Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2001, Síða 9

Víkurfréttir - 22.11.2001, Síða 9
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ NES FAGNAÐI10ÁRA AFMÆLI UM SÍÐUSTU HELGI Stórveisla og mikil gleði w Iþróttafclag fatlaðra á Suð- urnesjum hélt upp á 10 ára afmælið sitt sl. laugardag þann 17. nóvember í Safnaðar- heimilinu við Keilat íkurkirkju. Félagið var stofnað þann 17. nóvember 1991 að tilstuðla íþróttasambands Fatlaðra, stjórnar Sunddeildar Njarð- víkur, Sjálfsbjargar á Suður- nesjum og fleiri góðum aðilum. Afmælishátíðin tókst í alla staði mjög vel og voru um 200 gestir er sóttu hátíðina. Ný heimasíöa Margt var til skemmtunar gert á hátíðinni en þar var m.a. glæsi- legt veisluhlaðborð sem öll bak- arí og bakarar á Suðurnesjum tóku þátt í að gera, sem gjöf til NES en Matarlyst sá einnig um veitingar og þjónustu í afmælinu. Gísli Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Þroskahjálpar á Suðumesj- um bauð gesti velkomna og Kristján Pálsson þingmaður var veislustjóri. Heimasíða félagsins var formlega opnuð á þessum tímamótum en Guðmundur Brói Sigurðsson þjálfari hefur haft veg og vanda að þeirri gerð. Slóðin er www.gi.is/nessport. Brói tók síð- an lagið og söng m.a. afmælis- sönginn og nýja NES-lagið sem vonandi á eftir að koma út á geisladisk. Hinn eini sanni Rúnar Júlíusson kom fram og tók nokk- ur skemmtileg lög og var mikill fagnaður i salnum og greinilegt að hann á marga aðdáendur. Fengu brons- og silfurmerki Sveinn Aki Lúðvíksson formað- ur íþróttasambands Fatlaða tók m.a. til máls og færði félaginu gjöf og kveðjur frá stjórn ÍF. Hann sæmdi einnig nokkrum að- ilum bronsmerki Iþróttafélags fatlaðra en það voru Hafsteinn Ingibergsson varaformaður NES, Anna Lea Bjömsdóttir og Guð- mundur Brói Sigurðsson þjálfar- ar NES, Margeir Steinar Karls- son einn af stofnendum félagsins, Stefán Bjarkason íþrótta- og tómstundarfulltrúi Reykjanes- bæjar og einn af stofnendum fé- lagsins, Sæmundur Pétursson formaður Þroskahjálpar á Suður- nesjum, Kristján Pálsson þing- maður og Bjamfriður Jónsdóttir en þau vom stofnendur að félag- inu og hafa verið skoðunarmenn reikninga frá upphafi. Silfur- merki ÍF var sæmdur Guðmund- ur Ingibersson, hann var einn af stofnendum félagsins og hefur verið í stjórn NES frá upphafi sem gjaldkeri. Fyrsti formaður NES Anna Guðrún Sigurðardótt- ir kom og ræddi aðeins um stofh- un félagsins og sagði frá hvað þetta hefði breytt hennar lífi. Margar góðar gjafir bámst félag- inu og erum við mikið þakklát fyrir þær og allan þann hlýhug og góð orð i garð félagsins. Félags- menn NES vilja þakka öllum þeim sem gerðu þennan dag svo eftirminnilegan og ánægjulegan. Óskar formaður kjördæmis- sambands Framsóknar Oskar Þórmundsson hef- ur verið kjörinn fvrsti furmaður kjördæmis- sambands Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi. Þing Suðurkjördæmis var haldið í Vík í Mýrdal. Aðrir í stjóm em Ásta Begga Olafsdóttir, Guðmundur Elías- son, Hróðný Hauksdóttir, Hall- grímur Bogason, Friðrik Ing- valdsson og Ármann Hösk- uldsson. Um helgina vom siðustu stofh- þing nýrra kjördæmissam- banda flokksins. Nú hafa verið lögð niður kjördæmissambönd- in í gömlu kjördæmunum 8 og stofnuð ný í þeim 6 sem skil- greind eru í núverandi kosn- ingalögum. Opið ttm ítekf ina fijá Víkuiýréttum Jóíagjafaíianábókin ketnur út í ncestu viktt Leikfélag Keflavíkur Bar Par Sýning sem hefur fengið frábæra dóma. Höfundur: Jim Cartwright. Þýðing: Guðrún J. Bachmann. Leikstjóri: Steinn Ármann Magnússon. Sunnudaginn 25. nóv. kl. 20:00 Sýnt er í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17. Miðasalan opnar klukkutíma fyrir sýningu. Miðapantanir í síma 421 2540. www.lk.is • Allra síðasta sýning • LEIKFÉLAG KEFLfiWKDfi 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.