lega 2 kg. af hassi faliö innan klæða. Hinn, rúmlega tvítugur karlmaður, var handtekinn síð- degis á sunnudag, og reyndist sá vera með u.þ.b. 1 kg af hassi límt á líkama sinn. Mennirnir, sem báðir voru að koma frá Kaupmannahöfn, voru stöðv- aðir við venjubundið eftirlit, og hefur hvorugur þeirra komið við sögu fíkniefnamála hjá lög- gæsluyfirvöldum hér á landi áður. Mál beggja mannanna eru í rannsókn hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík og var sá síðari úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Götuverð flkniefnanna í þess- um tveim málum gæti numið um 7 milljónum króna. Það sem af er þessu ári hefur ffkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli lagt hald á tæp 23 kg. af hassi og um 75.000 E-töflur, og gæti götu- verð þessara efna verið nálægt 300 milljónum króna. Á árinu hafa 9 erlendir ríkisborgarar verið handteknir með fíkniefni, 8 karlar og 1 kona. Þeir eru af af eftirtöldum þjóðernum: 3 Danir, 1 Austurríkismaður, Bclgi, Portúugali, Breti, Þjóð- verji og Pólverji. Síðasta sýning á Bar Par Sunnudaginn 25. nóvem- ber verður síöasta sýning hjá Leikfélagi Keflavíkur á leikritinu Bar Par sem félag- ið hefur sýnt nú í nóvember við góðar undirtektir. Eins og áður hefur komið fram gerist leikritið eina kvöldstund á bar í Englandi þar sem ýmsir kinlegir kvistir eru meðal gesta. Nú fer brátt i hönd mikill anna- timi hjá leikurum jafht sem öðr- um og því verða sýningar ekki fleiri á þessu ágæta leikriti. í des- ember verða nokkrir tónleikar í Frumleikhúsinu og meðal þeirra sem halda tónleika þar eru tveir leikfélagar þeir Guðmundur Hreinsson og Jón Marinó Sig- urðsson. í janúar byijun hefjast svo æfingar á næsta verkefni leikfélagsins. Ekki verður upp- gefið hvað það verður en sú upp- færsla verður væntanlega sú stærsta í Frumleikhúsinu til þessa. Form jólastjarna 1.490kr. Sigti úr járni, m/skafti 459 kr ísform hringlaga, mjúkt 3.400kr Kökubox margar geröir, verö frá 525kr Piparkökuskraut grenitré, 16 cm 260 kr Piparkökuskraut Snjókarl,jólasveinn 260 kr.stk. Sleikja 559 kr Kökukefli úr tré 995 kr Krups hrærivél powermix m/hakkavél og blandara 25.990 kr. Útstungumót fyrir smákökur, 9 í pk. Sími 480 0800 • www.husa.is 1 59 kr. Útstungumót verð frá 289 kr Diskaþurrka m/vöfflumunstri 495 kr HÚSASMIÐJAN 5

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.