Víkurfréttir - 22.11.2001, Síða 8
Ekki starfsmaður
Reykjanesbæjar
Vegna myndar sem birt-
ist í síðasta tölublaöi VF,
undir heitinu Jólabjöll-
ur klingja, er rétt að geta
þess að maðurinn sem hengir
upp jólaskreytingarnar er
ekki starfamaður Reykjanes-
bæjar heldur Verktakasam-
bandsins chf.
Jóíaýafhhandbók
Vífeitrjrétta 2001
Kemurút
í nczstu viku.
Síminn er 4214717
Námsfólk í Garði
Námsfólk, sem stundar
nám á Reykjavíkursvæðinu,
sem ekki er hægt að stunda
á Suðurnesjum getur sótt
um styrk vegna ferðakostnaðar,
samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar.
Allar nánari upplýsingar
á skrifstofu Gerðahrepps.
Sveitarstjóri Gerðahrepps.
Skólastjórar
Skólastjórar við Gerðaskóla.
Gerðahreppur auglýsir lausar til
umsóknar stöður skólastjóra og
aðstoðarskólastjóra við
Gerðaskóla í Garði.
Staða skólastjóra er veitt frá
l.j anúar 2002 og staða
aðstoðarskólastjóra frá 1. mars 2002.
Umsóknafrestur um stöðurnar
er til 3.des.2001.
Allar nánari upplýsingar gefur
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri á
skrifstofu Gerðahrepps, sími 422 7108,
netfang: sigurdur@gerdahreppur.is
Sveitarstjóri Gerðahrepps
Ánœgjuleg samvem með œskunni
„Ömniu og afadagur“ verður haldinn nk.
fimmtudag, 29. nóvember, í eftirtöldum leik-
skólum í Reykjanesbæ; Heiðarseli, Hjallatúni,
Holti, GimIi,Vesturbergi og Garðaseli.
I Heiðarskóla munu örugglega nokkrir bekkir vera
með. Það verður fyrst og fremst á yngsta- og mið-
stigi. Æskan er okkar fjársjóður. Samfélagið allt
þarf að setja orku í að byggja brú á milli æsku og
elli. Þeir eldri hafa lifað aðra tíma og hafa af
miklu að miðla, til okkar sem lifurn ofl flóknu og
spennuþrungnu líft. Markmiðið með þessum degi
er fyrst og fremst að brúa bilið milli kynslóða og
gefa þeim eldri kost á að finna sig velkomin á degi
sem þessum.
Fræðimenn um allan heim leggja á það ríka
áherslu að allir þurfi að leggja sitt af mörkum til
skólamála og að á tímum hnattvæðingar sé nær-
samfélagið alltaf að verða mikilvægara. Við í
Reykjanesbæ erum metnaðarfull í okkar skóla-
starfi og höfum reist myndarleg mannvirki fyrir
bömin okkar. Gaman væri að sem flestir fengju að
njóta þeirra og í leiðinni kynnast lifi barnanna
nánar. Til að gefa fólki tækifæri á að njóta þessa
dags væri ánægjulegt ef atvinnurekendur væru
sveigjanlegir og gæfu starfsmönnum sínum kost á
að heimsækja börnin. Frá kl. 10:00-11:30 og
13:00-14:30 verður opið hús í og verða fulltrúar
foreldrafélaga skólanna á staðnum. Fjölbrauta-
skóli Suðumesja sendir kveðju og góður vilji er á
að taka þátt í framtíðinni. Ef vel lukkast er hér
kominn dagur sem getur orðið leið til hátíðar í
samfélaginu og til að heiðra þá eldri og vitrari.
V0GAR Á VATNSLEYSUSTRÖND
Einsetinn skóli reynist vel
Aldrei liafa verið fleiri
nemendur í Stóru-Voga-
skóla eins og i ár en skól-
inn er í fyrsta skipti fullkom-
lcga einsetinn. Þremur lausum
stofum hefur verið bætt við og
er svo komið að hver bekkur
hefur sina eigin stofu. „Þetta er
allt annað líf‘, segir Snæbjöm
Rcynisson skólastjóri en að-
staða nemenda og kennara hcf-
ur bæst til muna eftir cinsetn-
inguna. Rúmlega 170 nemend-
ur eru í skólanum en það er
Ijölgun unt 10 nemendur síðan
á siðasta ár en árið þar á und-
an fjölgaöi nemendum um 25.
Miklar framkvæmdir hafa verið
gerðar á skólalóðinni en enn á
eftir að byggja 3. áfanga við
skólann. „Okkur vantar ennþá
raungreina- og hannyrðastofú og
betri aðstöðu fyrir starfsfólk
skólans, hjúkrunarfræðinga og
sérfræðinga", segir Snæbjöm. Þá
hefur mötuneyti skólans sprengt
utan af sér en skólinn hefur boðið
upp á heitan mat fýrir nemendur
í þrjú ár. „Þessu hefúr verið tekið
mjög vel og um 85% nemenda
nýta sér þessa þjónustu enda er
þetta mjög ódýrt, hver máltíð
kostar rétt rúmlega 100 kr. eða
3000 kr. á mánuði." Þá hefur
nemendum einnig verið boðið
upp á heimanámstíma eftir skóla-
tími auk þess sem eldri bekkjum
gefst kostur á stuðningstímum í
stærðfræði, íslensku og tungu-
málum. „Nemendur á yngra stigi
og miðstigi hafa verið duglegir
að nýta sér heimanámsaðstoðina
en þeir eldri hafa ekki verið eins
duglegir", segir Snæbjörn en
nemendur 10. bekkjar geta valið
um það að fara í grunnáfanga í
stærðfræði og ensku. Þrír nem-
endur í 10. bekk eru í stærðfiæði
áfanga og 5 í ensku en alls eru 11
nemendur í árgangnum og verður
það því aó segjast að ffekar stórt
hlutfall krakkanna nýti sér þenn-
an kost. Yngri nemendum er síð-
an boðið upp á dægradvöl frá kl.
13:25 á daginn til kl. 17:30 en
skóladagur krakkanna er aldrei
lengur en til kl. 15:10. „Við höf-
um því miður ekki getað boðið
upp á tónlist-
arnám hér í
Vogunum en
við bjóðum
krökkum upp
á akstur í
Tónlistarskóla
Reykjanes-
bæjar. Við
erum hins-
vegar með
dansnámskeið
og ýmislegt
fleira handa krökkunum", segir
Snæbjöm. Foreldrafélag er starf-
andi i skólanum en hefur ekki
verið nógu virkt að mati Snæ-
bjarnar. Framundan í skólanum
eru haustferðið og skíðaferðir
eftir áramót auk þess sem árlega
árshátíð verður haldin fyrir
páskafrí.
IFBB FITNESSMÓT í KEFLAVÍK Á LAUGARDAGINN
Flottir kroppar keppa
um Hreystibikarinn
ikarmeistaramót IFBB í
fitness verður haldið
næsta laugardag í
lþróttahúsinu við Sunnubraut í
Keflavík en þetta er eitt stærsta
fitness mót sem Italdið er ár-
lega á Islandi. Mótið hefst kl.
17 en forsala á miðunt er hafin
í Líkamsræktarstöðinni Lífs-
stíl. Hægt er að skrá sig til þátt-
töku á netinu á slóöinni
www.fitness.is.
Að sögn Pálma Þórs Erlingsson-
ar, framkvæmdastjóra Lífsstíls,
er mikill fengur að fá þetta stór-
mót til Suðurnesja en stór hluti
keppenda er frá Suðurnesjum.
„Nú þegar hafa 12 konur og 34
karlmenn skráð sig en keppt er í
samanburði, hindranabraut, upp-
hífingum og dýfúm. Hver grein
er sjálfstæð, en fólk getur t.d.
keppt eingöngu í hindranabraut.
Að sjálfsögðu fær enginn
Hreystisbikarinn nema að taka
þátt í öllu. Á milli keppnisgreina
verða sýningar t.d. fitnessbox-
sýning en þennan sama dag kem-
ur út myndband til heiðurs
Bensa, sem lést á Reykjanes-
brautinni í fyrra. Svo verður frá-
bær dans- og tískusýning frá
Lífsstil og að lokum mun hljóm-
sveitin Boogie Nights taka nokk-
ur lög“, segir Pálmi Þór og lofar
gestum góðri skemmtun.
Anna Sigurðardóttir, líkamsrækt-
arkona verður kynnir á keppninni
en henni verður sjónvarpað á
RÚV Um kvöldið veðrur haldið
partý á Kaffi Iðnó fyrir aðstand-
endur mótsins og keppendur en
síðan heldur hópurinn á ball á N1
sem verður opið öllum. Þar mun
Boogie Nights leika fýrir dansi.
8